Pepsi Max-deild karla

Pepsi Max-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Myndaveisla af Kópavogsvelli

    Breiðablik lagði Þór 4-1 í blíðskaparveðri í Kópavogi í gær. Sigurinn var gott veganesti fyrir Blika sem mæta Rosenborg í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á miðvikudag. Pjetur Sigurðsson ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis var á vellinum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Eyjamenn lögðu FH-inga í Eyjum

    ÍBV vann 3-1 sigur á FH í leik liðanna á Hásteinsvelli í dag. Eyjamenn voru sterkari aðilinn og unnu sanngjarnan sigur. ÍBV er með sigrinum komið í þriðja sæti deildarinnar með 19 stig en FH-ingar hafa 15 stig í því fjórða.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Elfar Freyr Helgason á leið til AEK

    Knattspyrnumaðurinn Elfar Freyr Helgason úr Breiðabliki er á leiðinni til gríska félagsins AEK Aþenu. Félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverðið en Elfar Freyr á eftir að gangast undir læknisskoðun og semja um kaup og kjör.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Pepsimörkin: Mörkin og tilþrifin úr 9. umferð

    Fimm leikir fóru fram í 9. umferð í Pepsideildinni i fótbolta karla í gær. Mörkin létu ekki á sér standa og í þessari samantekt úr þættinum Pepsimörkin frá því í gær eru öll mörkin sýnd og það er breska hljómsveitin Coldplay sem sér um undirleikinn.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Ólafur: Barnaskapur að spila svona varnarleik

    Ólafur Kristjánsson þjálfari Blika var sæmilega sáttur með leik sinna manna í samtali við blaðamann. Hann hafði hann áhyggjur af slælegum varnartilburðum sinna manna en er þó ekki farinn að örvænta þótt stigataflan sýni ekki eins mörg stig og margir Blikar höfðu vonast eftir.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Andri: Mjög sáttur með framlag minna manna

    Andri Marteinsson þjálfarin Víkinga var ánægður með leik sinna manna en að sama skapi var hann ekki eins sáttur með úrslit leiksins. Víkingar sem leiddu lengi vel gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks misstu leikinn niður í 2-2 jafntefli þegar skammt lifði leiks.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Óli Þórðar: Vorum teknir í kennslustund

    „Frá fyrstu mínútu til síðustu var þetta kennslustund í fótbolta. Við komumst yfir þvert gegn gangi leiksins og það var engan vegin sanngjarnt en svona er þetta. Fótbolti getur farið á alla vegu en Stjörnumenn héldu áfram og stútuðu okkur,“ sagði þungur á brún Ólafur Þórðarson þjálfari Fylkis eftir ósigurinn gegn Stjörnunni í kvöld.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Bjarni: Spiluðum frábærlega

    Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar hitti svo sannarlega naglan á höfuðið þegar hann skipti varnarmanninum Tryggva Sveini Bjarnasyni inná í framlínuna þegar tæpur hálftími var eftir af leiknum gegn Fylki í kvöld. Tryggvi skoraði eftir mínútu og það lagði grunninn að 4-1 sigrinum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Þorsteinn: Þurfum að vera grimmari

    Þorsteinn Ingason fyrirliði Þórs var óánægður með dómara leiksins í kvöld. Hann sagði að þriðja mark Vals hefði ekki átt að standa og að dómgæslan í því hefði klárlega haft áhrif á spilamennsku liðsins.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Flösku kastað í höfuð Jóns Vilhelms

    Ungur stuðningsmaður Þórs var miður sín eftir að flaska sem hann kastaði inn á hlaupabrautina á Þórsvellinum hæfði Jón Vilhalm Ákason Valsmann í ennið. Það blæddi úr Jóni en Valsmenn voru að fagna 3-0 sigrinum á Þór þegar atvikið átti sér stað.

    Íslenski boltinn