Aðalheiður Ámundadóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Skipan dómstóla í Póllandi veki hugrenningatengsl við Ísland

Formaður Dómarafélagsins segir afskipti pólskra stjórnvalda af hæstarétti landsins vekja óheppileg hugrenningatengsl við Ísland.Stjórnvöld verði að axla ábyrgð ef áfellisdómur fellur hjá Mannréttindadómstólnum vegna ólögmætrar skipanar dómara við Landsrétt. Orðspor dómskerfisins á Íslandi sé í húfi.

Dráttarbátur ekki til á Húsavík þrátt fyrir fjármagn frá ríkinu

Í lögum frá 2013 um heimild til að veita víkjandi lán vegna uppbyggingar innviða á Bakka við Húsavík var miðað við að keyptur yrði dráttarbátur fyrir höfnina fyrir 290 milljónir. Enginn bátur hefur verið keyptur og peningarnir eru búnir. Höfnin fær afnot af eldri bát frá Akureyri en Akureyringar eiga nýjan dráttarbát.

Um 500 afskráningar á Íslandi vegna réttarins til að gleymast

Netrisanum Google bárust 1.376 beiðnir frá Íslandi frá miðju ári 2014 til ársloka 2017 um að tilteknar vefslóðir birtust ekki í leit á leitarvélum þess. Þær voru samþykktar af Google í 35 prósentum tilvika. Google hefur orðið við fjórum beiðnum íslenskra stjórnvalda um að efni verði fjarlægt af vefsvæðum fyrirtækisins.

Vonbrigði með synjun Alþingis

Sýrlenskt flóttafólk á Akureyri er vonsvikið eftir að hafa ekki fengið ríkisborgararétt í vor og furðar sig á ógegnsæi ferlisins. Alþingismaður segir ástæður fyrir því að ferlið er jafn ógegnsætt og raun ber vitni.

Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli

Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða.

Ráðherra undrast ekki úrskurð

Dómsmálaráðherra segir að búast hafi mátt við því að breytt lög um uppreist æru myndu breyta réttarframkvæmd á ófyrirséðan hátt. Frumvarpsdrög um áhrif mannorðsflekkunar eru í lokavinnslu í ráðuneyti.

Í lagalegu tómarúmi eftir lagabreytingu

Með úrskurði um synjun á beiðni um endurheimt lögmannsréttinda var viðtekinni dómaframkvæmd vikið til hliðar með vísan til lagabreytingar á Alþingi um brottfall ákvæða um uppreist æru. Þingnefnd taldi breytinguna valda ólögmætri skerðingu mannréttinda.

Sjá meira