Ungir spreyta sig Ekki verður sýningum fyrr lokið á Flagara í framsókn í Íslensku óiperunni í Ingólfsstræti en það koma nýjar sviðsetningar upp. Það er tveir ástsælir einþáttungar eftir meistarann Giacomo Pucchini sem Óperustúdíó Íslensku óperunnar stendur fyrir: Systur Angelicu og Gianni Schicchi. Er frumsýning fyrirhuguð 21. mars. Æfingar eru komnar vel á veg og taka yfir þrjátíu söngnemendur og fjörtíu nemendur í hljóðfæraleik þátt í verkefninu. Tónlist 26. febrúar 2007 06:30
Tónaflóð Franski orgelsnillingurinn Vincent Warnier heldur tónleika á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju í dag og þenur hið stórfenglega Klais-orgel Hallgrímskirkju á franska vísu. Tónlist 25. febrúar 2007 15:00
Í góðum hópi Guðlaugur Kristinn Óttarson tónskáld og gítarleikari með meiru heldur tónleika í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar í kvöld kl. 20. Tónlist 25. febrúar 2007 12:30
Ferðast um Evrópu Rokksveitin Metallica ætlar að taka sér pásu frá upptökum á næstu plötu sinni og fara í tónleikaferð um Evrópu í sumar. Tónlist 25. febrúar 2007 10:00
Forest Whitaker og Helen Mirren nær örugg um sigur Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Kodak-höllinni í Los Angeles í kvöld. Verðlaunin eru án efa þekktustu kvikmyndaverðlaun heims, þótt sitt sýnist hverjum um hversu marktækur mælikvarði Óskarinn er á gæði mynda. Grínistinn Ellen Degeneres snýr aftur sem kynnir. Bíó og sjónvarp 25. febrúar 2007 08:30
Suðvestan 7 í Saltfisksetrinu Ljósmyndarinn Olgeir Andrésson heldur sína fyrstu einkasýningu í Listasal Saltfisksetrins í Grindavík. Ber sýningin heitið Suðvestan 7. Áður hefur Olgeir sýnt með Ljósopi, félagi áhugaljósmyndara en hann byrjaði að taka myndir fyrir alvöru fyrir tveimur árum síðan. Menning 24. febrúar 2007 17:45
Þrívíddarmyndir í Kringlubíói Frá og með 30.mars verður hægt að sjá myndir í þrívídd í Kringlubíó. Um miðjan næsta mánuð er ráðgert að fara í umbætur í aðalsal bíósins og í frammhaldi af því verður reglulega boðið upp á myndir í þessum gæðum. Lífið 24. febrúar 2007 17:28
Steintryggur og Flís spila Hljómsveitirnar Steintryggur og Flís spila á tónleikum í Kartöflugeymslunni við Ártúnsbrekku í kvöld í tilefni af Vetrarhátíð Reykjavíkur. Þeir sem koma fram fyrir hönd Steintryggs eru Sigtryggur Baldursson, Steingrímur Guðmundsson og Átralinn Ben Frost sem sér um tölvutóna. Leika þeir tónlist af væntanlegri plötu Steintryggs. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 og er aðgangur ókeypis. Tónlist 24. febrúar 2007 15:00
Þrívíddarbíó á Íslandi Frá og með 30.mars verður hægt að sjá myndir í þrívídd í Kringlubíó. Um miðjan næsta mánuð er rá'ðgert að fara í umbætur í aðalsal bíósins og í frammhaldi af því verður reglulega boðið upp á myndir í þessum gæðum. Bíó og sjónvarp 24. febrúar 2007 14:23
Anna Lind sýnir í Gallerí auga fyrir auga Myndlistarmaðurinn Anna Lind Sævarsdóttir sýnir í Gallerí auga fyrir auga, á horni Hverfisgötu og Klapparstígs. Ber sýningin heitið Feel Free To Join Me. Menning 24. febrúar 2007 14:00
Angelina Jolie kynþokkafyllst Angelina Jolie var kosin kynþokkafyllsta persóna allra tíma í netkönnun sem spannaði 100 mestu kynbombur sögunnar. Fast á hæla hennar var Elvis Presley, þá Brad Pitt en Marilyn Monroe og Beyonce Knowles voru í fjórða og fimmta sæti. Bíó og sjónvarp 24. febrúar 2007 13:48
