Viðskipti innlent

Gjaldþrot Skelfiskmarkaðarins nam 295 milljónum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þrotabúi Skelfiskmarkaðarins hefur verið skipt upp. Aðeins lítill hluti krafa á hendur þrotabúinu var greiddur.  
Þrotabúi Skelfiskmarkaðarins hefur verið skipt upp. Aðeins lítill hluti krafa á hendur þrotabúinu var greiddur.   Björn Árnason

Skiptum er lokið í þrotabúi veitingastaðarins Skelfiskmarkaðarins sem rekinn var við Klapparstíg. Lýstar kröfur í þrotabúið námu 295 milljónum og fengust tæplega fjórar milljónir greiddar. 

Þetta kemur fram í skiptalokalýsingu sem birtist í Lögbirtingablaðinu í dag. Bú Skelfiskmarkaðarins var tekið til gjaldþrotaskipta að uppkveðnum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 3. maí 2019. Skiptum á búinu lauk þann 15. febrúar síðastliðinn.

Samkvæmt úthlutunargerð úr þrotabúinu greiddust forgangskröfur að fjárhæð 3,7 milljónum króna. Ekkert fékkst greitt upp í aðrar kröfur en þær námu rúmum 295 milljónum króna.

Skelfiskmarkaðnum var lokað þann 4. mars 2019 en staðurinn hafði opnað í ágúst 2018. Hrefna Rósa Sætran var meðal þeirra sem stóð að veitingastaðnum. 

Alvarlegt nóróveirutilfelli kom upp á staðnum í nóvember 2018 sem hafði veruleg áhrif á rekstur staðarins.


Tengdar fréttir

Má greiða 6,7 milljóna skuld með 149 stólum

Bitter ehf., rekstraraðila verslunarinnar Parka, er heimilt að greiða andvirði 6,7 milljóna króna skuldar, sem rekja má til stólakaupa Skelfiskmarkaðarins, með því að skila umræddum stólum til þrotabús veitingastaðarins.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.