Stjörnuspá Siggu Kling

Stjörnuspá Siggu Kling

Sigga Kling birtir stjörnuspá sína fyrsta föstudag hvers mánaðar á Vísi.

Fréttamynd

Sumarspá Siggu Kling – Nautið: Gæddur guðdómlegri náðargáfu

Elsku Nautið mitt, það er búið að vera mikið álag og tilfinningaflökt á þér og mjög margt búið að að gerast sem lætur líf þitt líta út eins og krossgátu, en þú ert með öll réttu orðin og átt eftir að ná því að fylla allt út á frábæran máta og á réttan stað.

Lífið
Fréttamynd

Sumarspá Siggu Kling komin á Vísi

Stjörnuspár Sigríðar Klingenberg spámiðils hafa notið gríðarlega vinsælda undanfarin ár. Mánaðarlega spáir hún fyrir lesendum Vísis, í formi texta og myndbands, en spár hennar fyrir júní má sjá hér að neðan.

Lífið
Fréttamynd

Sumarspá Siggu Kling – Vatnsberinn: Þú hefur í það minnsta níu líf

Elsku Vatnsberinn minn, það eru svo margir kóngar og drottningar í þessu merki og öll eigið þið ykkar eigið konungsríki, það eru í raun engin vandamál hjá þér nema þau sem þú hefur búið til sjálfur. Fáðu fólk úr þínu konungríki til að aðstoða þig, því það vilja allir hjálpa þér.

Lífið
Fréttamynd

Vorspá Siggu Kling komin á Vísi

Stjörnuspár Sigríðar Klingenberg spámiðils hafa notið gríðarlega vinsælda undanfarin ár. Mánaðarlega spáir hún fyrir lesendum Vísis, í formi texta og myndbands, en spár hennar fyrir maí má sjá hér að neðan.

Lífið
Fréttamynd

Vorspá Siggu Kling – Tvíburarnir: Hefur svo smitandi gleðiorku

Elsku Tvíburinn minn, það er svo sannarlega mikið að gerast í kortunum þínum, þú færð skýr skilaboð um velgengni, þú vekur athygli og það verða margir sem stóla á þig, en þú þarft bara að anda að þér pínulitlu kæruleysi til að sjá að þú hefur sungið sigurlagið í lífsins Eurovision.

Lífið
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.