Heiðrar heimabæinn með flennistóru flúri Rapparinn Herra Hnetusmjör gerði sér lítið fyrir og lét flúra á magann á sér orðin Kóp Boi í sama stíl og Thug Life húðflúrið sem Tupac skartaði á sínum tíma og frægt er orðið. Herra Hnetusmjör vísar þar til heimabæjar síns Kópavogs, sem hann ber miklar tilfinningar til. Lífið 15. júní 2017 10:00
Hefðu líklega aldrei getað rambað á fullkomnara samstarf Upptökustjórinn og tónlistarmaðurinn Printz Board, sem unnið hefur með The Black Eyed Peas, John Legend, Fergie og fleirum, verður Stuðmönnum til halds og trausts í atriði þeirra á Secret Solstice-hátíðinni í dag. Þar verður áhorfendum gefin innsýn í nýjan tónlistarheim sem Printz og Stuðmenn hafa unnið með undanfarið undir yfirskriftinni Polar Beat. Tónlist 15. júní 2017 08:00
Jamie xx í beinni frá Reykjavík Jamie xx er að spila fyrir mannskara í Reykjavík. Tónlist 14. júní 2017 22:12
Brot af Brooklyn í Laugardalnum Rapparinn Young M.A. er um margt merkilegur karakter. Hún hefur bæði þurft að eiga við það að vera kona og samkynhneigð í karllægum og hörðum rappbransanum en tekur mótlætinu með mikilli ró. Hún ætlar að gefa okkur smá brot af Brooklyn á sunnudaginn. Tónlist 14. júní 2017 10:45
Skipuleggjandi Secret Solstice: "Gæsla á ekki að vera ógnandi fyrir gesti“ Skipuleggjendur hátíðarinnar viilja þó ekki staðfesta hvort öryggisgæsla verði aukin. Tónlist 12. júní 2017 20:47
Taylor Swift komin aftur á Spotify Tónlistarkonan Taylor Swift hefur snúið aftur á allar tónlistarveitur, þar á meðal Spotify, eftir tæplega þriggja ára fjarveru. Athygli vekur að þetta útspil söngkonunnar samtvinnast útgáfu nýjustu breiðskífu Katy Perry, sem kemur út í dag, en þær hafa lengi eldað grátt silfur saman. Tónlist 9. júní 2017 10:45
Taka útgáfunni með stóískri ró Hljómsveitin Moses Hightower sendir frá sér Fjallaloft, sína þriðju plötu í dag. Þeir Moses Hightower menn eru ekkert stressaðir yfir útgáfunni enda kannski ekki að undra frá mönnum sem hafa spilað um allan heim. Tónlist 9. júní 2017 10:00
Oyama hitar upp fyrir Dinosaur Jr. Íslenska hjómsveitin Oyama hefur verið valin af liðsmönnum Dinosaur Jr. til að hita upp fyrir sig í Silfurbergi, Hörpu laugardaginn 22. júlí en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live. Tónlist 8. júní 2017 16:30
Halleluwah með lag í nýrri Samsung-auglýsingu Lagið Dior með hljómsveitinni Halleluwah heyrist í nýrri herferð Samsung í Kanda fyrir Galaxy S8 og S8+. Tónlist 8. júní 2017 14:30
Árni frumsýnir nýtt myndband: „Hver og einn verður að túlka fyrir sig“ Söng -og gítarleikarinn Árni Svavar Johnsen frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið One More Night. Tónlist 6. júní 2017 16:30
Frikki Dór frumsýnir nýtt myndband Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson, betur þekktur sem Frikki Dór, frumsýnir í dag nýtt myndband á Vísis og er það við lagið Hringd'í mig. Tónlist 6. júní 2017 15:15
Ekki spennt fyrir miðnætursólinni Söngkonan Chaka Khan hefur átt viðburðaríkan feril. Nú kemur hún loksins til Íslands þar sem hún mun spila á Secret Solstice hátíðinni. Chaka Khan leggur mikið upp úr því að sofa í myrkri og hún þekkir, og elskar, Björk – sem hún vissi ekki að væri íslensk. Tónlist 6. júní 2017 13:30
Getur varla beðið eftir að vínylplatan detti í hús Bubbi Morthens á afmæli í dag og fagnar deginum með plötuútgáfu en Túngumál, nýjasta plata hans, fæst nú í hillum verslana. Tónlist 6. júní 2017 09:00
Radiohead kom aðdáendum á óvart með nýju myndbandi við gamalt lag Breska hljómsveitin Radiohead kom aðdáendum sínum á óvart í dag með því að gefa út myndband fyrir hið 21 árs gamla lag I Promise. Tónlist 2. júní 2017 14:52
