Dineout í útrás með aðstoð Tix Eiður Þór Árnason skrifar 4. ágúst 2021 23:47 Inga Tinna Sigurðardóttir, forstjóri Dineout. Aðsend Hugbúnaðarfyrirtækið Dineout hefur tryggt sér fjármögnun frá miðasölufyrirtækinu Tix EU sem kemur inn sem hluthafi. Forstjóri og einn stofnenda Dineout, sem heldur úti hugbúnaðarlausnum fyrir veitingastaði og hótel, segir að samstarfið muni hjálpa fyrirtækinu í útrás sinni á erlenda markaði. „Þetta samstarf mun styrkja okkur gríðarlega, bæði fjárhagslega og einnig er þetta frábær stökkpallur fyrir útrásina. Ísland hefur alltaf verið hugsaður sem prufumarkaður fyrir útrás sem er í raun brostin á,“ er haft eftir Ingu, forstjóra Dineout í tilkynningu. Hún segir í svari við fyrirspurn Vísis að Sindri Már Finnbogason, eigandi og stofnandi Tix, komi inn í stjórn Dineout samhliða viðskiptunum. Hún vildi ekki gefa upp hversu mikla fjármuni Tix EU kemur með inn í fyrirtækið eða hve stór eignarhlutur félagsins verði. Voru hótelgestum í sóttkví innan handar Að sögn Dineout voru lausnir fyrirtækisins teknar í notkun á veitingastöðum á Spáni rúmum tveimur mánuðum áður en Covid-faraldurinn hófst. Þá standi til að taka hugbúnaðinn í notkun á hótelum og golfvöllum á svæðinu. Þá er Dineout komið í samstarf við óperuhúsið í Stavanger í Noregi en næst á dagskrá er að fara inn á aðra markaði Tix sem selur miða í sjö Evrópulöndum. Dineout heldur meðal annars úti vefsíðu og smáforriti þar sem notendur geta pantað borð eða mat á helstu veitingastöðum landsins. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að það hafi einnig þróað hugbúnaðarlausnir fyrir hótel sem geri gestum kleift að panta mat og þjónustu upp á herbergi í gegnum síma sinn. Er lausnin nú í notkun hjá Hilton Reykjavík Nordica, Grand hótel og Centerhotels, að sögn Dineout. Inga Tinna segir að kerfið hafi reynst Hilton Reykjavík Nordica vel þegar hótelið fylltist í byrjun sumars af keppendum á rafíþróttamóti. Allir þurftu þeir að fara í fimm daga sóttkví sem leiddi til mikils álags á herbergisþjónustuna. Tengja saman kerfi Dineout og Tix „Nú er unnið að því að tengja saman lausnir Dineout og Tix. Það mun meðal annars felast í því að hvert skipti sem viðskiptavinir kaupa miða í gegnum Tix, þá fá þeir meðmæli um veitingastaði í nágrenninu sem hægt er að panta borð á í gegnum Dineout fyrir og eftir viðburði. Einnig er unnið að heildstæðu kerfi sem samanstendur af miðasölu-, kassa- og matarpöntunarkerfi fyrir tónlistar- og bíóhús en sú lausn yrði sú eina sinnar tegundar í Evrópu,“ segir í tilkynningu. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins nota nú um 140 veitingastaðir lausnir Dineout. Markmiðið sé að bjóða upp á heildarlausnir fyrir veitingahús, tónleikahallir og kvikmyndahús sem geti þannig tekið við bókunum, pöntunum og veitt þjónustu í gegnum sama kerfið. Tækni Veitingastaðir Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
„Þetta samstarf mun styrkja okkur gríðarlega, bæði fjárhagslega og einnig er þetta frábær stökkpallur fyrir útrásina. Ísland hefur alltaf verið hugsaður sem prufumarkaður fyrir útrás sem er í raun brostin á,“ er haft eftir Ingu, forstjóra Dineout í tilkynningu. Hún segir í svari við fyrirspurn Vísis að Sindri Már Finnbogason, eigandi og stofnandi Tix, komi inn í stjórn Dineout samhliða viðskiptunum. Hún vildi ekki gefa upp hversu mikla fjármuni Tix EU kemur með inn í fyrirtækið eða hve stór eignarhlutur félagsins verði. Voru hótelgestum í sóttkví innan handar Að sögn Dineout voru lausnir fyrirtækisins teknar í notkun á veitingastöðum á Spáni rúmum tveimur mánuðum áður en Covid-faraldurinn hófst. Þá standi til að taka hugbúnaðinn í notkun á hótelum og golfvöllum á svæðinu. Þá er Dineout komið í samstarf við óperuhúsið í Stavanger í Noregi en næst á dagskrá er að fara inn á aðra markaði Tix sem selur miða í sjö Evrópulöndum. Dineout heldur meðal annars úti vefsíðu og smáforriti þar sem notendur geta pantað borð eða mat á helstu veitingastöðum landsins. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að það hafi einnig þróað hugbúnaðarlausnir fyrir hótel sem geri gestum kleift að panta mat og þjónustu upp á herbergi í gegnum síma sinn. Er lausnin nú í notkun hjá Hilton Reykjavík Nordica, Grand hótel og Centerhotels, að sögn Dineout. Inga Tinna segir að kerfið hafi reynst Hilton Reykjavík Nordica vel þegar hótelið fylltist í byrjun sumars af keppendum á rafíþróttamóti. Allir þurftu þeir að fara í fimm daga sóttkví sem leiddi til mikils álags á herbergisþjónustuna. Tengja saman kerfi Dineout og Tix „Nú er unnið að því að tengja saman lausnir Dineout og Tix. Það mun meðal annars felast í því að hvert skipti sem viðskiptavinir kaupa miða í gegnum Tix, þá fá þeir meðmæli um veitingastaði í nágrenninu sem hægt er að panta borð á í gegnum Dineout fyrir og eftir viðburði. Einnig er unnið að heildstæðu kerfi sem samanstendur af miðasölu-, kassa- og matarpöntunarkerfi fyrir tónlistar- og bíóhús en sú lausn yrði sú eina sinnar tegundar í Evrópu,“ segir í tilkynningu. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins nota nú um 140 veitingastaðir lausnir Dineout. Markmiðið sé að bjóða upp á heildarlausnir fyrir veitingahús, tónleikahallir og kvikmyndahús sem geti þannig tekið við bókunum, pöntunum og veitt þjónustu í gegnum sama kerfið.
Tækni Veitingastaðir Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira