Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Karl Lúðvíksson skrifar 10. nóvember 2023 11:49 Það er ekki annað að heyra en að rjúpnaveiðar hafi verið að ganga vel og ansi margir séu nú þegar komnir með jólasteikina. Hvort ástæðan sé sú að núna megi ganga allan daginn versus frá hádegi í fyrra er ekki óumdeilt en vissulega getur það verið hluti af skýringunni á betri veiði en betra veðurfar hefur líklega mest um þetta að segja. Veðrið á tímabilinu í fyrra var mjög rysjótt og mun færri dagar þar sem viðraði vel til útivistar heldur en þetta árið. Veiðivísir tók stikkprufu á tíu skyttum til að kanna lauslega hvernig gengi og niðurstaðan úr þessu óvísindalegu úrtaki var sú að sjö eru búnir að ná því sem þeir þurfa í jólamatinn en hinir þrír eiga ekki mikið eftir til að ná því. Allir voru þeir sammála því að umgengni veiðimanna við rjúpastofninn hafi batnað til muna og duldar atvinnuveiðar séu vonandi löngu liðin tíð enda sala á rjúpnaafurðum bönnuð. Þessir ágætu veiðimenn sem rætt var við stunda veiðar víða um land og tala flestir um að meira hafi sést af fugli en í fyrra í flestum landshlutum nema þá síst á vesturlandi. Við ítrekum að þetta er bara lausleg könnun hjá nokkrum rjúpnaskyttum og engum vísindalegum aðferðum var beitt til að komast að neinni niðurstöðu. Skotveiði Mest lesið Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Hættum að reyna við 20 punda klúbbinn Veiði Frábær tími fyrir dorgveiði Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði Áhrif jakaflóða á laxveiðiár Veiði Veiðin á leið upp úr öldudal Veiði Félag ungra í skot og stangveiði Veiði Stutt í að Hraunsfjörður fari í gang Veiði Að elda gæs í 8 tíma er góð skemmtun Veiði
Hvort ástæðan sé sú að núna megi ganga allan daginn versus frá hádegi í fyrra er ekki óumdeilt en vissulega getur það verið hluti af skýringunni á betri veiði en betra veðurfar hefur líklega mest um þetta að segja. Veðrið á tímabilinu í fyrra var mjög rysjótt og mun færri dagar þar sem viðraði vel til útivistar heldur en þetta árið. Veiðivísir tók stikkprufu á tíu skyttum til að kanna lauslega hvernig gengi og niðurstaðan úr þessu óvísindalegu úrtaki var sú að sjö eru búnir að ná því sem þeir þurfa í jólamatinn en hinir þrír eiga ekki mikið eftir til að ná því. Allir voru þeir sammála því að umgengni veiðimanna við rjúpastofninn hafi batnað til muna og duldar atvinnuveiðar séu vonandi löngu liðin tíð enda sala á rjúpnaafurðum bönnuð. Þessir ágætu veiðimenn sem rætt var við stunda veiðar víða um land og tala flestir um að meira hafi sést af fugli en í fyrra í flestum landshlutum nema þá síst á vesturlandi. Við ítrekum að þetta er bara lausleg könnun hjá nokkrum rjúpnaskyttum og engum vísindalegum aðferðum var beitt til að komast að neinni niðurstöðu.
Skotveiði Mest lesið Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Hættum að reyna við 20 punda klúbbinn Veiði Frábær tími fyrir dorgveiði Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði Áhrif jakaflóða á laxveiðiár Veiði Veiðin á leið upp úr öldudal Veiði Félag ungra í skot og stangveiði Veiði Stutt í að Hraunsfjörður fari í gang Veiði Að elda gæs í 8 tíma er góð skemmtun Veiði