Seinka hóteli á Sjallareitnum út af styrkingu krónunnar Haraldur Guðmundsson skrifar 22. júní 2017 07:00 Útlit er fyrir að hótelið á Akureyri verði ekki opnað ekki fyrr en fjórum til fimm árum eftir að Íslandshótel keyptu lóðina. Nordicphotos/Getty Stjórnendur Íslandshótela hafa ákveðið að seinka opnun nýs hótels á Sjallareitnum á Akureyri. Framkvæmdastjóri hótelkeðjunnar segir forsendur hafa breyst með styrkingu krónunnar og að útlit sé fyrir að bókanir verði færri en fyrstu áætlanir fyrirtækisins gerðu ráð fyrir. „Við horfum nú til þess að hótelið á Sjallareitnum verði opnað 2020 eða 2021 og þá myndu framkvæmdir hefjast mögulega á næsta ári. Þar er allt meira og minna tilbúið og það er nánast búið að fullhanna hótelið og samþykki bæjaryfirvalda á lokastigi og við gætum í raun og veru hafið framkvæmdir mjög fljótlega,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. Dótturfélag hótelkeðjunnar, Norðureignir, keypti Sjallann á Akureyri og nálægar byggingar í lok júlí í fyrra. Til stendur að rífa skemmtistaðinn og byggja 113 herbergja hótel undir nafni Fosshótela. Upphafleg áform gerðu ráð fyrir opnun á næsta ári. Í tilkynningu fyrirtækisins í janúar var vísað í spár um 20 prósenta fjölgun ferðamanna á þessu ári og bent á fjölgun gistinótta á Norðurlandi. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela„Forsendur hafa breyst og þó við sjáum ekki fækkun ferðamanna til landsins þá eru þeir að velja og hafna hvert þeir fara og hversu löngum tíma þeir eyða hérna. Við finnum strax að það er að hægja á svæðum sem eru ekki í alfaraleið og Akureyri á fyrir undir högg að sækja yfir vetrarmánuðina. Við ætlum því ekki að setja þetta verkefni í forgang.“ Davíð segir að áform um stækkun Grand Hótels á Blómavalsreitnum svokallaða og nýtt hótel við Lækjargötu hafi ekki breyst. Í báðum tilvikum eigi framkvæmdir að hefjast á undan hótelinu á Akureyri. Íslandshótel reka fimmtán hótel á landsbyggðinni. „Suðurlandið og austur á Höfn í Hornafirði hefur gengið vel og þar erum við með góða nýtingu og góða aukningu milli ára en það eru helst Vestfirðir, Austfirðir og svo Norðurlandið, þar sem við finnum að er örlítið þyngri róður. Við sjáum þó ekki samdrátt eins og í fréttum þar sem fólk er að lenda í 30-40 prósenta samdrætti,“ segir Davíð og vísar í forsíðufrétt Fréttablaðsins á föstudag þar sem hótelstjórar á Vestfjörðum lýstu mikilli fækkun ferðamanna. „Við erum ekki að sjá þessa aukningu sem við vorum búin að áætla á þessum svæðum og þetta verður enn þyngra ef þessi virðisaukaskattur kemur á ferðaþjónustuna og menn þurfa að velja og hafna hvar ný hótel verða byggð.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Stjórnendur Íslandshótela hafa ákveðið að seinka opnun nýs hótels á Sjallareitnum á Akureyri. Framkvæmdastjóri hótelkeðjunnar segir forsendur hafa breyst með styrkingu krónunnar og að útlit sé fyrir að bókanir verði færri en fyrstu áætlanir fyrirtækisins gerðu ráð fyrir. „Við horfum nú til þess að hótelið á Sjallareitnum verði opnað 2020 eða 2021 og þá myndu framkvæmdir hefjast mögulega á næsta ári. Þar er allt meira og minna tilbúið og það er nánast búið að fullhanna hótelið og samþykki bæjaryfirvalda á lokastigi og við gætum í raun og veru hafið framkvæmdir mjög fljótlega,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. Dótturfélag hótelkeðjunnar, Norðureignir, keypti Sjallann á Akureyri og nálægar byggingar í lok júlí í fyrra. Til stendur að rífa skemmtistaðinn og byggja 113 herbergja hótel undir nafni Fosshótela. Upphafleg áform gerðu ráð fyrir opnun á næsta ári. Í tilkynningu fyrirtækisins í janúar var vísað í spár um 20 prósenta fjölgun ferðamanna á þessu ári og bent á fjölgun gistinótta á Norðurlandi. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela„Forsendur hafa breyst og þó við sjáum ekki fækkun ferðamanna til landsins þá eru þeir að velja og hafna hvert þeir fara og hversu löngum tíma þeir eyða hérna. Við finnum strax að það er að hægja á svæðum sem eru ekki í alfaraleið og Akureyri á fyrir undir högg að sækja yfir vetrarmánuðina. Við ætlum því ekki að setja þetta verkefni í forgang.“ Davíð segir að áform um stækkun Grand Hótels á Blómavalsreitnum svokallaða og nýtt hótel við Lækjargötu hafi ekki breyst. Í báðum tilvikum eigi framkvæmdir að hefjast á undan hótelinu á Akureyri. Íslandshótel reka fimmtán hótel á landsbyggðinni. „Suðurlandið og austur á Höfn í Hornafirði hefur gengið vel og þar erum við með góða nýtingu og góða aukningu milli ára en það eru helst Vestfirðir, Austfirðir og svo Norðurlandið, þar sem við finnum að er örlítið þyngri róður. Við sjáum þó ekki samdrátt eins og í fréttum þar sem fólk er að lenda í 30-40 prósenta samdrætti,“ segir Davíð og vísar í forsíðufrétt Fréttablaðsins á föstudag þar sem hótelstjórar á Vestfjörðum lýstu mikilli fækkun ferðamanna. „Við erum ekki að sjá þessa aukningu sem við vorum búin að áætla á þessum svæðum og þetta verður enn þyngra ef þessi virðisaukaskattur kemur á ferðaþjónustuna og menn þurfa að velja og hafna hvar ný hótel verða byggð.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur