Pepsi Max-deild karla

Pepsi Max-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Fyrrum liðsfélagar standa að Meistaraleiknum fyrir Steina Gísla

    KR og Akranes mætast í ágóðaleik á laugardaginn kl. 17.15 á Akranesvelli fyrir Sigurstein Gíslason fyrrum leikmann beggja félaga – sem á við erfið veikindi að stríða. Sigursteinn, sem er einn sigursælasti leikmaður landsins, greindist með krabbamein í lungum og nýrum nýverið. En Sigursteinn hefur þjálfað Leikni í Breiðholti með góðum árangri.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Páll Viðar: Súrsætt hugarfar

    Páll Viðar Gíslason var ánægður með baráttu sinna manna gegn FH í kvöld en Þórsarar gerðu 2-2 jafntefli við Hafnfirðinga. Manni færri komst Þór yfir en FH jafnaði í lokin.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Vítaspyrnan hjá Alexander slær í gegn á Youtube

    Alexander Magnússon leikmaður Grindavíkur hefur vakið gríðarlega athygli fyrir vítaspyrnuna sem hann tók í 4-1 sigri liðsins gegn Þór í Pepsideild karla þann 30. maí s.l. Þar sýndi hægri bakvörðurinn snilldartilþrif þegar hann skoraði með frekar óhefðbundnum hætti úr vítinu og myndband frá Stöð 2 sport frá atvikinu hefur vakið gríðarlega athygli á Youtube.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Pepsimörkin: Gaupahornið - KR útvarpið er engu líkt

    Guðjón Guðmundsson brá sér í heimsókn í hið eina sanna KR útvarp þar sem að margir af reyndustu fjölmiðamönnum landsins leggja útvarpinu lið. Í innslaginu sem má sjá í heild sinni með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan er rýnt á bak við tjöldin hjá KR-útvarpinu en þar hafa margir staðið vaktina frá því að útvarpsstöðin var sett á laggirnar fyrir 13 árum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Pepsimörkin: Öll mörkin og tilþrifin úr 7. umferð

    Þrír leikir fóru fram í sjöundu umferð Pepsideildar karla í gær en umferðinni lýkur þann 30. júní þegar Valur og Keflavík eigast við. Að venju var farið yfir gang mála í leikjunum fimm úr sjöundu umferð í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær þar sem að Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Magnús Gylfason ræddu um helstu atvikin. Öll mörkin og flottustu tilþrifin voru sýnd í lok þáttarins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Jón Guðni: Var sanngjarnt

    „Við tökum stigið sáttir en þau hefða getað og mátt vera þrjú í dag. Þeir fá kannski færi líka til að klára þetta þannig að ég held að þetta hafi verið sanngjarnt,“ sagði varnarmaðurinn öflugi Jón Guðni Fjóluson eftir að Fram og Breiðblik gerðu 1-1 jafntefli á Kópavogsvelli í kvöld.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Ólafur: Alls ekki sáttur

    Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks sagðist ekki geta annað en tekið stiginu sem fékkst með jafntefli Breiðabliks gegn Fram á heimavelli í kvöld en var alls ekki sáttur við leik sinna manna.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Heimir: Hefðum átt að skora allavega fjögur

    Heimir Hallgrímsson, hinn geðþekki tannlæknir og þjálfari ÍBV, brosti þrátt fyrir allt eftir 2-1 tap í kvöld. Ef til vill fannst honum grátbroslegt að nýta ekki eitthvað af dauðafærunum sem liðið hans fékk í tapinu gegn Þór.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Engir Úgandamenn með ÍBV-liðinu í kvöld

    Þór og ÍBV verða án margra leikmanna þegar þau mætast í Pepsi-deild karla á Þórsvellinum á Akureyri í kvöld. Þrír leikmenn Þórsliðsins eru í agabanni og tveir landsliðsmenn Úganda komust ekki til landsins í tæka tíð eftir að hafa spilað á móti Gínea-Bissá um helgina.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Srjdan landaði sigrinum

    Þórsarar unnu virkilega góðan sigur á ÍBV á heimavelli sínum á Akureyri í kvöld. Þeir geta þakkað Srjdan Rajkovic markmanni sínum fyrir stigin þrjú en hann átti magnaðan leik í 2-1 sigrinum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Fylkismenn fögnuðu í Fossvoginum - myndir

    Fylkismenn menn fara í EM-fríið með tvo sigra í röð á bakinu eftir að þeir unnu 3-1 sigur á Víkingum í Víkinni í gærkvöldi. Fylkir verður því í hópi efstu liða deildarinnar þegar mótið hefst á nýjan leik í lok mánaðarins.

    Íslenski boltinn