Lifnar yfir Soginu Karl Lúðvíksson skrifar 8. júlí 2018 11:42 Stórlax sem Árni Baldursson veiddi í gærkvöldi í Soginu. Mynd: Árni Baldursson FB Sogið átti mjög dapurt sumar í fyrra og margir unnendur þess hafa haft áhyggjur af framtíð laxveiða í ánni. Það virðist samt vera einhver viðsnúningur í Soginu miðað við þær fréttir sem eru að berast af bakkanum. Öflugt gengi veiðimanna er nú við veiðar í Bíldsfelli og voru í morgun komnir með fjóra laxa á land og þar af þrjá úr Matarpollum ef heimilidir okkar eru réttar. Matarpollar er nú líklega sá staður sem minnst er veiddur í Soginu enda þykir hann ekki mjög gjöfull miðað við t.d. Efri og Neðri Garð eða Sakkarhólma. Af Ásgarði eru síðan góðar fréttir en þar er Árni Baldursson hjá Lax-Á við veiðar og í gærkvöldi landaði hann tveimur stórum löxum í Símastreng og öðrum fimm neðar í ánni. Hann átti þó sérstaka stund við Frúarstein í gærkvöldi þegar hann setti í og missti níu laxa í beit. Það er greinilegt að það er meiri lax að ganga í Sogið en í fyrra og Sogið hefur yfirleitt ekki byrjað að gefa almennilega fyrr en eftir miðjan júlí. Það er því spennandi að sjá hvernig næstu hollum vegnar á þessu skemmtilega veiðisvæði. Mest lesið Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði 18 laxar á land í Urriðafossi Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Vænir sjóbirtingar í Leirá Veiði
Sogið átti mjög dapurt sumar í fyrra og margir unnendur þess hafa haft áhyggjur af framtíð laxveiða í ánni. Það virðist samt vera einhver viðsnúningur í Soginu miðað við þær fréttir sem eru að berast af bakkanum. Öflugt gengi veiðimanna er nú við veiðar í Bíldsfelli og voru í morgun komnir með fjóra laxa á land og þar af þrjá úr Matarpollum ef heimilidir okkar eru réttar. Matarpollar er nú líklega sá staður sem minnst er veiddur í Soginu enda þykir hann ekki mjög gjöfull miðað við t.d. Efri og Neðri Garð eða Sakkarhólma. Af Ásgarði eru síðan góðar fréttir en þar er Árni Baldursson hjá Lax-Á við veiðar og í gærkvöldi landaði hann tveimur stórum löxum í Símastreng og öðrum fimm neðar í ánni. Hann átti þó sérstaka stund við Frúarstein í gærkvöldi þegar hann setti í og missti níu laxa í beit. Það er greinilegt að það er meiri lax að ganga í Sogið en í fyrra og Sogið hefur yfirleitt ekki byrjað að gefa almennilega fyrr en eftir miðjan júlí. Það er því spennandi að sjá hvernig næstu hollum vegnar á þessu skemmtilega veiðisvæði.
Mest lesið Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði 18 laxar á land í Urriðafossi Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Vænir sjóbirtingar í Leirá Veiði