

Lögreglumál
Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Flúði af vettvangi eftir umferðaróhapp
Ökumaður má eiga von á sekt eftir að hafa flúið af vettvangi eftir umferðaróhapp á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla hafði uppi á ökumanninum og segir að hann megi eiga von á sekt fyrir að hafa yfirgefið vettvang án þess að gera ráðstafanir.

Lögregla leitar manns
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir að ná tali af manni sem birtist á myndum sem fylgja fréttinni og má sjá að ofan.

Tveir ungir menn handteknir vegna innbrots í lyfjaverslun
Tveir ungir menn voru handteknir í nótt, grunaðir um innbrot í lyfjaverslun í Garðabæ. Tilkynning um innbrotið barst um klukkan 3.15 en þá sáust mennirnir hlaupa af vettvangi og fara á brott í bifreið.

Sérsveit kölluð til eftir að maður mundaði hníf
Sérsveitarmenn handtóku mann í Veghúsum í Grafarvogi í gærkvöldi sem dregið hafði fram hníf í samskiptum við fólk í íbúðinni. Maðurinn var einn í íbúðinni þegar lögregla handtók hann. Heimilisfólk hafði yfirgefið íbúðina fyrr um kvöldið.

Réðst á stúlkur og reyndi að ræna þær
Ungur drengur í annarlegu ástandi réðst á tvær stúlkur og reyndi að ræna þær í gærkvöldi. Sló hann aðra stúlkuna með krepptum hnefa í andlitið en stúlkurnar náðu að komast undan til foreldra sinna.

Nettó-ræninginn handtekinn eftir eltingaleik
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann sem réðst á kassastarfsmann og stal peningum úr verslun Nettó í Lágmúla eftir að hafa veitt honum eftirför í gærkvöldi. Ræninginn stakk af á bíl og ók meðal annars á aðra bíla og á móti umferð.

Mikill viðbúnaður lögreglu í Veghúsum
Lögreglan var með mikinn viðbúnað í Veghúsum upp úr tíuleytinu í kvöld. Þar mátti sjá fjölda lögreglubíla auk vopnaðra sérsveitarmanna í fullum klæðum.

Fimm mánaða stúlka skotin til bana í Chicago
Fimm mánaða stúlka var skotin til bana í aftursæti bíls í South Shore-hverfi Chicago síðdegis í gær. Stúlkan var flutt á spítala eftir að hafa fengið skot í höfuðið og lést hún þar. Maður á fimmtugsaldri hlaut einnig áverka eftir að byssuskot hæfði hann nærri auga.

Rændi Nettó og flúði af vettvangi
Matvöruverslunin Nettó í Lágmúla var rænd fyrr í kvöld. Að sögn vitna sló ræninginn til starfsmanns, tók pening úr kassanum og flúði af vettvangi. Engan sakaði í árásinni og vinnur lögreglan nú að rannsókn málsins.

Talinn hafa verið ölvaður þegar hann velti bíl
Ökumaður og farþegi voru fluttir á bráðamóttöku eftir að bíll þeirra valt á Hringbraut á öðrum tímanum í nótt. Sá sem ók bílnum er grunaður um ölvun við akstur.

Beinbrot í rafskútuslysum í borginni í gærkvöldi
Tvennt hlaut beinbrot í rafhlaupahjólaslysum í Reykjavík í gærkvöldi. Sá þriðji hlaut aðhlynningu á bráðadeild en hann reyndist hafa verið afar ölvaður á hjólinu.

Handlék hníf innan um hóp ungmenna
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann sem tilkynnt var um að hefði handleikið hníf innan um hóp ungmenna í Árbæ í gærkvöldi. Áður hafði sést til hans koma út úr skóla þar sem innbrotskerfi var í gangi.

Líkamsárásir, innbrot og slys á annasamri vakt lögreglu
Nóttin og gærkvöldið voru nokkuð annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem sinnti meðal annars tveimur útköllum vegna líkamsárása og tveimur útköllum vegna innbrota.

„Minna hik við að beita skotvopnum á almannafæri“
Sérsveit Ríkislögreglustjóra vopnaðist margfalt oftar á síðasta ári vegna skotvopna en fimm árum áður. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir minna hik við að beita skotvopnum á almannafæri en áður.

„Maðurinn reyndi augljóslega að drepa okkur. Hvað annað er hægt að kalla þetta?“
Maðurinn sem var í bílnum með syni sínum þegar skotið var að þeim í Hafnarfirði í gær telur ljóst að skotmaðurinn hafi ætlað sér að drepa þá feðga. Maðurinn segist vera í miklu áfalli eftir atburði gærdagsins.