Joey Christ, Aron Can, Herra Hnetusmjör og Birnir: Tóku upp myndbandið í Costco Joey Cypher nefnist fyrsta lagið af mixteipi Joey Christ, eða Jóhanns Kristófers Stefánssonar. Myndbandið við lagið var tekið upp í Costco þar sem þeir Jóhann, Birnir, Herra Hnetusmjör og Aron Can leika á alls oddi - en máttu þó ekki veipa inni. Tónlist 2. júní 2017 13:00
Föstudagsplaylistinn: Kött Grá Pje Kött Grá Pje er með ýmislegt í gangi um þessar mundir en hann var að enda við að gefa út lag Dags rauða nefsins sem hann gerði með söngkonunni Karó og fleirum og í kvöld spilar hann ásamt Hatara á skemmtistaðnum Húrra. Tónlist 2. júní 2017 10:45
Kim Jong Un í aðalhlutverki í nýju myndbandi XXX Rottweiler Rappsveitin XXX Rotweiler frumsýnir í dag nýtt lag og myndband á Vísi en lagið ber nafnið Kim Jong-Un. Tónlist 1. júní 2017 13:30
Nýjasta myndband Mammút tekið upp á farsíma Hljómsveitin Mammút frumsýnir nýtt tónlistarmyndband við fyrsta smáskífulag væntanlegrar breiðskífu sinnar á Vísi í dag. Tónlist 30. maí 2017 16:30
Sjáðu dagskrána á Secret Solstice: Foo Fighters opnar hátíðina og Rick Ross lokar Tónlistarhátíðin Secret Solstice hefur sent frá sér fullbúna dagskrá með öllum atriðum ársins. Hátíðin í ár verður með þeim glæsilegri, en hátíðarsvæðið hefur nú stækkað og verður nánast allt svæðið á grænum fleti. Tónlist 30. maí 2017 11:30
Andri frumsýnir nýtt myndband: Án rappsins væri ég allt annar maður Rapparinn Andri Freyr Alfreðsson frumsýnir nýtt myndband í dag en það er við lagið Hver sem þú ert. Lagið kemur út í samstarfi við söngkonuna Evu Lind. Tónlist 29. maí 2017 15:30
Eru þakklát fyrir að fá að halda hátíðina við Skógafoss Breska hljómsveitin The xx kemur til Íslands í sumar til að halda Night + Day tónlistarhátíðina við Skógafoss. Söngkonan og gítarleikarinn Romy Madley Croft trúir varla að hátíðin sé að verða að veruleika að eigin sögn en Ísland á stað í hjarta hennar. Lífið 27. maí 2017 14:00
Lifi lífinu eins og ég vil Sonja Rut Valdin sló í gegn með laginu Nei, nei og er nú umsetin af aðdáendum sínum. Lífið 27. maí 2017 09:30
Hip-hop veisla á Prikinu Hinn árlegi viðburður LÓA verður á Prikinu á laugardagskvöldið en þar koma saman margir helstu plötusnúðar landsins og má þar nefna: B-Ruff, Young Nazareth, Rampage, Egill Spegill, Karítas, Plútó, Logi Pedro. Tónlist 26. maí 2017 16:30
Zara Larsson mun flytja EM-lagið á tónleikum í Laugardalshöllinni Sænska söngkonan Zara Larsson mun koma fram á tónleikum í Laugardalshöll föstudaginn 13. október en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live. Tónlist 26. maí 2017 11:30
Undirbúningur fyrir jólin hafinn Sjö mánuðir eru til jóla en nú þegar er hægt að tryggja sér miða á valda jólatónleika. Viðskipti innlent 26. maí 2017 10:55
Faðir poppfræðanna ræðir við Íslendinga um ferilinn Simon Frith hefur verið kallaður faðir poppfræðanna. Hann hefur skrifað um tónlist síðan á áttunda áratugnum. Simon kemur hingað til lands á vegum Arnar Eggerts Thoroddsen, en Simon er leiðbeinandi hans í fræðunum. Tónlist 25. maí 2017 10:15
Þingmennskan og hljómsveitarlífið passa vel saman "Hljómsveitarlífið fer vel saman með öllu, þetta snýst bara um að tapa sér ekki í formi og æfingum heldur leyfa flæðinu og stemmningunni að ríkja - dálítið eins og í lífinu sjálfu. Það er fátt betra eftir þus í þingsal, mitt eigið og annarra, en að fara á æfingu og telja í lag,“ segir þingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé en hann mun koma fram á Rósenberg í kvöld ásamt hljómsveit sinni, Slow Train. Lífið 24. maí 2017 10:45
Brennt hjarta og svífandi engill á rokksýningu Rammstein Þýsku þungarokkshundarnir ullu engum vonbrigðum í Kórnum um helgina. Gagnrýni 22. maí 2017 13:15