Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Jól í Grinda­vík eftir allt saman

Frá og með Þorláksmessu mega Grindvíkingar fara inn í bæinn allan sólarhringinn og jafnvel sofa þar. Því verða jól í Grindavík eftir allt saman, allavega hjá þeim Grindvíkingum sem það vilja.

Innlent
Fréttamynd

Töfrablær yfir jólahúsi ársins í Kópa­vogi

Daltún 1 er jólahús Kópavogs í ár. Í umsögn dómnefndar segir að einföld litasamsetningin sveipi ákveðnum töfrablæ yfir húsið, allt um kring. Að þessu sinni voru einnig valdar Jólagata og Fjölbýlishús ársins.

Lífið
Fréttamynd

Margar hættur fyrir dýrin um jólin

Jólahátíðin og áramótin geta reynst ferfætlingum og öðrum gæludýrum erfitt. Hefðbundin rútína hverfur um tíma, mikið er um heimsóknir og mataræði breytist mjög. Matvælastofnun segir mikilvægt að tryggja gæludýrum áfram hefðbundna hreyfingu og nauðsynlega hvíld til að tryggja að þeim líði vel.

Jól
Fréttamynd

Legó á spott­prís gleður flesta

Fyrr í desember var opnaður nýr markaður sem selur lagervörur frá hinum ýmsu birgjum og verslunum. Markaðurinn er í gamla vöruhúsi Heimkaupa á Smáratorgi. Þar má finna allt frá Lego vörum á 200 krónum til snjallryksuga og sjónvarpa á sannkölluðu lagerverði.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Daginn tekur að lengja á ný

Vetrarsólstöður voru á fjórða tímanum í nótt. Frá og með deginum í dag tekur sól að hækka á lofti og hver dagur verður örlítið lengri en dagurinn á undan, mörgum eflaust til mikillar ánægju. 

Innlent
Fréttamynd

Jólatöfrar

Hátíð ljóss og friðar er handan við hornið. Í aðdraganda hátíðarinnar finna mörg fyrir miklu álagi og streitu sem fylgir hátíðarhöldunum. Það getur jafnvel ýtt undir vanlíðan eins og kvíða og depurð.

Skoðun
Fréttamynd

Gáttaþefur kom í nótt

Gáttaþefur er ellefti jólasveinninn sem kemur til byggða. Með sitt heljarstóra nef gat hann fundið lykt af nýsteiktu brauði langar leiðir og runnið þannig á sinn uppáhaldsmat, laufabrauð.

Jól
Fréttamynd

Ver jólunum í faðmi kærastans

Páll Óskar Hjálmtýsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, ætlar að halda jólin með kærastanum sínum. Það er í fyrsta skiptið í langan tíma sem hann er ekki með systkinum sínum og þeirra fjölskyldum.

Lífið
Fréttamynd

Húmor í jóla­skreytingum Brynju

Myndlistarkonan Brynja Harðardóttir Tveiten er með mjög sérstakar jólaskreytingar heima hjá sér þar sem hún notar mikið gamla kassa og gamla hluti á einstaklega skemmtilegan hátt.

Lífið
Fréttamynd

Ás­dís Rán og Þórður halda jólin í Búlgaríu

Fyrirsætan og ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir og kærastinn hennar Þórður Daníel Þórðarson ætla að halda jólin saman í Búlgaríu en vonast til að komast til Íslands á milli jóla og nýárs til að fagna áramótunum hér á landi.

Lífið
Fréttamynd

Glugga­gægir kom til byggða í nótt

Gluggagægir er sjötti jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann gægðist inn um hvern glugga til að reyna að koma auga á eitthvað sem hann gæti hnuplað.

Jól
Fréttamynd

Ljósið í myrkrinu

Desembermánuður er annasamur hjá mörgum og auðvelt er að hlaða á sig alls kyns verkefnum.

Skoðun
Fréttamynd

Sá besti á árinu bjó til jóla­lag með Ladda

Sundmaðurinn fjölhæfi Már Gunnarsson var í gær útnefndur íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Hann sinnir jafnframt tónlistinni og gaf nýverið út jólalag sem þeir Laddi syngja saman.

Sport
Fréttamynd

Töfrandi hátíðarborð um jólin

Hátíðlega skreytt veisluborðið er stór hluti af jólahaldinu hjá mörgum. Þegar lagt er á borð er um að gera að prófa sig áfram og notast við skreytingar af ólíku tagi. Með því að raða ólíkum efnivið úr náttúrunni, kertum og jólaskrauti smekklega saman verður útkoman hin glæsilegasta. 

Jól
Fréttamynd

Hver er vin­sælasta jóla­gjöfin?

Samverustund hefur verið valin jólagjöf ársins samkvæmt könnun Rannsóknarseturs verslunarinnar. Valið snýst því ekki lengur um mjúka eða harða pakka, heldur er það samvera með fólkinu okkar sem hefur vinningin.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ballarbrotum fjölgar um jólin

Ballarbrotum fjölgar yfir jólahátíðina, ef marka má niðurstöður vísindamanna í Þýskalandi sem hafa rannsakað tíðni meiðslanna eftir árstímum.

Erlent
Fréttamynd

Stefnir á að skrifa glæpaleikrit

Rithöfundadraumurinn kviknaði snemma hjá glæpasagnahöfundinum Ragnari Jónassyni en í æsku var hann duglegur að skrifa ljóð og smásögur fyrir afa sinn og ömmu. Helgunum eyddi hann svo gjarnan á Þjóðarbókhlöðunni með föður sínum þar sem hann datt inn í heim bókanna.

Menning
Fréttamynd

Ó­missandi hefðir lista­manna á að­ventunni

Hefðir eiga mis stóran sess í hjarta fólks í aðdraganda hátíðarinnar sem nálgast nú óðfluga. Mandarínur, jólamyndir, konfekt og möndlugrautur er meðal þess sem er ómissandi fyrir listamennina, Þorgrím Þráinsson, Kristmund Axel Kristmundsson og Ásgrím Geir Logason á aðventunni.

Jól
Fréttamynd

Frasa­bókin er svarti foli þessarar ver­tíðar

Ef pakkinn þinn líkist bók þá eru mestar líkur á að í honum leynist Arnaldur, Yrsa eða Ólafur Jóhann. Þessi þrjú eiga mest seldu skáldverk ársins samkvæmt Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda.

Menning
Fréttamynd

Hátíðarmaturinn sem klikkar ekki

Ali Hamborgarhryggurinn hefur verið ómissandi liður í hátíðarhefðum fjölmargra íslenskra fjölskyldna í að verða 80 ár en Ali fagnar einmitt 80 ára afmæli á næsta ári. Mikil natni er lögð í framleiðsluna, hryggurinn er léttsaltaður og léttreyktur yfir beykispæni sem gerir hann einstaklega bragðgóðann.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Skyrgámur kom til byggða í nótt

Skyrgámur er áttundi jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann var ægilegur rumur sem þefaði upp skyrtunnur og át þar til hann stóð á blístri.

Jól