

Menning
Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Hin suður-afríska Whitney Houston sló í gegn í Britain's Got Talent
Hin suður-afríska Belinda Davis steig á svið í þættinum Britain's Got Talent nú á dögunum og heillaði dómara þáttarins upp úr skónum.

Stefanía stal senunni með rappábreiðu
Það er óhætt að segja að Stefanía Svavars hafi stolið senunni þegar hún flutti ábreiðu af hipp hopp smellinum Ready or Not þar sem hún söng og rappaði af mikilli innlifun.

Fresta Bond-myndinni til næsta árs
Frumsýning nýjustu James Bond-myndarinnar, No Time to Die, hefur verið frestað til næsta árs.

Föstudagsplaylisti Korters í flog
Korter í flog reiða sig á óreiðuna.

Syngur um konuna sem fannst látin í Ísdalnum
Snorri Helgason hefur sent frá sér lagið Gleymdu mér. Það er hluti af sýningunni Útlendingurinn - Morðgáta, sem fjallar um ráðgátuna um konuna sem fannst látin í Ísdalnum í Noregi.

Bein útsending: Bransadagar RIFF – RIFF spjall
Bein útsending verður hér á Vísi frá RIFF spjallinu frá klukkan 18 til 20.30

Unnur og krassasig gefa út tónlistarmyndband við listaverk
Í dag kom út lagið Á milli stunda sem er titillag þriðju sýningarinnar í seríunni Ég býð mig fram í leikstjórn Unnar Elísabetar. Lagið er samið og pródúserað af krassasig sem sér um tónlistina í verkinu. Á milli stunda verður frumsýnt 22. október næstkomandi á Hafnartorgi.

Egill Einars og Sverrir Bergmann gefa út ástarsorgarlag
Tónlistarmennirnir Egill Einarsson, DJ Muscleboy, og Sverrir Bergmann, Manswess, gáfu í gærkvöldi út fyrsta ástarsorgarlagið þeirra félaga.

Bein útsending: Bransadagar RIFF - Kvikmyndagerð á Íslandi
Bein útsending verður hér á Vísi frá pallborðsumræðum um kvikmyndagerð á Íslandi á Bransadögum RIFF í dag frá klukkan 15.30 til 17.

Gefur út lag með American Idol stjörnunni Chris Medina
Tónlistarmaðurinn Bomarz, Bjarki Ómarsson, gefur í dag út nýtt lag, Can't Fake It, í samstarfi við American Idol stjörnuna Chris Medina. Vísir frumsýnir myndband við lagið.

Mál og menning við Laugaveg vaknar til lífsins á ný
Garðar Kjartansson hefur skrifað undir tíu ára leigusamning.

Bein útsending: Samtal við Tjörnina
Tónsmíðanemendur við Listaháskóla Íslands hafa verið að vinna verkefni í gagnvirkri tónlist síðustu viku og verða niðurstöður tilrauna þeirra sýndar í beinni útsendingu í dag.

Vilja reisa styttu af Jóni Páli við Jakaból
Hópur úr fjölskyldu kraftlyftinga- og aflraunamannsins Jóns Páls Sigmarssonar hefur óskað eftir heimild hjá til að reisa styttu af Jóni Páli þar sem Jakaból stóð eitt sinn við Þvottalaugarnar í Laugardal.

Myndbandið við Bond-lag Billie Eilish frumsýnt
Tónlistarmyndbandið við titillag Billie Eilish fyrir nýjustu myndina um breska leyniþjónustumanninn James Bond var frumsýnt í dag.

Ástarsaga Alvars og Aino Aalto
Heimildamynd og leiðsögn um Alvar Aalto verður sýnd í Norræna húsinu um helgina og það á RIFF.

Vildu aðeins Króla til að flytja lagið Ást við fyrstu seen
Draumfarir og Króli gefa í dag frá sér nýtt lag sem ber heitið Ást við fyrstu seen.

Danska ljóðskáldið Pia Juul er fallin frá
Danska ljóðskáldið, rithöfundurinn og leikskáldið Pia Juul er látin, 58 ára að aldri.

Bein útsending: Bransadagar RIFF sjónvarpsseríur og VOD-ið - ný lausn?
Bein útsending verður hér á Vísi frá pallborðsumræðum um VOD-ið og sjónvarpseríur á Bransadögum RIFF í dag frá klukkan 17 til 18.30

280 milljóna framlag til að menningarsalurinn á Selfossi verði loks kláraður
Menningarsalinn er að finna á Hótel Selfossi og hefur hann staðið ófullgerður frá árinu 1986.

Framlög til RÚV lækka
Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir að útgjöld Ríkisútvarpsins muni nema 4.515 milljónum króna á næsta ári. Gert er ráð fyrir áframhaldi stuðningi til einkarekinna fjölmiðla.

Idris Elba og Baltasar sagðir ætla að sameina krafta sína í ljónamynd
Breski stórleikarinn og hjartaknúsarinn Idris Elba er sagður hafa tekið að sér aðalhlutverkið í nýrri Hollywood-mynd sem Baltasar Kormákur hyggst leikstýra.

„Ég byrjaði að syngja ein inni í herbergi, helst þegar enginn var heima“
„Þegar ég var að byrja minn feril keypti ég mér kassagítar, svona þrettán ára og byrjaði að rugla í því að syngja,“ segir Sigga Beinteins þegar hún segir frá því hvernig hún byrjaði í tónlist.

Jónsi og Robyn senda frá sér hið „fullkomna popplag“
Jónsi og sænska poppstjarnan Robyn sendu í dag frá sér nýtt lag, Salt Licorice. Lagið er af væntanlegri sólóplötu Jónsa, hans fyrstu í áratug. Platan kemur út á vegum Krunk útgáfunnar þann 2.október.

Bransadagar á RIFF
Hinir árlegu Bransadagar RIFF verða settir fimmtudaginn 1. október. Í ár er lögð áhersla á að kynna ný, íslensk verk í vinnslu og kvikmyndalandið Ísland auk þess sem rýnt verður í þær áskoranir sem blasa við kvikmyndaheiminum í kjölfar heimsfaraldurs.

Þakklát fyrir að tennurnar séu heilar
„Þetta hefði getað farið miklu verr en þetta hefði líklega farið betur ef ég hefði verið með hjálm,“ segir Chantelle Carey danshöfundur í samtali við Vísi.

Austurstrætinu lokað fyrir tökur á Leynilöggunni
Árið 2011 tóku þeir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson þátt í Trailer-keppni í sjónvarpsþáttunum Auddi og Sveppi og gáfu í kjölfarið út stiklu úr kvikmynd sem þeir kölluðu Leynilöggan.

I Am Woman-söngkonan Helen Reddy er látin
Ástralska söngkonan Helen Reddy, sem samdi og söng lagið I Am Woman, er látin 78 ára að aldri.

Bein útsending: Spilar danstónlist á bökkum Elliðaár
Klukkan 20 í kvöld er hægt að horfa á tónlistarveislu úr Elliðaárdalnum hér á Vísi.

Skuggahverfið - Ný íslensk kvikmynd frumsýnd í kvöld á RIFF
Íslenska kvikmyndin Skuggahverfið verður frumsýnd í kvöld á kvikmyndahátíðinni RIFF. Jón Einar Gústafsson er annar leikstjóra myndarinnar.

Kelly Clarkson með ábreiðu af laginu Perfect eftir Ed Sheeran
Söngkonan Kelly Clarkson fór af stað á nýjan leik með spjallþátt sinn The Kelly Clarkson Show í síðustu viku.