Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Karl Lúðvíksson skrifar 17. júní 2015 09:39 Glæsileg veiði hjá Maríu Petrínu í gærkvöldi Mynd: María Petrína Ingólfsdóttir Kleifarvatn hefur verið risjótt það sem af er sumri en vatnið gefur oft best á þeim árstíma. Eitthvað hefur þó hreyft við fiskinum í vatninu í gær en svo virðist sem nokkrir veiðimenn sem renndu í vatnið hafa greinilega hitt á réttann stað og réttann tíma. Veiðikonan María Petrína Ingólfsdóttir, sem nýlega veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni, átti aldeilis frábært kvöld í Kleifarvatni í gær þegar hún fékk sjö stóra urriða á maðk. Tveir aðrir veiðimenn sem hafa látið okkur vita af veiði fengu minna en annar þeirra missti þó fisk sem hann var með á í tæpar 20 mínútur. Baráttann endaði þó ekki veiðimanni í hag en fiskurinn sleit tauminn stutt frá landi. Hann tók grænan Nobbler á sökklínu sem var dregin mjög hægt inn en sú aðferð hefur oft gefið vel t.d. í urriðanum á Þingvöllum og í Veiðivötnum. Núna er sumarið að komast á fullt í veiðinni og okkur langar að heyra frá veiðimönnum frá sem flestum stöðum sem vilja deila með okkur veiðimyndum og veiðisögum. Þið getið sent okkur póst á kalli@365.is Stangveiði Mest lesið Vefsalan opnar í dag hjá SVFR Veiði Vetrarblað Veiðimannsins komið út Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Fínasti veiðiklúbburinn fékk fáa í Aðaldal Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Fish Partner með veiðiferðir erlendis Veiði Ný veiðislóð komin út Veiði Aðalfundur SVFR mótmælir áformum um sjókvíaeldi Veiði
Kleifarvatn hefur verið risjótt það sem af er sumri en vatnið gefur oft best á þeim árstíma. Eitthvað hefur þó hreyft við fiskinum í vatninu í gær en svo virðist sem nokkrir veiðimenn sem renndu í vatnið hafa greinilega hitt á réttann stað og réttann tíma. Veiðikonan María Petrína Ingólfsdóttir, sem nýlega veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni, átti aldeilis frábært kvöld í Kleifarvatni í gær þegar hún fékk sjö stóra urriða á maðk. Tveir aðrir veiðimenn sem hafa látið okkur vita af veiði fengu minna en annar þeirra missti þó fisk sem hann var með á í tæpar 20 mínútur. Baráttann endaði þó ekki veiðimanni í hag en fiskurinn sleit tauminn stutt frá landi. Hann tók grænan Nobbler á sökklínu sem var dregin mjög hægt inn en sú aðferð hefur oft gefið vel t.d. í urriðanum á Þingvöllum og í Veiðivötnum. Núna er sumarið að komast á fullt í veiðinni og okkur langar að heyra frá veiðimönnum frá sem flestum stöðum sem vilja deila með okkur veiðimyndum og veiðisögum. Þið getið sent okkur póst á kalli@365.is
Stangveiði Mest lesið Vefsalan opnar í dag hjá SVFR Veiði Vetrarblað Veiðimannsins komið út Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Fínasti veiðiklúbburinn fékk fáa í Aðaldal Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Fish Partner með veiðiferðir erlendis Veiði Ný veiðislóð komin út Veiði Aðalfundur SVFR mótmælir áformum um sjókvíaeldi Veiði