Fæstir mæta á Laugardalsvöll Valur og Fram eru með lélegustu aðsókn áhorfenda á heimaleiki sína það sem af er Landsbankadeild karla. Bæði félög spila heimaleiki sína á Laugardalsvelli, þjóðarleikvangi Íslands. Völlurinn tekur tíu þúsund manns í sæti og er því nokkuð tómlegt um að lítast á leikjum Vals og Fram. Íslenski boltinn 22. júní 2007 02:00
Stefán lánaður frá Keflavík 1. deildarliðið Reynir í Sandgerði fékk Stefán Örn Arnarson lánaðan í einn mánuð frá Keflavík í gær. Stefán hefur lítið verið viðriðinn Keflavíkurliðið í sumar og aldrei fengið sæti í byrjunarliðinu. Hann kemur til með að styrkja Reynisliðið svo um munar en félagið berst í neðrihluta 1. deildarinnar um þessar mundir. Íslenski boltinn 22. júní 2007 02:00
Okkar aðferð virkar vel Gunnleifur Gunnleifsson er leikmaður sjöundu umferðar Landsbankadeildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann lagði grunn að sigri HK á KR í fyrrakvöld með því að halda marki sínu hreinu í 2-0 sigri sinna manna. Hann sagði að sigurinn hafi vitanlega verið sætur, en ekkert sætari en aðrir sigrar. Íslenski boltinn 22. júní 2007 01:15
Átján stig skilja að FH og KR Sumarið sem átti að vera svo gott hjá KR-ingum er löngu orðið að hreinni martröð. Og lengi getur vont versnað, að því er virðist. Tap liðsins gegn HK í fyrrakvöld var að flestra mati síðasta tækifæri Teits Þórðarsonar að snúa gengi sinna manna við. Flestir eru löngu búnir að afskrifa hann, það er að segja allir nema hann sjálfur og stjórnarmenn KR Sports. Íslenski boltinn 22. júní 2007 01:15
Frábær sigur á Serbum Leik íslenska kvennalandsliðsins við Serba lauk rétt í þessu með stórsigri íslenska liðsins, 5-0. Leikurinn fór fram í blíðskaparveðri á Laugardalsvellinum. Um 6000 manns áhorfendur sátu leikinn. Leikurinn var liður í undankeppni EM og hefur íslenska liðið nú unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum. Íslenski boltinn 22. júní 2007 00:10
Hermann um kvennalandsliðið Hermann Hreiðarsson landsliðsmaður er ekkert nema ánægður með góðan árángur kvennalandsliðsins í knattspyrnu og segir enga samkeppni við karlalandsliðið. Ísland í dag heyrði í kappanum í morgun. Fótbolti 21. júní 2007 20:31
Allir á völlinn í kvöld Íslenska kvennalandsliðið tekur á móti Serbum í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í kvöld klukkan 21:15 og rétt að skorar Vísir.is á alla sem hafa tök á því að mæta og styðja við bakið á stelpunum. Íslenska liðið vann síðast frækinn sigur á Frökkum í keppninni og þarf á góðum stuðningi að halda gegn sterkum andstæðingi í kvöld. Fótbolti 21. júní 2007 18:15
Hvað er að í vesturbænum? Dapurt gengi KR-inga í Landsbankadeildinni er án efa það sem borið hefur hæst í fyrstu sjö umferðum þar sem liðið er aðeins með eitt stig og situr fast á botninum. Vísir leitaði álits sérfræðinga Sýnar á vandanum í vesturbænum og þeir Logi Ólafsson og Bjarni Jóhannsson hafa báðir fulla trú á að Teti þjálfara takist að rétta við skútuna. Íslenski boltinn 21. júní 2007 15:49
FH lagði Blika í frábærum leik Íslandsmeistarar FH hafa aukið forskot sitt á toppi Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu í fimm stig eftir góðan 2-1 sigur á Breiðablik í hörkuleik í kvöld. Blikar komust yfir í leiknum á 50. mínútu með marki frá Nenad Petrovic en Tryggvi Guðmundsson jafnaði skömmu síðar fyrir heimamenn. Arnar Gunnlaugsson skoraði sigurmark FH þegar 20 mínútur voru til leiksloka. Íslenski boltinn 20. júní 2007 21:51
Enn tapar KR KR-ingar sitja enn fastir á botni Landsbankadeildar karla eftir að liðið tapaði 2-0 fyrir nýliðum HK í Kópavogi í kvöld. Keflvíkingar unnu góðan 2-1 útisigur á Víkingi þar sem Guðmundur Steinarsson skoraði sigurmark Keflvíkinga úr vítaspyrnu þegar rúmar 2 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Íslenski boltinn 20. júní 2007 21:05
