Gamma má áfram nota nafnið Gamma Haraldur Guðmundsson skrifar 28. júní 2017 09:00 Valdimar Ármann er forstjóri Gamma Capital Management á Íslandi. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði síðasta föstudag frá kröfu fasteignafélagsins Gamma ehf. um að fjármálafyrirtækinu Gamma Capital Management yrði bannað að nota heitið Gamma í fasteignaviðskiptum. Einkaleyfisskráning Gamma ehf. á sviðum viðskiptaráðgjafar, rekstrarstjórnunar og skipulagsráðgjafar var þá ógilt. Héraðsdómur féllst aftur á móti ekki á kröfu Gamma Capital Management um að ógilt yrði vörumerkjaskráning Gamma ehf. á sviði fasteignaþjónustu. Fjármálafyrirtækinu er því óheimilt að nota nafnið eða tákn sem eru lík vörumerki fasteignafélagsins í slíkri atvinnustarfsemi. Gamma Capital Management stefndi Gamma ehf. og krafðist þess að vörumerkjaskráningin yrði ógilt. Fasteignafélagið gagnstefndi fjármálafyrirtækinu og krafðist þess að því yrði bannað að nota heitið Gamma í atvinnustarfsemi sinni þegar kæmi að umsjón með íbúðarhúsnæði, leigu þess og öðrum fasteignaviðskiptum. Héraðsdómur taldi ekki sannað að Gamma Capital Management hefði notað vörumerkið til slíkra viðskipta. Gamma Capital Management á og rekur Almenna leigufélagið, annað stærsta leigufélag landsins á almennum markaði, en Gamma ehf. á og leigir út fasteignir í miðbæ Reykjavíkur. Markaðurinn fjallaði um deiluna um miðjan janúar síðastliðinn og sagði Magnús Stephensen, stjórnarmaður og einn eigenda Gamma ehf., þá að nafnið Gamma væri búið að vera í fjölskyldu hans síðan 1969 þegar faðir hans rak samnefnt fyrirtæki. Samkvæmt dómi héraðsdóms fór félag hans fyrst fram á að nafni Gamma Capital Management, sem hét áður GAM Management, yrði breytt í ágúst 2009. Gamma ehf. er í eigu Magnúsar og Hannesar Hilmarssonar, forstjóra flugfélagsins Atlanta. Firmaheiti félagsins var skráð árið 2005. Gamma Capital Management er öllu umsvifameira fjármálafyrirtæki, með yfir 115 milljarða króna í stýringu, og stofnað árið 2008. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði síðasta föstudag frá kröfu fasteignafélagsins Gamma ehf. um að fjármálafyrirtækinu Gamma Capital Management yrði bannað að nota heitið Gamma í fasteignaviðskiptum. Einkaleyfisskráning Gamma ehf. á sviðum viðskiptaráðgjafar, rekstrarstjórnunar og skipulagsráðgjafar var þá ógilt. Héraðsdómur féllst aftur á móti ekki á kröfu Gamma Capital Management um að ógilt yrði vörumerkjaskráning Gamma ehf. á sviði fasteignaþjónustu. Fjármálafyrirtækinu er því óheimilt að nota nafnið eða tákn sem eru lík vörumerki fasteignafélagsins í slíkri atvinnustarfsemi. Gamma Capital Management stefndi Gamma ehf. og krafðist þess að vörumerkjaskráningin yrði ógilt. Fasteignafélagið gagnstefndi fjármálafyrirtækinu og krafðist þess að því yrði bannað að nota heitið Gamma í atvinnustarfsemi sinni þegar kæmi að umsjón með íbúðarhúsnæði, leigu þess og öðrum fasteignaviðskiptum. Héraðsdómur taldi ekki sannað að Gamma Capital Management hefði notað vörumerkið til slíkra viðskipta. Gamma Capital Management á og rekur Almenna leigufélagið, annað stærsta leigufélag landsins á almennum markaði, en Gamma ehf. á og leigir út fasteignir í miðbæ Reykjavíkur. Markaðurinn fjallaði um deiluna um miðjan janúar síðastliðinn og sagði Magnús Stephensen, stjórnarmaður og einn eigenda Gamma ehf., þá að nafnið Gamma væri búið að vera í fjölskyldu hans síðan 1969 þegar faðir hans rak samnefnt fyrirtæki. Samkvæmt dómi héraðsdóms fór félag hans fyrst fram á að nafni Gamma Capital Management, sem hét áður GAM Management, yrði breytt í ágúst 2009. Gamma ehf. er í eigu Magnúsar og Hannesar Hilmarssonar, forstjóra flugfélagsins Atlanta. Firmaheiti félagsins var skráð árið 2005. Gamma Capital Management er öllu umsvifameira fjármálafyrirtæki, með yfir 115 milljarða króna í stýringu, og stofnað árið 2008. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira