Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Barn á óskoðuðum bíl á 151 kíló­metra hraða

Talsverður erill var hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra yfir páskana. Meðal verkefna var að hafa afskipti að ökumanni á barnsaldri sem ók óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða á klukkustund.

Sjálf­stæðis­flokkur fengi tæpan þriðjung

Ef kosið yrði í Reykjavík á morgun fengi Sjálfstæðisflokkurinn tæpan þriðjung atkvæða, ef marka má nýja skoðanakönnun. Samfylking fengi fjórðung en enginn annar flokkur næði meira en tíu prósentum atkvæða.

Mál áfengisnetverslana send aftur til lög­reglu

Mál tveggja netverslana með áfengi eru komin aftur á borð lögreglu til rannsóknar. Þau fóru frá lögreglu til ákærusviðs í september í fyrra og höfðu þá verið í rannsókn nokkur ár.

Öl­gerðin ræður tvo markaðs­stjóra

Elísabet Austmann og Bergsveinn Guðmundsson hafa tekið við nýjum stöðum markaðsstjóra hjá Ölgerðinni. Elísabet hefur tekið við stöðu markaðsstjóra óáfengra drykkja og Bergsveinn markaðsstjóra áfengra drykkja.

Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brott­farar­sal

Örtröð ríkir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem ein stærsta ferðahelgi ársins er að ganga í garð. Röðin í öryggisleitina náði langt inn í brottfararsalinn á jarðhæð flugstöðvarinnar um klukkan 09:30 í morgun. Isavia biðlar til fólks að mæta snemma á völlinn.

Hæg­lætis­veður um páskana

Víða verður allhvass vindur eða strekkingur í dag og á Norður- og Austurlandi verður snjókoma. Á morgun verður norðan kaldi eða stinningskaldi. Á föstudag lægir og rofar til fyrir norðan og um helgina er útlit fyrir hæglætis veður í flestum landshlutum. 

Ís­lenskur kauphallarsjóður á markað í Banda­ríkjunum

Viðskipti með hlutabréf kauphallarsjóðsins GlacierShares Nasdaq Iceland ETF eru hafin á Nasdaq markaðinum í Bandaríkjunum. Það er fyrsti kauphallarsjóðinn sem er skráður erlendis sem fjárfestir í íslenskum hlutabréfum.

Sjá meira