Fréttamaður

Elísabet Hanna

Elísabet er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Áslaug Magnúsdóttir gerð að góðgerðarsendiherra tísku

Athafnakonan Áslaug Magnúsdóttir var gerð að góðgerðarsendiherra tísku hjá samtökunum Fashion 4 Development. Vistvæna tískuvörumerkið Katla, sem hún stofnaði, hlaut einnig verðlaun fyrir störf sín í þágu umhverfismála en hún er forstjóri fyrirtækisins.

Rekinn úr Try Guys eftir fram­hjá­hald

Þeir Ned Fulmer, Keith Habersberger, Zach Kornfeld og Eugene Lee Yang hafa haldið úti Youtube stöðinni The Try Guys. Nú hefur Ned Fulmer verið rekinn úr hópnum eftir að upp komst um framhjáhald á milli hans og samstarfsfélaga.

Glasgow og Liverpool keppast um að halda Eurovision

Borgirnar Glasgow og Liverpool í Bretlandi standa nú tvær eftir í keppninni um að halda Eurovision. Samkvæmt The BBC voru þær borgir með bestu tilboðin fyrir viðburðarhaldið. Bretland var valið til þess að halda keppnina í ljósi innrásar Rússlands í Úkraínu, sem sigraði Eurovision. 

Brad Pitt og Emily Ratajkowski eyða tíma saman

Leikarinn Brad Pitt og fyrirsætan Emily Ratajkowski hafa verið að eyða tíma saman samkvæmt heimildum People. Heimildirnar segja þau þó ekki vera í sambandi og að óljóst sé hversu mikil alvara sé í samskiptunum. 

Sigurjón Kjartansson og Halldóra Guðbjörg létu pússa sig saman á Selfossi

Sig­ur­jón Kjart­ans­son og Hall­dóra Guðbjörg Jóns­dótt­ir giftu sig á heimili sínu á Selfossi. Parið byrjaði saman snemma á síðasta ári. Sigurjón hefur slegið eftirminnilega í gegn í Fóstbræðrum, Tvíhöfða og hljómsveitinni HAM og Halldóra er nuddari og snyrtifræðingur. 

Love Island par fjölgar sér

Love Island parið Molly Mae Hague og Tommy Fury eiga von á barni saman. Þau tilkynntu komu barnsins í færslu á Instagram miðlum sínum í gær. Parið kynntist í fimmtu seríu af raunveruleikaþáttunum árið 2019. 

Heba Þórisdóttir farðar stjörnurnar í Hollywood

Heba Þórisdóttir er einn fremsti förðunarfræðingur Íslands og Hollywood. Blaðamaður náði tali af Hebu þar sem hún var stödd á tökustað þáttanna Lady in The Lake þar sem hún sér um förðun Natalie Portman. Það var þó kvikmyndin Don’t Worry Darling sem átti sviðsljósið í viðtalinu en Heba hannaði förðun myndarinnar.

„Ég hef sært fólk“

Leikkonan Gwyneth Paltrow er að undirbúa sig fyrir fimmtugsafmælið sitt og fer yfir mistök fortíðarinnar í nýjum pistli sem hún birti á heimasíðu sinni Goop. Hún segir andann sinn ekki bera ummerki tímans sem hefur liðið en aftur á móti segir hún líkamann gera það.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.