
Fabio Capello: Bale er sá besti í heimi
Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins er mikill aðdáandi Gareth Bale hjá Tottenham og Ítalinn fór fögrum orðum um hann í viðtali við Sky Sports. Hinn 21 árs gamli Wales-maður er að stíga upp úr meiðslum og vonast til að geta spilað á móti AC Milan í Meistaradeildinni í kvöld.