Markalaust í hálfleik í Kaplakrika Staðan í leik FH og Blika er jöfn 0-0 þegar flautað hefur verið til leiklés í leik liðanna í Kaplakrika sem sýndur er beint á Sýn. Leikurinn hefur verið fjörlegur í byrjun en hvorugu liðinu hefur tekist að skora úr fjölda færa sem litið hafa dagsins ljós. HK hefur yfir 2-0 gegn KR í Kópavogi og þá er staðan 1-1 hjá Víkingi og Keflavík. Íslenski boltinn 20. júní 2007 20:47
KR undir á Kópavogsvelli Nú er kominn hálfleikur í leikjunum tveimur sem hófust klukkan 19:15 í Landsbankadeild karla. Útlitið er ekki gott hjá botnliði KR sem er undir 1-0 gegn HK þar sem Jón Þorgrímur Stefánsson skoraði fyrir heimamenn á 35. mínútu. Markalaust er í leik Víkings og Keflavíkur og sömu sögu er að segja af leik FH og Blika í Hafnarfirði, en sá leikur hófst klukkan 20 og er sýndur beint á Sýn. Íslenski boltinn 20. júní 2007 20:06
Þrír leikir í Landsbankadeildinni í kvöld Sjöundu umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu lýkur í kvöld með þremur leikjum. Íslandsmeistarar FH taka á móti Blikum í sjónvarpsleiknum á Sýn klukkan 20. Víkingur mætir Keflavík á Víkingsvelli og þá verður mjög áhugaverður leikur á Kópavogsvelli þar sem nýliðar HK taka á móti botnliði KR en þessir tveir leikir hefjast 19:15. Íslenski boltinn 20. júní 2007 15:09
Guðjón Þórðarson: Ekki fallegt - en árangursríkt Við töluðum um það fyrir leikinn að aginn, ástríðan og viljinn til að vinna leikinn yrði að vera til staðar. Við vörðumst vel og vörðumst af krafti, en engu að síður fengum við tvö bestu færin í leiknum þannig að það fer ekki alltaf saman magnið og gæðin," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna eftir sigurinn á Val í kvöld. Íslenski boltinn 19. júní 2007 22:06
Bjarni tryggði Skagamönnum sigur á Val Valsmenn töpuðu í kvöld sínum fyrsta leik í Landsbankadeild karla þegar þeir töpuðu 2-1 fyrir ÍA á Skipaskaga í kvöld. Valsmenn voru betri í fyrri hálfleiknum og komust yfir með marki Dennis Bo Mortensen eftir aðeins 5 mínútna leik. Króatinn Dario Cingel jafnaði fyrir ÍA á síðstu augnablikum fyrri hálfleiks og það var svo Bjarni Guðjónsson sem gerði út um leikinn með marki úr vítaspyrnu á 84. mínútu. Íslenski boltinn 19. júní 2007 21:49
Jafnt í hálfleik á Skaganum Staðan í leik ÍA og Vals á Skaganum er jöfn 1-1 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Valsmenn hafa verið heldur sterkari fyrstu 45 mínúturnar og Dennis Bo Mortensen kom liðinu yfir eftir aðeins fimm mínútur. Króatinn Dario Cingel jafnaði hinsvegar metin fyrir heimamenn skömmu fyrir leikhlé með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu Þórðar Guðjónssonar. Áður höfðu Valsmenn átt stangarskot að marki heimamanna. Íslenski boltinn 19. júní 2007 20:46
Margrét Lára neitaði norsku gylliboði Landsliðskonan Margrét Lára Viðarsdóttir hjá Val hefur fengið gylliboð um að leika með norsku úrvalsdeildarfélagi sem tilbúið var að greiða henni á sjöundu milljón króna í árslaun. Margrét neitaði tilboði félagsins og segir það ekki hafa freistað sín. Smelltu á spila til að sjá viðtal Stöðvar 2 við Margréti í kvöld. Íslenski boltinn 19. júní 2007 20:13
ÍA - Valur í beinni á Sýn í kvöld Einn leikur er á dagskrá í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld þar sem Skagamenn taka á móti Val. Leikurinn hefst klukkan 20 og verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Valsmenn eru í öðru sæti deildarinnar með 12 stig eftir 6 leiki en Skagamenn hafa 6 stig í 8. sætinu. Íslenski boltinn 19. júní 2007 18:15
