Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst eyða óvissunni sem komin er upp á lánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Það verður gert með samráði við Seðlabanka Íslands um að hefja eins fljótt og auðið er birtingu vaxtaviðmiðs, sem getur legið til grundvallar verðtryggðum lánum. Vaxtaviðmiðið mun byggja á vöxtum ríkisskuldabréfa. 29.10.2025 16:40
Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Eigandi skrifstofuhúsnæðis í Kringlunni þarf að taka þátt í kostnaði vegna auglýsinga- og kynningarstarfsemi Kringlunnar, þrátt fyrir að hafa í engu notið góðs af henni. 29.10.2025 15:51
Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Stjórnendur Íslandsbanka hafa ekki ákveðið hvernig lánaframboði bankans verður breytt í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. 29.10.2025 14:31
Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Björgunarsveitarmenn frá þremur sveitum aðstoðuðu tugi ökumanna sem lent höfðu í vandræðum vegna færðar á Sandgerðisvegi og Garðskagavegi í morgun. 29.10.2025 13:09
Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Hópur fyrrverandi starfsmanna Lagningar, bílastæðafyrirtækis á Keflavíkurflugvelli, hefur endurvakið félagið, sem fór í gjaldþrot í september. 29.10.2025 12:21
Leita konu sem ók á konu og stakk af Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns, sem vitni segja vera konu, sem ók á konu á rafmagnshlaupahjóli á hjólastíg við Hverfisgötu í Reykjavík, á móts við Þjóðleikhúsið, þriðjudagsmorguninn 7. október síðastliðinn rétt fyrir klukkan níu. 29.10.2025 11:58
„Græna gímaldið“ fer ekki fet Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum Búseta um að „græna gímaldið“ svokallaða í Álfabakka verði rifið. 29.10.2025 11:25
Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kona sem var á meðal á annað þúsund farþega sem biðu í nokkrar klukkustundir í flugvél á Keflavíkurflugvelli í morgun áður en fluginu var aflýst er ósátt við upplýsingagjöf Icelandair. Fjögurra tíma bið við farangursbeltin áður en tilkynnt var um þrjúleytið að engar töskur bærust hafi verið sérstaklega svekkjandi. Félagið harmar biðina. 28.10.2025 16:38
Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað kæru húsfélagsins að Grettisgötu 18, vegna framkvæmda á lóðinni við hliðina á, frá. Nágrannar hafa sagst hafa fengið upp í kok af framkvæmdunum og hrundið af stað undirskriftasöfnun vegna þeirra. 28.10.2025 15:07
Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Vís hefur verið gert að greiða manni bætur vegna slyss sem hann varð fyrir þegar hann lenti í árekstri við bifreið þegar hann var á rafhlaupahjóli. Tryggingafélagið hafði neitað að viðurkenna bótaskyldu sína vegna breytinga sem maðurinn hafði gert á hlaupahjólinu. 28.10.2025 14:00