Frosti og Þröstur hættir í Mínus Gítarleikarinn Frosti Logason og bassaleikarinn Þröstur Jónsson eru hættir í rokksveitinni Mínus. Í stað Þrastar hefur verið ráðinn Sigurður Oddsson, söngvari Future Future, en enginn gítarleikari verður ráðinn í stað Frosta. Tónlist 16. júní 2007 00:15
Halldór reiðubúinn fyrir Hollywood „Ég geri mér vonir um að þetta komist á koppinn," segir Snorri Þórisson hjá Pegasus en hann á kvikmyndaréttinn að Sjálfstæðu fólki. Eins og fram kom í Fréttablaðinu er Martin Scorsese að lesa þetta meistaraverk Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness en það varð tilefnið að kjaftasögu um að leikstjórinn væri að íhuga að festa bókina á filmu. Bíó og sjónvarp 15. júní 2007 09:15
Fær spænsk verðlaun Bandaríski tónlistarmaðurinn Bob Dylan fær spænsku heiðursverðlaunin Prinsinn of Asturias afhent í október næstkomandi. Formaður dómnefndarinnar sagði að Dylan væri „lifandi goðsögn í tónlistinni og leiðtogi þeirrar kynslóðar sem lét sig dreyma um að breyta heiminum“. Á meðal þeirra sem hafa áður unnið þessi sömu verðlaun, sem þykja afar virt, er leikstjórinn Woody Allen. Tónlist 15. júní 2007 09:00
Skemmtilegt tjáningarform Líf og fjör í fiskvinnslu Sigvalda er heitið á nýrri teiknimyndasögu eftir Dr. Gunna, sem birtast mun í fyrsta eintaki tímaritsins Rafskinnu. Menning 15. júní 2007 08:45
Radiohead með nýja plötu Radiohead sagði frá því á heimasíðu sinni fyrr í vikunni að þeir væru langt komnir með nýja plötu. Hljómsveitin lokaði sig af í stúdíói síðasta haust og hefur unnið að plötunni með stuttum hléum síðan þá. Tónlist 15. júní 2007 08:45
Tónlistarþörfin öðru sterkari Systkinasveitin The White Stripes hefur lifað lengur en margar rokksveitir sömu kynslóðar. Hún fagnar tíu ára starfsafmæli í næsta mánuði, en eftir helgina kemur sjötta platan hennar í verslanir. Trausti Júlíusson skoðaði Icky Thump. Tónlist 15. júní 2007 07:45
Netið í stað hljómplatna Írska rokksveitin Ash ætlar að hætta að gefa út plötur. Þess í stað mun hún gefa út smáskífulög á netinu. „Með tilkomu niðurhalsins hefur áherslan aukist á einstaka lög,“ sagði Tim Wheeler, forsprakki Ash. „Það hjálpar ekki til að flestir virðast hafa gleymt hvernig á að gera góða plötu.“ Tónlist 15. júní 2007 07:15
Desyn til landsins Plötusnúðurinn Desyn Masiello spilar á tveimur klúbbakvöldum hér á landi um helgina. Hann verður á Akureyri í kvöld og á laugardagskvöld verður hann á Nasa. Tónlist 15. júní 2007 07:00
Allt varð þá að yndi Yrkingar Þórbergs Þórðarsonar eru forvitnilegur hluti höfundarverks hans sem ekki hefur verið hampað mjög. Nú hyggjast tveir ungir menn hefja kveðskap skáldsins upp á annað plan og semja lög við vísur hans í sumar. Þeir kalla sig Vini Láru. Menning 15. júní 2007 06:30
[box] spilar á Íslandi Alþjóðlega hljómsveitin [box] heldur tónleika á Gauki á Stöng mánudaginn 18. júní. Sveitin er hugarfóstur dönsku menningarstofnunarinnar Inkling Film sem hafði það að markmiði að leiða saman fjóra kunna tónlistarmenn sem höfðu aldrei leikið saman áður, láta þá taka upp plötu og fara í stutta tónleikaferð um Evrópu. Tónlist 15. júní 2007 06:00
Sicko opnar Bíódaga Græna ljóssins Sicko, nýjasta mynd Michael Moore leikstjóra myndanna Bowling for Columbine og Fahrenheit 9/11 verður opnunarmynd tveggja vikna kvikmyndaveislu Græna Ljóssins, sem stendur dagana 15. - 29. ágúst í Regnboganum. Bíó og sjónvarp 14. júní 2007 10:19
Erfiðasta talsetning sem ég hef stjórnað Talsetning Simpsons-kvikmyndarinnar er nú í fullum gangi í Sýrlandi talsetningu. Leikstjórinn Jakob Þór Einarsson segir verkefnið sitt það erfiðasta til þessa. Bíó og sjónvarp 14. júní 2007 10:00
Hef alltaf gert kröfur til mín Kvikmyndaleikstjórinn Rúnar Rúnarsson er kominn í sumarfrí frá Danska kvikmyndaskólanum og hyggst nota hluta af fríinu til að taka upp nýja stuttmynd hér á landi yfir verslunarmannahelgina. Bíó og sjónvarp 14. júní 2007 09:00
