Seinka hóteli á Sjallareitnum út af styrkingu krónunnar Haraldur Guðmundsson skrifar 22. júní 2017 07:00 Útlit er fyrir að hótelið á Akureyri verði ekki opnað ekki fyrr en fjórum til fimm árum eftir að Íslandshótel keyptu lóðina. Nordicphotos/Getty Stjórnendur Íslandshótela hafa ákveðið að seinka opnun nýs hótels á Sjallareitnum á Akureyri. Framkvæmdastjóri hótelkeðjunnar segir forsendur hafa breyst með styrkingu krónunnar og að útlit sé fyrir að bókanir verði færri en fyrstu áætlanir fyrirtækisins gerðu ráð fyrir. „Við horfum nú til þess að hótelið á Sjallareitnum verði opnað 2020 eða 2021 og þá myndu framkvæmdir hefjast mögulega á næsta ári. Þar er allt meira og minna tilbúið og það er nánast búið að fullhanna hótelið og samþykki bæjaryfirvalda á lokastigi og við gætum í raun og veru hafið framkvæmdir mjög fljótlega,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. Dótturfélag hótelkeðjunnar, Norðureignir, keypti Sjallann á Akureyri og nálægar byggingar í lok júlí í fyrra. Til stendur að rífa skemmtistaðinn og byggja 113 herbergja hótel undir nafni Fosshótela. Upphafleg áform gerðu ráð fyrir opnun á næsta ári. Í tilkynningu fyrirtækisins í janúar var vísað í spár um 20 prósenta fjölgun ferðamanna á þessu ári og bent á fjölgun gistinótta á Norðurlandi. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela„Forsendur hafa breyst og þó við sjáum ekki fækkun ferðamanna til landsins þá eru þeir að velja og hafna hvert þeir fara og hversu löngum tíma þeir eyða hérna. Við finnum strax að það er að hægja á svæðum sem eru ekki í alfaraleið og Akureyri á fyrir undir högg að sækja yfir vetrarmánuðina. Við ætlum því ekki að setja þetta verkefni í forgang.“ Davíð segir að áform um stækkun Grand Hótels á Blómavalsreitnum svokallaða og nýtt hótel við Lækjargötu hafi ekki breyst. Í báðum tilvikum eigi framkvæmdir að hefjast á undan hótelinu á Akureyri. Íslandshótel reka fimmtán hótel á landsbyggðinni. „Suðurlandið og austur á Höfn í Hornafirði hefur gengið vel og þar erum við með góða nýtingu og góða aukningu milli ára en það eru helst Vestfirðir, Austfirðir og svo Norðurlandið, þar sem við finnum að er örlítið þyngri róður. Við sjáum þó ekki samdrátt eins og í fréttum þar sem fólk er að lenda í 30-40 prósenta samdrætti,“ segir Davíð og vísar í forsíðufrétt Fréttablaðsins á föstudag þar sem hótelstjórar á Vestfjörðum lýstu mikilli fækkun ferðamanna. „Við erum ekki að sjá þessa aukningu sem við vorum búin að áætla á þessum svæðum og þetta verður enn þyngra ef þessi virðisaukaskattur kemur á ferðaþjónustuna og menn þurfa að velja og hafna hvar ný hótel verða byggð.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Stjórnendur Íslandshótela hafa ákveðið að seinka opnun nýs hótels á Sjallareitnum á Akureyri. Framkvæmdastjóri hótelkeðjunnar segir forsendur hafa breyst með styrkingu krónunnar og að útlit sé fyrir að bókanir verði færri en fyrstu áætlanir fyrirtækisins gerðu ráð fyrir. „Við horfum nú til þess að hótelið á Sjallareitnum verði opnað 2020 eða 2021 og þá myndu framkvæmdir hefjast mögulega á næsta ári. Þar er allt meira og minna tilbúið og það er nánast búið að fullhanna hótelið og samþykki bæjaryfirvalda á lokastigi og við gætum í raun og veru hafið framkvæmdir mjög fljótlega,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. Dótturfélag hótelkeðjunnar, Norðureignir, keypti Sjallann á Akureyri og nálægar byggingar í lok júlí í fyrra. Til stendur að rífa skemmtistaðinn og byggja 113 herbergja hótel undir nafni Fosshótela. Upphafleg áform gerðu ráð fyrir opnun á næsta ári. Í tilkynningu fyrirtækisins í janúar var vísað í spár um 20 prósenta fjölgun ferðamanna á þessu ári og bent á fjölgun gistinótta á Norðurlandi. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela„Forsendur hafa breyst og þó við sjáum ekki fækkun ferðamanna til landsins þá eru þeir að velja og hafna hvert þeir fara og hversu löngum tíma þeir eyða hérna. Við finnum strax að það er að hægja á svæðum sem eru ekki í alfaraleið og Akureyri á fyrir undir högg að sækja yfir vetrarmánuðina. Við ætlum því ekki að setja þetta verkefni í forgang.“ Davíð segir að áform um stækkun Grand Hótels á Blómavalsreitnum svokallaða og nýtt hótel við Lækjargötu hafi ekki breyst. Í báðum tilvikum eigi framkvæmdir að hefjast á undan hótelinu á Akureyri. Íslandshótel reka fimmtán hótel á landsbyggðinni. „Suðurlandið og austur á Höfn í Hornafirði hefur gengið vel og þar erum við með góða nýtingu og góða aukningu milli ára en það eru helst Vestfirðir, Austfirðir og svo Norðurlandið, þar sem við finnum að er örlítið þyngri róður. Við sjáum þó ekki samdrátt eins og í fréttum þar sem fólk er að lenda í 30-40 prósenta samdrætti,“ segir Davíð og vísar í forsíðufrétt Fréttablaðsins á föstudag þar sem hótelstjórar á Vestfjörðum lýstu mikilli fækkun ferðamanna. „Við erum ekki að sjá þessa aukningu sem við vorum búin að áætla á þessum svæðum og þetta verður enn þyngra ef þessi virðisaukaskattur kemur á ferðaþjónustuna og menn þurfa að velja og hafna hvar ný hótel verða byggð.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira