Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Íslendingar spila á Spot

Pétur Ben, Helgi Hrafn Jónsson og hljómsveitin Reykjavík! koma fram á tónlistarhátíðinni Spot sem verður haldin í Árósum í Danmörku um helgina. Um eitt hundrað hljómsveitir og tónlistarmenn troða upp á hátíðinni, auk þess sem ráðstefnur verða haldnar um stöðu tónlistarheimsins í dag.

Tónlist
Fréttamynd

Evróputúr hafinn

Hljómsveitin Gus Gus er farin í tónleikaferð um Evrópu sem hefst á skemmtistaðnum Vega í kvöld. Eftir það taka við tónleikar í Suður-Frakklandi, Hollandi, Póllandi og í Þýskalandi. Einnig spilar Gus Gus á tónlistarhátíðinni vinsælu Glastonbury á Englandi 22. og 23. júní.

Tónlist
Fréttamynd

Sigrún Vala með nýtt lag

Átján ára stúlka frá Selfossi, Sigrún Vala, gaf nýverið út sitt annað lag sem heitir Ekki gera neitt. Það fyrra, Því ástin, gaf hún út þegar hún var aðeins fimmtán ára og komst það í fína spilun á útvarpsstöðvunum.

Tónlist
Fréttamynd

Árviss eins og krían

Eitt af kennileitum sumarsins er Brúðubíllinn sem hefur skemmt yngstu leikhúsgestunum frá árinu 1980 undir stjórn Helgu Steffensen. Sýningar Brúðubílsins eru sniðnar að þörfum yngstu borgaranna og eru oft þeirra fyrstu leikhúsferðir.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Útkjálkalistamenn“ á alþjóðlegum jaðri

Heimóttaskapur hefur sjaldnast þótt mönnum til framdráttar en í hverju felst hann þegar á hólminn er komið? Á morgun verður opnuð sýning þar sem umfjöllunarefnið er „útkjálkamennska“ auk þess sem málþing er skipulagt af sama tilefni.

Menning
Fréttamynd

„Síðasta“ píanóið til sölu

Píanó sem Bítillinn fyrrverandi John Lennon spilaði á kvöldið sem hann var myrtur hefur verið boðið til sölu af fyrirtækinu Moments in Time. Verðmiðinn er um 23 milljónir króna.

Tónlist
Fréttamynd

Dagur vonar stendur uppúr

Dagur vonar, Killer Joe, Leg, Mr. Skallagrímsson og Ófagra veröld eru tilnefndar sem bestu sýningar leikársins 2007. Athygli vekur að Benedikt Erlingsson leikstýrir tveimur sýninganna.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Mæta með hljómsveit

Miðasala hefst í dag á tónleika frönsku hljómsveitarinnar Air sem verða í Laugardalshöll 19. júní. Hljómsveitin er þekkt fyrir að leggja mikinn metnað í tónleika sína, leika af fingrum fram og koma áheyrendum á óvart. Þótt eiginlegir meðlimir Air séu tveir koma þeir með heila hljómsveit með sér hingað til lands.

Tónlist
Fréttamynd

Verk Svavars á uppboðum

Bæði stóru uppboðshúsin, Sothebys og Christies, auglýstu snemma í vor uppboð sem helguð væru myndlist og listmunum frá Skandinavíu. Á uppboði Christies hinn 26. júní er til kaups stórt olíumálverk eftir Svavar Guðnason frá 1949.