Byssumaðurinn vistaður á „viðeigandi stofnun“
Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði karlmann á sjötugsaldri sem var handtekinn fyrir að skjóta á bíla í Hafnarfirði í gær til vistunar á viðeigandi stofnun í fjórar vikur. Skotárásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps.

Tvö innbrot þar sem búðarkössum var stolið
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust í gærkvöldi og nótt tvær tilkynningar er vörðuðu innbrot í verslun og fyrirtæki. Atvikin áttu sér stað í póstnúmerum 103 og 109 en í báðum tilvikum voru búðarkassar með skiptimynt hafðir á brott.

Beitti líklega riffli: „Guðs lifandi feginn að enginn hafi skaðast“
Sex ára barn var í bílnum sem skotið var á fyrir utan leikskóla í Hafnarfirði dag. Íbúi í húsi byssumannsins segist hafa verið skjálfandi hræddur en maðurinn notaði líklega riffil í árásinni.

„Ég var mjög hrædd og óttaslegin“
Berglind Bjarney Ásgeirsdóttir, íbúi að Miðvangi 41 þar sem skotið var á tvo bíla í morgun, sagðist hafa orðið óörugg og óttasleginn vegna ástandsins sem skapaðist í morgun. Henni fannst skorta nægilega upplýsingagjöf frá lögreglunni en einu upplýsingarnar sem hún fékk um málið heyrði hún í útvarpinu.

Var með barnið í bílnum þegar skotið var á hann
Faðir og sex ára gamall sonur hans voru í öðrum bílanna sem skotið var á við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Lögreglan rannsakar skothríð sjötugs karlmanns á bílana sem tilraun til manndráps.

Maður í bílnum sem skotið var á
Lögreglan er sögð rannsaka skotárás á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði í morgun sem tilraun til manndráps. Eigandi annars bílsins var inni í honum þegar karlmaður á sjötugsaldri skaut á hann.

Ríkissaksóknari áfrýjar dómi Brynjars Creed
Ríkissaksóknari mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness í máli Brynjars Creed til Landsréttar. Að sögn Kolbrúnar Benediktsdóttur, varahéraðssaksóknara sem rak málið fyrir héraðsdómi, snýr áfrýjunin að því að Brynjar verði jafnframt sakfelldur fyrir nauðgun, með því að hafa fengið stúlkur undir lögaldri til þess að framkvæma ýmsar kynferðislegar athafnir í gegnum netið.

Umsátrinu í Hafnarfirði lauk þegar maðurinn gaf sig fram
Karlmaður á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði kom út úr íbúð sinni sjálfviljugur skömmu eftir hádegi og er nú í haldi lögreglu. Þar með lauk tæplega fjögurra klukkustunda löngu umsátursástandi.

Markmiðið að ná manninum út heilum á húfi
Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að lögregla sé tilbúin að vera eins lengi og þarf við blokk við Miðvang í Hafnarfirði þar sem grunaður byssumaður er lokaður inni í íbúð. Markmiðið sé að ná manninum heilum á húfi út.

Umsátursástand eftir skotárás í Hafnarfirði
Lögreglumenn reyna nú að ræða við karlmann á sjötugsaldri sem er grunaður um að skjóta á kyrrstæðan bíl fyrir utan fjölbýlishús við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Vopnaðir sérsveitarmenn eru á vettvangi og mikil viðbúnaður en grunaði byssumaðurinn er í íbúð í blokkinni.

Sá ekki börnin koma aðvífandi á rafmagnshlaupahjólum
Það var heldur rólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt, fyrir utan tilkynningu sem barst um klukkan hálf ellefu þar sem greint var frá umferðarslysi í Kópavogi.

Banaslys á Djúpavogi
Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag.

Lítur ætluð brot Eimskips alvarlegum augum
Rannsókn héraðssaksóknara á meintum brotum Eimskips á lögum um meðhöndlun úrgangs er umfangsmikil og kallað hefur verið eftir gögnum erlendis frá. Forstjóri Umhverfisstofnunar lítur málið alvarlegum augum og framkvæmdastjóri hjá Eimskip er með réttarstöðu sakbornings.

Góður gangur í rannsókn manndrápsins í Barðavogi
Rannsókn manndrápsins í Barðavogi miðar vel að sögn fulltrúa hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Engum verið fylgt úr landi enn sem komið er
Í lok síðasta mánaðar stóð til að vísa alls 197 hælisleitendum úr landi, þar af 44 til Grikklands. Stoðdeild Ríkislögreglustjóra ákvað að byrja á hópnum sem senda átti til Grikklands en enn sem komið er hefur engum verið fylgt þangað.