Veitingastaðir

Veitingastaðir

Fréttir af starfsemi veitingastaða á Íslandi.

Fréttamynd

Segir ástæðulaust að örvænta

Framkvæmdastjóri Jómfrúarinnar segir að yfirstandandi leiðrétting á veitingamarkaði kunni að verða til þess að þeir hafi erindi sem erfiði mest. Frá ársbyrjun 2018 hafa 29 nýir staðir verið opnaðir í miðbænum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Borgin setur milljónir í minni tónleikastaði

Reykjavíkurborg hefur sett á laggirnar úrbótasjóð tónleikastaða í Reykjavík. Sextán milljónir eru ætlaðar í verkefnið sem sagt er að muni auka mannlíf og menningu í borginni. Sjóðnum er ætlað að styrkja minni tónleikastaði. 

Innlent
Fréttamynd

Vogafjós orðið tvítugt

Vogafjós í Mývatnssveit er 20 ára og hefur þeim tímamótum verið fagnað með ýmsum hætti. Meðal annars var nýbygging tekin í notkun og stefnt er að frekari endurbótum.

Innlent
Fréttamynd

Opnuðu kattakaffihús í miðbænum

Þær Gígja og Ragnheiður létu drauminn rætast og opnuðu fyrsta og eina kattakaffihúsið á Íslandi. Þar geta gestir kynnst köttunum og jafnvel fundið nýjan fjölskyldumeðlim.

Lífið
Fréttamynd

Kaffitár tapaði 115 milljónum

Kaffitár tapaði 115 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt nýlegum ársreikningi kaffihúsakeðjunnar, en til samanburðar varð 40 milljóna króna tap á rekstri keðjunnar árið 2017.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telur pylsuvagnsmálið vera á misskilningi byggt

Menningar- íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur lagðist gegn því að pylsuvagn risi fyrir utan Sundhöll Reykjavíkur. Annar þeirra sem hugðist reisa vagninn furðar sig á ákvörðun ráðsins og segir hana hljóta að vera á misskilningi byggða.

Innlent
Fréttamynd

XO á Hringbraut kveður

Forsvarsmenn XO hafa lokað veitingastað sínum við Hringbraut í JL-húsinu í vesturbænum í Reykjavík. Ástæðan er sögð breytingar á rekstri í húsnæðinu.

Viðskipti innlent