Menning
Fréttamynd

Latibær á ferð og flugi

Latibær er á miklu flugi og ekki sér fyrir endann á velgengni þessa fyrirtækis. Heilbrigðismálayfirvöld í þremur löndum eru áhugasöm um að taka þátt í að fá krakka heimsins til að hreyfa sig.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Heiðursmaður kveður

Paul Newman tilkynnti fyrr í þessum mánuði að hann væri hættur að leika. Þar með er einum merkasta kafla í sögu Hollywood lokið. Newman hafði gefið það út fyrir um ári síðan að hann hygðist hætta afskiptum af kvikmyndaleik þegar hann næði 82 ára aldri. Hinn 25. maí rann sú stund upp.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hæfileikaríkur hrokagikkur

Noel Gallagher, aðallagahöfundur bresku sveitarinnar Oasis, varð fertugur síðastliðinn þriðjudag. Fréttablaðið skoðaði litríkan feril kappans. Noel Gallagher fæddist í Manchester á Englandi árið 1967. Hann átti fremur erfiða æsku og var oft laminn af drykkfelldum föður sínum. Þrettán ára byrjaði hann að læra sjálfur á gítar með því að herma eftir gítarfrösum í uppáhaldslögunum sínum.

Tónlist
Fréttamynd

Stemning á 90s-kvöldi

90s-kvöld verður haldið á Nasa næstkomandi föstudagskvöld á vegum Curvers og Kiki-Ow. Mikil stemning hefur verið á 90s-kvöldunum til þessa og er ólíklegt að nokkur breyting verði þar á.

Tónlist
Fréttamynd

Justin með plötuútgáfu

Justin Timberlake virðist hafa ágætt viðskiptavit en hann hefur nú ákveðið að setja á fót sitt eigið útgáfufyrirtæki. Tennman Records heitir fyrirtækið en höfuðstöðvar þess verða í Los Angeles og mun Timberlake gegna hlutverki stjórnarformanns og framkvæmdastjóra þess.

Tónlist
Fréttamynd

Heimsendir í nánd

Kvikmyndin 28 weeks later var frumsýnd í Háskólabíói, Regnboganum og Borgarbíói Akureyri í gær en hún er sjálfstætt framhald hryllingsmyndarinnar 28 Days Later. Með aðalhlutverkið fara þau Robert Carlyle og Catherine McCormack en leikstjóri er hinn spænski Juan Carlos Fresnadillo.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sannur sigurvegari

Heimildarkvikmynd Þorsteins Jónssonar um Ástþór Skúlason verður sýnd í Háskólabíói á morgun klukkan sex. Myndin hefur vakið mikla athygli og var meðal annars sýnd á heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg sem fram fór um helgina.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Stórar tilfinningar hjá Myst

Dúettinn Myst hefur gefið út sína fyrstu plötu, Take Me With You, með aðstoð Smekkleysu. Myst, sem er skipuð hjónunum Kolbrúnu Evu Viktorsdóttur og Haraldi G. Ásmundssyni, hefur verið starfandi í um það bil fjögur ár og hefur platan verið í vinnslu nánast frá þeim tíma. Spilar sveitin rólegheita popp undir ýmiss konar áhrifum, meðal annars frá Bítlunum, Emilíönu Torrini og Evu Cassidy.

Tónlist
Fréttamynd

Leikið öfganna á milli

Sinfóníuhljómsveit Íslands slær botninn í Sjostakovitsj-maraþon sitt á tónleikum í kvöld og frumflytur nýtt verk eftir Þórð Magnússon. Fyrir fimm árum ýtti aðalhljómsveitarstjórinn Rumon Gamba því metnaðarfulla verkefni úr vör að sveitin flytti allar sinfóníur rússneska tónskáldsins Dímítríj Sjostakovitsj.

Tónlist
Fréttamynd

Í nafni málarans Matisse

Myndlistartvíæringa er ekki eingöngu að finna í Feneyjum. Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir myndlistarmaður, sem leggur stund á meistaranám við listaháskólann Villa Arson í Frakklandi, tekur nú þátt í tvíæringnum Nouvelle Biennale í Nice í Frakklandi.

Menning
Fréttamynd

Flaming Lips á Hróarskeldu

Hin bandaríska Flaming Lips bættist í gær í hóp þeirra hljómsveita sem ætla að troða upp á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í sumar en tuttugu ár eru síðan hljómsveitin spilaði fyrst á hátíðinni.

Tónlist
Fréttamynd

Innréttingarnar lifna við

Formleg opnun á starfsemi í nýendurbyggðu Húsi Innréttinganna og viðbyggingu í Aðalstræti 10 verður kl. 17 í dag en í gamla húsinu á neðri hæðinni verður Reykjavíkurborg með sýningu í Fógetastofum.

Menning
Fréttamynd

Dúopp-lag í loftið

Grallararnir í Baggalúti hafa gefið út lagið Sof þú mér hjá. Lagið er tileinkað íslenskum táningum og er ætlað sem innlegg í þá fábreytnu unglingamenningu sem þrífst hérlendis.

Tónlist
Fréttamynd

Konungskomu 1907 minnst

Í sumar verða hundrað ár liðin frá því að Friðrik áttundi konungur sótti Íslendinga heim en af því tilefni verður opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðunni í dag.

Menning
Fréttamynd

París, lemdu einhvern

París Hilton er á leið í fangelsi, eins og öll heimsbyggðin veit. Stúlkan ku kvíða því nokkuð og hefur leitað ráða um hvernig hún á að hegða sér. Leikarinn Ice-T sem meðal annars leikur í Law & Order sjónvarpsþáttunum gaf henni einfalt ráð. Hann sagði henni að lemja einhvern um leið og hún kæmi innfyrir múranna. Eftir það yrði hún sett í svokallaða verndurnarvist og gæti dúllað við að lakka á sér neglurnar þartil henni verður sleppt.

Lífið
Fréttamynd

Papparassar bauluðu á Pamelu

Ljósmyndarar á kvikmyndahátíðinni í Cannes bauluðu á Pamelu Anderson þegar hún mætti of seint í myndatöku hjá þeim og stoppaði aðeins í nokkrar mínútur. Anderson var mætt til þess að kynna nýjustu mynd sína "Blond and Blonder." Það mun vera gamanmynd sem kynnt er sem "Dumb and Dumber" hitta "Legally blond."

Lífið
Fréttamynd

Drottningin heiðrar House

Elísabet Englandsdrottning hefur heiðrað breska leikarann Hugh Laurie með því að veita honum OBE orðuna. OBE stendur fyrir Order of the Birtish Empire. Laurie hefur slegið í gegn í sjónvarpsþáttunum um doktor Gregory House; skapstirðan snilling í læknavísindum. Fyrir leik sinn í þeim þáttum hefur hann hlotið tvenn Golden Globe verðlaun.

Lífið
Fréttamynd

Geimfari ástarþríhyrnings hættir hjá Nasa

William Oefelein geimfari hefur verið fluttur til í starfi og hættir hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna. Hann var flæktur í ástarþríhyrning sem leiddi til uppgjörs á milli tveggja kvenna. Oefelein mun hefja störf hjá sjóhernum þar sem hann gegndi áður stöðu. Lisa Nowak geimfari og ein tveggja kvenna sem Oefelein átti í ástarsambandi við, bíður nú réttarhalds vegna ákæru um mannrán og líkamsárás.

Lífið
Fréttamynd

Sautján ára söngdrottning

Hin sautján ára Jordin Sparks vann á dögunum söngvarakeppnina American Idol. Bar hún sigurorð af Blake Lewis, 25 ára pilti frá Washington. Úrslitaviðureignin var haldin í Kodak-leikhúsinu í Hollywood og var henni sjónvarpað beint víðs vegar um heiminn, þar á meðal til Íslands.

Tónlist
Fréttamynd

Frumsýning í Japan

Fimmta kvikmyndin um Harry Potter og ævintýri hans, The Order of the Phoenix, verður heimsfrumsýnd í Japan hinn 28. júní. Talið er að Japan hafi orðið fyrir valinu eftir að önnur framhaldsmynd, Spider-Man 3, var frumsýnd þar í landi og sló öll aðsóknarmet.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Úr handboltanum í rokkið

Tónlistarmaðurinn B.Sig gaf nýverið út sína fyrstu plötu, Good Morning mr. Evening, sem hlotið hefur glimrandi undirtektir og er í 10. sæti Tónlistans yfir mest seldu plötur landsins.

Tónlist