Stjörnuspá Siggu Kling

Stjörnuspá Siggu Kling

Sigríður Klingenberg birtir stjörnuspá sína mánaðarlega á Vísi.

Fréttamynd

Febrúarspá Siggu Kling – Meyjan: Hvernig væri að deila ábyrgðinni

Elsku Meyjan mín, ég fór persónulega að skoða svo marga sem ég þekki í Meyjunni og það er svo margt að verða betra, en þér er svo oft illt í þínu stóra hjarta sem rúmar svo marga og margt en getur valdið þér sárri angist, svo núna skaltu bara taka eitt skref í einu og með hverju skrefi líður þér betur.

Lífið
Fréttamynd

Nýársspá Siggu Kling – Nautið: Þú átt það svo skilið að búa í höll

Elsku Nautið mitt, það er að ganga í garð bæði spennandi og óvenjulegt ár, þú finnur kraftinn streyma til þín strax í byrjun janúar, tekur ákvarðanir sem þú stendur ótrauður við, og ef þú værir á veðhlaupabraut myndir þú veðja á réttan hest nákvæmlega í janúar eða febrúar, það er tíminn til að spenna bogann hærra en þú bjóst við og þú skýtur jafnvel hærra en þú miðaðir á.

Lífið
Fréttamynd

Nýársspá Siggu Kling – Fiskurinn: Púslin raðast upp í sumar

Elsku Fiskurinn minn, þér gæti fundist þú vera andsetinn svo margt er búið að fara í taugarnar á þér, gera þig pirraðan og koma þér í tilfinningalegt ójafnvægi. Þessi orka mun svo aldeilis breytast núna í janúar, því þú veist alveg hvernig þú ferð að því að henda álaginu af þér og taka lífinu léttar.

Lífið
Fréttamynd

Nýársspá Siggu Kling

Stjörnuspár Sigríðar Klingenberg spámiðils hafa notið gríðarlegra vinsælda undanfarin ár. Mánaðarlega spáir hún fyrir lesendum Vísis, í formi texta og myndbands, en spár hennar fyrir nýja árið má sjá hér fyrir neðan.

Lífið
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.