Samherjaskjölin

Samherjaskjölin

30 þúsund skjöl um viðskiptahætti Samherja í Namibíu voru birt á vef WikiLeaks. Á sama tíma birtist umfjöllun um málið í þættinum Kveik og hjá Stundinni.

Fréttamynd

Er lögreglan yfir gagnrýni hafin?

Ég var einn af þeim fjölmörgu sem saman unnu að því að efla til mótmæla nú um helgina, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Mótmælin, bæði sunnan og norðan heiða, fóru fram á friðsælan hátt. Þess vegna þykir mér afskaplega skrýtið að vera einn af þeim sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra sakar um að vega að störfum lögreglu.

Skoðun
Fréttamynd

Við­brögð fjöl­miðla þegar blaða­menn eru til rann­sóknar

Fjórir blaðamenn hafa nú stöðu sakborninga, grunaðir um brot gegn friðhelgi einkalífs. Þetta er mjög sérstakt. Venjulega höfða þeir einkamál sem telja blaðamenn hafa brotið gegn sér og almennt er erfitt að fá lögreglu til að rannsaka brot gegn friðhelgi einkalífs nema húsbrot, þjófnaður eða ofbeldi komi við sögu.

Skoðun
Fréttamynd

Brynjar þrá­spurði Jón Trausta um hvort Stundin væri með gögnin úr síma Páls

Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, þráspurði Jón Trausta Reynisson, framkvæmdastjóra Stundarinnar um hvort að fjölmiðlinn hefði gögn úr síma Páls Steingrímssonar undir höndum. Brynjar telur að blaðamennirnir fjórir sem hafa réttarstöðu grunaðra væru ekki með slíka réttarstöðu ef málið snerist eingöngu um nýtingu blaðamanna á gögnum.

Innlent
Fréttamynd

Yfir­heyrslum allra blaða­mannanna frestað

Yfirheyrslum yfir blaðamönnum Kjarnans, Stundarinnar og RÚV vegna meintra brota á lögum um friðhelgi einkalífs hefur verið frestað. Lögreglan á Norðurlandi eystra boðaði fjóra blaðmenn til yfirheyrslu vegna fréttaflutnings um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja.

Fréttir
Fréttamynd

Yfirheyrslu Aðalsteins frestað

Yfirheyrslu yfir Aðalsteini Kjartanssyni, blaðamanni Stundarinnar, hefur verið frestað. Hann er einn þeirra sem lögreglustjórinn á Norðurlandi hefur veitt stöðu sakbornings í tengslum við rannsókn sem snýr að umfjöllun þeirra um um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja.

Innlent
Fréttamynd

Óskar eftir úr­skurði um lög­mæti að­gerða lög­reglu­stjóra

Lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni og eins þeirra sem lögreglustjórinn á Norðurlandi hefur veitt réttarstöðu sakbornings vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja, hefur afhent Héraðsdómi Norðurlands eystra kæru þar sem farið er fram á úrskurð um lögmæti aðgerða lögreglustjórans.

Innlent
Fréttamynd

Nú hafa þau gengið of langt

Okkar þjóð stendur á háskalegum tímum. Við erum á hraðri leið í átt að því að verða land þar sem raddir auðmanna stýra öllu á kostnað almennings.

Skoðun
Fréttamynd

Skilur að marga svíði vegna óréttlætis en kallar eftir hófsemi

Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja, segir undanfarna daga hafa verið honum og hans fólki mjög erfiðir. Hann hefur fulla trú á því að rannsókn lögreglu á hvarfi síma hans muni leiða hið sanna í ljós. Hann gefur í skyn að málið sé viðkvæmt en fólk muni skilja hvers vegna hann vilji ekki ræða málið efnislega þegar upplýst verði opinberlega um málið.

Innlent
Fréttamynd

Svar við spurningum Bjarna

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjallaði í gær á Facebooksíðu sinni um þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að boða fjóra blaða- og fréttamenn í yfirheyrslu með réttarstöðu sakborninga, vegna umfjöllunar um svokallaða skæruliðadeild Samherja.

Skoðun
Fréttamynd

Bjarni hafnar því að hann þjófkenni Þórð Snæ

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans hnýtir í Facebookfærslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þess efnis að ekkert sé óeðilegt við að blaðamenn séu kallaðir til yfirheyrslu í sakamáli; að Bjarni gefi í skyn að hann sé þjófur. Bjarni telur þetta fráleita túlkun.

Innlent
Fréttamynd

Skæru­liða­deildin sem nú vill ná vopnum sínum

Fjórir íslenskir blaðamenn hafa verið boðaðir til yfirheyrslu af lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. En hver er þessi deild, hvað gerði hún og hvers vegna er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu?

Innlent
Fréttamynd

Blaða­mönnum al­mennt frjálst að vinna úr illa fengnum gögnum

Héraðsdómari og sérfræðingur í fjölmiðlarétti segir ýmsar ástæður fyrir því að lögregla geti viljað fá blaðamenn í skýrslutökur og segir fordæmi fyrir því. Formanni Blaðamannafélagsins finnst rannsókn lögregu á fréttaflutningi af skæruliðadeild samherja tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi.

Innlent
Fréttamynd

Staðhæfingar Páls koma Páleyju spánskt fyrir sjónir

Páll Vilhjálmsson bloggari og framhaldsskólakennari fullyrðir að rannsókn á hvarfi síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja sem og hvort og hvernig hafi verið eitrað fyrir skipstjóranum sé langt komin og niðurstaða liggi fyrir í drögum.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingur rakst á „Samherja-bol“ á markaði í Namibíu

Ásgeir Guðmundsson, sem staðsettur er í Namibíu, rakst á sérkennilegan bol á markaði þar í landi í dag. Bolurinn ber yfirskriftina „Good Samaritan“ og skartar meðal annars mynd af Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja.

Lífið