Viðskipti innlent

Viðskipti framkvæmdastjórans rædd á stjórnarfundi Kadeco

Haraldur Guðmundsson skrifar
Kjartan Þór Eiríksson segir ráðningarsamning sinn ekki banna honum að eiga félög.
Kjartan Þór Eiríksson segir ráðningarsamning sinn ekki banna honum að eiga félög. Mynd/kadeco

Stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco, mun í dag funda með Kjartani Þór Eiríkssyni, framkvæmdastjóra félagsins, og óska eftir upplýsingum um fjárfestingar félags í helmingseigu hans í fasteignum á Ásbrú í Reykjanesbæ. Félög í eigu eða tengd viðskiptafélaga Kjartans hafa keypt þrjár fasteignir af Kadeco fyrir alls 150 milljónir króna.

Sigurður Kári Kristjánsson, stjórnarformaður Kadeco, sem er alfarið í eigu íslenska ríkisins, segir að fjárfestingar einkahlutafélagsins Airport City á Ásbrú hafi fyrst komið til umræðu á stjórnarfundi fyrripart maí en málinu hafi þá verið frestað þangað til í dag. Kjartan á helmingshlut í Airport City sem hefur að hans sögn fjárfest í fasteignum sem voru áður í eigu Eignarhaldsfélagsins AV ehf. (EAV), sem keypti árið 2003 alls 40 prósenta hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum (ÍAV).

„Ég hafði áður upplýst stjórnarformann um þessi mál áður en kom að þeim fundi. Það eru engir hagsmunaárekstrar og umfangið sambærilegt því að borgarstjórinn í Reykjavík eigi fasteign innan borgarmarka,“ segir Kjartan.

Airport City var stofnað í nóvember í fyrra af Kjartani og fjárfestinum Sverri Sverrissyni. Fréttavefurinn sudurnes.net hefur fjallað um félagið og greint frá því að Kjartan sé framkvæmdastjóri þess og að það hafi ekki átt í viðskiptum við Kadeco.

Stjórn Kadeco, sem tók við fasteignum á gamla varnarliðssvæðinu við brottför hersins í október 2006, samþykkti í ársbyrjun 2016 55 milljóna króna kauptilboð Sverris Sverrissonar hf. í Skógarbraut 945, um 550 fermetra skrifstofuhúsnæði á Ásbrú. Sverrir er einnig hluthafi í félaginu G604 ehf. sem keypti fjölbýlishúsið Grænásbraut 604-606 á 60 milljónir.

Um er að ræða 1.600 fermetra eign sem var afhent í febrúar síðastliðnum en tilboðið barst að sögn Kjartans í ársbyrjun 2016. Félag Sverris gerði þá einnig tilboð í fasteignina Keilisbraut 755, sem Kadeco samþykkti, en Reykjanesbær nýtti í kjölfarið forkaupsrétt. Að lokum keypti Fasteignafélagið Þórshamar Funatröð 3 á 35 milljónir í árslok 2015. Sverrir var þá stjórnarformaður félagsins en iðnaðarhúsnæðið telur 1.300 fermetra og var skömmu síðar selt Bílaleigu Akureyrar.

„Það er mikilvægt að skoða tímalínuna í þessu en þetta gerist allt áður en við stofnum til einhverra viðskipta saman. Við áttum engin tengsl fyrir þann tíma og hann [Sverrir] á hæstu boð í þessar eignir á þessum tíma og þetta eru eignir sem höfðu verið til sölu lengi og stóðu öllum til boða,“ segir Kjartan.

„Það er ekkert í mínum ráðningarsamningi sem bannar mér að eiga slík félög en um leið og þessi mál eru komin í þann farveg að við erum að kaupa þessar eignir þá upplýsi ég um það þegar er útséð með að við erum að kaupa þær,“ segir Kjartan og svarar aðspurður að hann hafi greint stjórnarformanni Kadeco frá fjárfestingum Airport City á Ásbrú í byrjun sumars eða um hálfu ári eftir að félagið var stofnað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.