Michael hugsanlega í Idol Hugsanlega mun Michael Jackson koma fram í American Idol. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að hann myndi ekki koma fram en kynnir þáttarins, Ryan Seacrest, segir það möguleika að poppgoðið muni láta sjá sig. Lífið 24. febrúar 2007 13:13
Godcrist tónleikar í Hafnarborg Sunnudaginn 25. febrúar, kl. 20.00 verða haldnir tónleikar Guðlaugs Kristins Óttarssonar í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Með Guðlaugi verða á tónleikunum níu þekktir hljóðfæraleikarar og leikin verða verk eftir Vivaldi, Bach og Charles Mingus, auk tónverka Guðlaugs sjálfs, sem eru aðalefni tónleikanna. Hér er því um að ræða mikinn viðburð og fjölbreytta dagskrá. Tónlist 24. febrúar 2007 12:34
Fagrir hljómar Söngkonurnar Xu Wen og Natalía Chow halda söngtónleika í Salnum í Kópavogi á morgun. Með þeim leikur Anna Guðný Guðmunsdóttir á píanó en á efnisskránni eru ljóðaflokkur eftir Mahler og frumflutningur á ljóðaflokki eftir Julian Hewlett, auk íslenskra og erlendra sönglaga og aría. Tónlist 24. febrúar 2007 11:00
Orgeltónleikar í Hallgrímskirkju Á morgun, sunnudag, mun franski orgelsnillingurinn Vincent Warnier halda tónleika í Hallgrímskirkju. Eru tónleikarnir á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju og haldnir í tengslum við franska menningardaga. Tónlist 24. febrúar 2007 11:00
Önnur útgáfa af Payback Væntanleg er endurútgáfa á Payback með Mel Gibson á DVD mynddiski. Myndin var frumsýnd árið 1999 en tökur hennar gengu ekki áfallalaust þar sem leikstjóri myndarinnar, Brian Helgeland, þótti skila af sér slakri mynd að mati framleiðenda. Ráðist var í endurtökur sem skiluðu af sér allt annarri mynd en þeirri sem leikstjórinn ætlaði. Bíó og sjónvarp 24. febrúar 2007 10:59
Dionysos lýkur Vetrarhátíðinni í kvöld Franska rokksveitin Dionysos heldur tónleika í Hafnarhúsinu í kvöld. Tónleikarnir eru lokahnykkur Vetrarhátíðar í Reykjavík. Dionysos er frá Valence í Frakklandi og leit fyrst dagsins ljós fyrir tíu árum. Frægðarsól hennar hefur risið hægt og sígandi og nýtur hún í dag töluverðra vinsælda í heimalandi sínu. Tónlist 24. febrúar 2007 10:00
Tyra og Paris rasa út í Reykjavík Haft er á orði að sumum berist daglega fleiri fréttir af stórstjörnum á borð við Paris Hilton og Tyru Banks en af fjölskyldumeðlimum og vinum. Þessar drósir eru að sönnu góðkunningjar margra af sjónvarpsskjám og síðum blaða en færri vita þó að í borginni Reykjavík má kynnast nýjum hliðum á þessum stjarnfræðilega frægu snótum. Bíó og sjónvarp 24. febrúar 2007 09:30
Listir allra álfa Heimsdegi barna verður fagnað í þriðja sinn í dag en þá geta börn og unglingar komist í kynni við framandi menningu frá öllum heimsálfum í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og félagsmiðstöðinni Miðbergi. Heimsdagur barna er liður í Vetrarhátíð í Reykjavík sem er samvinnuverkefni Höfuðborgarstofu, Alþjóðahússins, Kramhússins og fyrrgreindra aðila. Menning 24. febrúar 2007 08:00
Söngurinn sameinar menn Félagar í Karlakórnum Þresti bjóða til afmælisveislu í Hafnarfirði í dag í tilefni 95 ára afmælis kórsins. Félagsskapur söngmanna sem kenna sig við fuglinn tónelska var stofnaður af Friðriki Bjarnasyni tónskáldi árið 1912. Geir A. Guðsteinsson, kórfélagi og sérlegur kynningafulltrúi hópsins, útskýrir að kórinn hafi starfað sleitulaust síðan, auðvitað með mismiklum þunga en ávallt hafi Þrestir staðið fyrir tónleikahaldi. Tónlist 24. febrúar 2007 07:30
