Viðskipti innlent

Gamma má áfram nota nafnið Gamma

Haraldur Guðmundsson skrifar
Valdimar Ármann er forstjóri Gamma Capital Management á Íslandi.
Valdimar Ármann er forstjóri Gamma Capital Management á Íslandi.

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði síðasta föstudag frá kröfu fasteignafélagsins Gamma ehf. um að fjármálafyrirtækinu Gamma Capital Management yrði bannað að nota heitið Gamma í fasteignaviðskiptum. Einkaleyfisskráning Gamma ehf. á sviðum viðskiptaráðgjafar, rekstrarstjórnunar og skipulagsráðgjafar var þá ógilt.

Héraðsdómur féllst aftur á móti ekki á kröfu Gamma Capital Management um að ógilt yrði vörumerkjaskráning Gamma ehf. á sviði fasteignaþjónustu. Fjármálafyrirtækinu er því óheimilt að nota nafnið eða tákn sem eru lík vörumerki fasteignafélagsins í slíkri atvinnustarfsemi.

Gamma Capital Management stefndi Gamma ehf. og krafðist þess að vörumerkjaskráningin yrði ógilt. Fasteignafélagið gagnstefndi fjármálafyrirtækinu og krafðist þess að því yrði bannað að nota heitið Gamma í atvinnustarfsemi sinni þegar kæmi að umsjón með íbúðarhúsnæði, leigu þess og öðrum fasteignaviðskiptum. Héraðsdómur taldi ekki sannað að Gamma Capital Management hefði notað vörumerkið til slíkra viðskipta. Gamma Capital Management á og rekur Almenna leigufélagið, annað stærsta leigufélag landsins á almennum markaði, en Gamma ehf. á og leigir út fasteignir í miðbæ Reykjavíkur.

Markaðurinn fjallaði um deiluna um miðjan janúar síðastliðinn og sagði Magnús Stephensen, stjórnarmaður og einn eigenda Gamma ehf., þá að nafnið Gamma væri búið að vera í fjölskyldu hans síðan 1969 þegar faðir hans rak samnefnt fyrirtæki. Samkvæmt dómi héraðsdóms fór félag hans fyrst fram á að nafni Gamma Capital Management, sem hét áður GAM Management, yrði breytt í ágúst 2009.

Gamma ehf. er í eigu Magnúsar og Hannesar Hilmarssonar, forstjóra flugfélagsins Atlanta. Firmaheiti félagsins var skráð árið 2005. Gamma Capital Management er öllu umsvifameira fjármálafyrirtæki, með yfir 115 milljarða króna í stýringu, og stofnað árið 2008. 

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,82
16
165.445
MARL
1,53
19
839.859
FESTI
1,29
8
129.673
REGINN
0,97
6
42.187
REITIR
0,91
13
330.968

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,99
5
41.060
VIS
-1,26
2
61.531
SJOVA
-0,85
4
78.408
GRND
-0,84
3
1.237
TM
-0,76
3
28.240
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.