Pollapönk í útvarpið Tónlistarþátturinn Pollapönk hefur göngu sína á Rás 1 á föstudaginn kemur. Umsjónarmenn þáttarins eru Heiðar Örn Kristjánsson og Haraldur Freyr Gíslason, betur þekktir sem Heiðar og Halli úr Botnleðju. Þeir félagar gáfu út plötuna Pollapönk í fyrra en hún var hluti af lokaverkefni þeirra við Kennaraháskóla Íslands. Tónlist 14. júní 2007 08:45
Hvíti víkingurinn verður Embla „Eftir fimmtán ár er Hvíti víkingurinn loksins orðin að þeirri mynd eins og ég vildi hafa hana," segir Hrafn Gunnlaugsson en á vefsíðunni logs.is kemur fram að leikstjórinn hyggst frumsýna kvikmyndina á nýjan leik í haust. Um mánaðarmótin september, október. Bíó og sjónvarp 14. júní 2007 08:00
Yoko Ono vill Amiinu „Þetta kom okkur mikið á óvart og við erum búnar að hlæja mikið að þessu,“ segir María Huld Markan meðlimur hljómsveitarinnar Amiinu. Yoko Ono valdi um helgina lagið Seoul af nýrri plötu Amiinu, Kurr, sem eitt af átta lögum sem hún myndi hafa með sér á eyðieyju. Tónlist 14. júní 2007 07:30
Nýtt lag frá Þú og ég Gamli góði dúettinn Þú og ég tók nýlega upp nýtt lag sem heitir Sætasta stelpan á ballinu og er hægt að nálgast það á heimasíðunni tonlist.is. Þetta kemur eflaust mörgum á óvart enda er langt síðan dúettinn hætti störfum. Lagið er úr smiðju Gunnars Þórðarsonar og Jónasar Friðriks Gunnarssonar. Tónlist 14. júní 2007 05:00
Biggi fær góða dóma Biggi úr Maus, einnig þekktur sem Bigital, fékk á dögunum góða dóma fyrir plötu sína Id í blaðinu Inside Entertainment. Tónlist 14. júní 2007 03:00
Ocean"s 13 vinsælust Framhaldsmyndin Ocean"s 13 var vinsælasta myndin í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Þénaði hún rúmlega 37 milljónir dollara í aðganseyri, jafnvirði rúmlega 2,3 milljarða króna. Bíó og sjónvarp 13. júní 2007 02:00
Er ekki með svo stórt nef Ungur og tiltölulega óþekktur leikari, Víðir Guðmundsson, hefur verið ráðinn til að fara með hlutverk Gosa í samnefndum barnasöngleik sem sýndur verður á fjölum Borgarleikhússins í haust. Bíó og sjónvarp 13. júní 2007 02:00
Mundar myndavél Tónlistarmaðurinn Lou Reed opnaði á dögunum ljósmyndasýningu í safni sem kennt er við Andy Warhol í Pittsburgh í Bandaríkjunum. Reed var áberandi í listaklíku þeirri sem tengdist Warhol, sem hafði mikil áhrif á störf og áherslur hljómsveitarinnar The Velvet Underground sem Reed starfaði með. Enn fremur kemur fram í sýningarskrá að Reed líti á Warhol sem sinn helsta lærimeistara. Tónlist 13. júní 2007 02:00
Ný bók eftir Árna Ibsen Á stöku stað - með einnota myndavél, er titill nýrrar ljóðabókar eftir leikrita- og ljóðskáldið Árna Ibsen. Árni hafði gaman af því að ferðast og mögulega væri hann að leggja af stað í slíka ferð núna en það gerir hann þó ekki. Menning 12. júní 2007 23:27
Biðin eftir Simpsons styttist Biðin eftir komu vinsælustu fjölskyldu heims á hvíta tjaldið styttist óðum, en myndin um Simpson fjölskylduna verður frumsýnd um allan heim þann 27. júlí næstkomandi. Til að auðvelda biðina, hefur verið gefið út kort af bænum og íbúum hans. Bíó og sjónvarp 12. júní 2007 11:51
Paris Hilton segir að guð hafi gefið henni nýtt tækifæri Hótelerfinginn Paris Hilton hefur sagt að guð hafi gefið henni nýtt tækifæri og nú ætli hún að hætta að haga sér heimskulega, og nota frægð sína til að láta gott af sér leiða. Erlent 11. júní 2007 22:41
Kvikmyndar söngelska karlmenn Þorsteinn J. Vilhjálmsson er að leggja lokahönd á nýja mynd sem heitir The Boheminas. Myndin fjallar um félagsskap karla í Dublin sem hittast einu sinni í viku í þeim tilgangi að syngja hver fyrir annan. Félagsskapurinn var stofnaður árið 1897 og skipar um 150 manns, flesta á áttræðis eða níræðis aldri. Bíó og sjónvarp 11. júní 2007 08:30
Fimm stjörnur í Guardian Hljómsveitin Amiina fær fimm stjörnur í breska dagblaðinu The Guardian fyrir tónleika sína í Glasgow á dögunum. Fyrsta plata sveitarinnar, Kurr, kemur út hérlendis í dag. Tónlist 11. júní 2007 07:00