Fram vinnur sinn fyrsta leik í Landsbankadeildinni Fram sigraði Fylki í kvöld í fyrsta leik 7. umferðar Landsbankadeildarinnar, 3-1. Leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum. Þetta var fyrsti sigur Framara í deildinni. Íslenski boltinn 18. júní 2007 21:12
Einn leikur í Landsbankadeild karla í kvöld Einn leikur fer fram í Landsbankadeild karla í kvöld. Fram tekur á móti Fylki á Laugardalsvellinum klukkan 19:15, í fyrsta leik 7. umferðar Íslandsmótsins. Íslenski boltinn 18. júní 2007 14:09
Þrír efstir og jafnir með 7 Að loknum sex umferðum í Landsbankadeild karla eru Íslandsmeistarar FH á toppi deildarinnar. Einn leikmaður þeirra er efstur ásamt tveimur öðrum í einkunnagjöf Fréttablaðsins en það kemur kannski á óvart að það er Daði Lárusson markmaður. Taflan hér til hægri sýnir lista yfir 50 efstu leikmenn í einkunnagjöf Fréttablaðsins eftir sex umferðir. Skilyrði var að leikmennirnir hefðu spilað fjóra leiki eða fleiri. Fótbolti 18. júní 2007 03:30
Tölurnar tala Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Íslandsmeistarar FH hafa hæstu meðaleinkunn liða í deildinni, FH er með 6,22 í meðaleinkunn en aðeins FH og Keflavík er með yfir 6 í einkunn. Valur og Keflavík hafa sætaskipti sé einkunnagjöfin miðuð við stöðuna í deildinni. Fótbolti 18. júní 2007 02:00
Ég er ótrúlega stoltur af stelpunum Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari Íslands, gat ekki leynt ánægju sinni með sigurinn gegn Frökkum í gær. „Mér líður frábærlega. Að leggja svona sterk landslið að velli er ótrúlegt og það gekk eiginlega allt upp hjá okkur. Við spiluðum þéttan varnarleik og beittum góðum skyndisóknum,“ sagði Sigurður sem hrósaði Margréti Láru og Ásthildi í hástert. Fótbolti 17. júní 2007 11:30
Þetta var ótrúlegt „Mér líður mjög vel, þetta var ótrúlegt. Við höfðum reyndar allan tímann trú á því að við gætum unnið þetta lið,“ sagði Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði Íslands eftir sigurinn gegn Frökkum í gær. Fótbolti 17. júní 2007 08:30
Erum að skrá okkur í sögubækurnar Greta Mjöll Samúelsdóttir var brosmild eftir sigurinn gegn Frakklandi í gær. „Ég er í nettu sjokki, þetta er eitt besta afrek sem Ísland hefur unnið og ég held að við séum að skrá okkur í sögubækurnar,“ sagði Greta Mjöll. Fótbolti 17. júní 2007 08:15
Frækinn sigur á Frökkum Íslenska kvennalandsliðið náði í gær einum bestu úrslitum í sögu íslenskrar knattspyrnu í gær með 1-0 sigri á Frökkum. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eina markið gegn sjöundu bestu þjóð heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. Fótbolti 17. júní 2007 06:45
Aðsóknarmetið ekki slegið KSÍ gerði sitt besta til að slá áhorfendamet á kvennalandsleik í gær. Alls mættu 1667 áhorfendur á Laugardalsvöllinn sem er nokkuð frá metinu sem er 2974 manns. Þrátt fyrir það skapaðist fín stemning á Laugardalsvelli í gær. Fótbolti 17. júní 2007 06:15
Úrslit leikja í 1. deild Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í dag. Fjarðarbyggð beið lægri hlut fyrir Stjörnunni á heima velli, 0-2. Guðjón Baldvinsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar og voru þetta fyrstu mörkin sem Fjarðarbyggð fær á sig. Fótbolti 16. júní 2007 17:07
Ísland 1-0 Frakkland Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu bar í dag sigurorð á sterku liði Frakka í Laugardalnum. Leikurinn endaði 1-0 og var það Margrét Lára Viðarsdóttir sem skoraði markið á 81. mínútu eftir sendingu frá Dóru Maríu Lárusdóttur. Fótbolti 16. júní 2007 15:56
Margrét Lára búin að skora fyrir Ísland Margrét Lára Viðarsdóttir var að koma íslendingum yfir gegn frökkum. Margrét Lára skoraði með skalla á 81. mínútu eftir glæsilega sókn íslendinga. Frakkar tefla fram ógnarsterku liði sem hefur unnið báða sína leiki sannfærandi í riðlinum. Fótbolti 16. júní 2007 15:45