Pepsi Max-deild karla

Pepsi Max-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun: Framherjar Vals sáu um Blikana

    Valsmenn unnu frábæran sigur, 2-0, gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í sjöttu umferð Pepsi-deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram að Hlíðarenda. Matthías Guðmundsson og Hörður Sveinsson skoruðu sitt markið hvor fyrir Valsmenn í leiknum, en þeir hafa verið nokkuð kaldir fyrir framan markið í sumar, spurning hvort framherjar Valsmanna séu komnir í gang.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Grétar skallaði KR aftur upp á toppinn

    Grétar Sigfinnur Sigurðarson tryggði KR 2-1 sigur á Fram á Laugardalsvellinum í 6. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en KR komst aftur á toppinn með þessum sigri. Eyjamenn voru búnir að vera í rúma þrjá klukkutíma eftir sigur á Víkingi út í Eyjum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Tryggvi verður með öfluga grímu á andlitinu gegn Víkingum

    Tryggvi Guðmundsson varð fyrir alvarlegum meiðslum í leiknum gegn Keflavík á dögunum þar sem kinnbein brotnaði á þremur stöðum. Framherjinn ætlar ekki að láta þessi meiðsli stöðva sig og hefur hann hug á því að leika næsta leik ÍBV gegn Víkingum í Vestmannaeyjum á sunnudaginn. Tryggvi mun leika með öfluga hlífðargrímu á andlitinu og eins og sjá má á myndinni.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Ólafur: Vorum sjálfum okkur verstir

    Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, hélt leikmönnum sínum lengi inn í klefa áður en hann kom fram að ræða við fjölmiðlamenn. Hann vildi þó ekki viðurkenna að hafa verið að lesa sínum mönnum pistilinn.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Jóhann: Við getum verið stoltir

    Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Völsungs, sagðist vera stoltur af sínu liði í kvöld en einnig svekktur að hafa ekki náð jöfnunarmarki sem hann taldi sitt lið hafa átt skilið.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Hrannar Björn: Þetta er mjög fúlt

    Hrannar Björn Steingrímsson átti fínan leik í liði Völsungs í kvöld sem tapaði naumlega, 2-1, gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks. Hrannar skoraði mark Völsungs í leiknum og var það smekklega gert.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Völsungar velgdu Blikum undir uggum

    2. deildarlið Völsungs kom skemmtilega á óvart í kvöld er liðið sótti Íslandsmeistara Breiðabliks heim. Blikar unnu 2-1 sigur en Völsungarnir voru svekktir eftir leik og máttu vera það enda voru þeir klaufar að skora ekki fleiri mörk.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Ég set pressu á sjálfan mig

    Kristinn Steindórsson skoraði þrennu í 3-1 sigri Breiðabliks á Fylki í 5. umferð Pepsi-deild karla og er besti leikmaður umferðarinnar að mati Fréttablaðsins. Leik Þórs og FH var frestað fram í júní og er hann að sjálfsögðu ekki með í samantekt Fréttablaðsins.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Dofri: Æskudraumur að rætast

    Hinn ungi leikmaður KR. Dofri Snorrason, átti mjög fínan leik með KR sem lagði Stjörnuna í Garðabænum, 0-3. Dofri var sterkur í vörninni og átti magnaða spretti fram. Úr einum slíkum sprett skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir meistaraflokk félagsins.

    Íslenski boltinn