Þrúgurnar ópera Því er oft haldið fram að nútíminn eignist aldrei óperur sem lifa og fyrir bragðið sé alltaf gripið sama gamla dótið frá ýmsum skeiðum iðnbyltingarinnar. Nú hafa Ameríkanar eignast nýja óperu eftir Þrúgum reiðinnar eftir John Steinbeck. Sviðsgerð var leikin hér af verkinu 1991-2 við miklar vinsældir og var um sumt sniðin eftir Steppenwulf-útgáfunni frá Chicago. Kvikmynd Johns Ford er meistaraverk og svo er sagan ekki beinlínis kunn fyrir að sölna í tímans rás. Tónlist 24. febrúar 2007 05:30
Kvennahreyfing ÖBÍ fundar Fundur Kvennahreyfingar Öryrkjabandalags Íslands, verður haldinn á morgun, laugardaginn 24. febrúar. Jóhanna Leópoldsdóttir mun flytja erindið Gleðin og sorgin – systur tvær. Menning 23. febrúar 2007 16:30
Etienne de France sýnir í Listasafni ASÍ Franski listamaðurinn Etienne de France sýnir ljósmyndir sínar á Safnanótt Vetrarhátíðar í Listasafni ASÍ. Verður sýningin opnuð í kvöld, föstudagskvöld, klukkan 20:00. Menning 23. febrúar 2007 16:00
Enn eitt málið gegn Michael Jackson Fjölskylda látinnar konu hefur höfðað mál á hendur Michael Jackson og sjúkrahúsi í Kaliforníu. Í stefnunni er því haldið fram að deyjandi ömmu fjölskyldunnar hafi verið hent út af sjúrastofu til þess að Jakson kæmist þar að. Því er ekki haldið að þetta hafi valdið dauða ömmunar, en hinsvegvar hafi það valdið fjölskyldunni miklu hugarangri. Lífið 22. febrúar 2007 16:42
Kramer neitaði að mæta fyrir gervirétti Góðvinur Jerrys Seinfeld, Kosmo Kramer, neitaði að mæta við gerviréttarhöld með fjórum blökkumönnum sem hann móðgaði í uppistandi á skemmtistað í Hollywood. Leikarinn Michael Richards missti stjórn á skapi sínu þegar honum fannst fólkið, þrír karlmenn og ein kona, trufla uppistand sitt. Hann jós úr skálum reiði sinnar yfir það og notaði meðal annars n-orðið illræmda. Lífið 22. febrúar 2007 15:57
Mikill áhugi á Glastonbury Glastonbury tónlistarhátíðin í Bretlandi er ein vinsælasta tónlistarhátíð í heimi. Nú hafa um 175 þúsund manns skráð sig til að fá miða á hátíðina sem verður haldin 22. til 24. júní næstkomandi. Hátíðin ber 177.500 manns en aðeins verða um 140 þúsund miðar í boði fyrir almenning. Tónlist 22. febrúar 2007 15:30
Ég var edrú Lögfræðingur Nicole Richie sagði fyrir rétti í gær að hún væri saklaus af ákæru um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og lyfja, þegar hún var handtekin í desember síðastliðnum. Nicole er dauðhrædd við að lenda í fangelsi, því hún hefur áður verið handtekin og dæmd fyrir svipaðar sakir. Stúlkan mætti ekki sjálf í réttarhöldin. Lífið 22. febrúar 2007 14:32
Eignaðist tvíbura Aðþrengda eiginkonan Marcia Cross eignaðist tvíburadætur í Los Angeles á þriðjudag. Stúlkurnar eru fyrstu börn leikkonunnar sem er 44 ára og eiginmanns hennar Tom Mahoney verðbréfamiðlara. Fæðingin hafði verið áætluð í apríl, en Marcia hefur verið rúmföst frá síðasta mánuði. Lífið 22. febrúar 2007 11:04
Eulogy for Evolution - Þrjár stjörnur Mínímalískt tónverk sem hefur að geyma mörg furðu heillandi stef. Vantar þó á nokkrum stöðum almennilegan punkt yfir i-ið. Gagnrýni 22. febrúar 2007 08:00
Æfingar hafnar hjá Óperunni Óperustúdíó Íslensku óperunnar frumsýnir óperurnar Systur Angelicu og Gianni Schicchi eftir Puccini 21. mars nk. Æfingar eru komnar vel á veg og taka yfir þrjátíu söngnemendur og fjörtíu nemendur í hljóðfæraleik þátt í verkefninu. Þetta er fjórða árið í röð sem Íslenska óperan stendur fyrir Óperustúíói og og reynsla síðustu þriggja ára hefur sýnt að það er mikill áhugi fyrir verkefninu bæði meðal þátttakenda sem og áhorfenda. Bíó og sjónvarp 21. febrúar 2007 15:40