Heil umferð í kvöld Í kvöld verða allir fimm leikirnir í 14. umferð Landsbankadeildar karla á dagskrá. Fjórir leikir hefjast klukkan 18 en þar á meðal er viðureign Fylkis og FH sem verður í beinni á Sýn. Klukkan 20:00 mætast Fram og HK á Laugardalsvelli. Íslenski boltinn 26. ágúst 2007 15:05
Byrjunarliðið gegn Slóveníu Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið kvennalandsliðsins er mætir Slóvenum í riðlakeppni fyrir EM 2009 í Finnlandi í dag. Leikurinn hefst kl. 15:00. Íslenski boltinn 26. ágúst 2007 10:42
Grindavík endurheimti toppsætið Lokaleikur 17. umferðar 1. deildar karla fór fram í dag. Grindvíkingar endurheimtu toppsætið með því að vinna Þór Akureyri örugglega 3-0 á heimavelli sínum. Orri Freyr Hjaltalín, Andri Steinn Birgisson og Eysteinn Hauksson skoruðu mörkin. Íslenski boltinn 25. ágúst 2007 18:23
Grótta og Víðir í góðum málum Úrslitakeppnin í 3. deild karla fór af stað í dag en fimm lið komast upp í 2. deildina í ár vegna fjölgunar í landsdeildum Íslandsmótsins. Átta lið keppa í úrslitakeppnninni og komast sigurliðin úr átta liða úrslitunum beint upp en tapliðin leika aukalega um hitt lausa sætið í 2. deild. Íslenski boltinn 25. ágúst 2007 16:20
Ísland gerði jafntefli við Kanada Íslenska landsliðið í knattspyrnu gerði í kvöld jafntefli við Kanada, 1-1. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og fá færi litu dagsins ljós. Íslenska liðið var þó sterkara í leiknum en það dugði ekki til. Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom Íslendingum yfir með marki af stuttu færi eftir fína sendingu frá Baldri Aðalsteinssyni á 65. mínútu en Oliver Occean jafnaði fyrir Kanada á 74. mínútu með skoti af stuttu færi. Íslenski boltinn 22. ágúst 2007 20:02
Kanada jafnar leikinn á Laugardalsvellinum Oliver Occean var núna rétt í þessu að jafna leikinn fyrir Kanada gegn Íslandi. Paul Stalteri átti þrumuskot sem að Fjalar Þorgeirsson varði ágætlega en boltinn datt beint fyrir fæturnar á Occean sem átti ekki í erfiðleikum með að setja boltann yfir marklínuna. Staðan er 1-1, en Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði mark Íslands. Íslenski boltinn 22. ágúst 2007 19:38
Gunnar Heiðar kemur Íslandi yfir Gunnar Heiðar Þorvaldsson er búinn að koma íslenska landsliðinu yfir gegn því kanadíska á Laugardalsvellinum. Gunnar Heiðar skoraði markið á 65. mínútu af stuttu færi eftir sendingu frá Baldri Aðalsteinssyni sem var kominn upp á endamörkum. Staðan er 1-0. Íslenski boltinn 22. ágúst 2007 19:29
Markalaust í hálfleik í Laugardalnum Markalaust er í hálfleik í vináttuleik Íslands og Kanada sem hófst klukkan 18:05 á Laugardalsvellinum. Leikurinn hefur verið rólegur og ekki mikið um færi. Emil Hallfreðsson átti þó fínt skot á fyrstu mínútu leiksins sem var varið í horn. Brynjar Björn Gunnarsson átti svo fínan skalla eftitr hornið en markvörður Kanada sá við honum. Leikmenn Kanada hafa komist lítt áleiðis en áttu þó fínt skot fyrir utan teig sem að Daði Lárusson varði vel. Íslenski boltinn 22. ágúst 2007 18:54
U21: Ísland tapaði fyrir Kýpur U21 landslið Íslands tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni EM ´09 fyrir Kýpur með einu marki gegn engu. Íslenska liðið var sterkara í leiknum en Kýpur skoraði sigurmarkið úr aukaspyrnu tuttugu mínútum fyrir leikslok. Íslenski boltinn 22. ágúst 2007 17:56
Kýpur komið yfir í Grindavík Kýpur var rétt í þessu að komast yfir gegn U21 liði Íslands í fyrsta leik Íslands í undankeppni EM ´09. Staðan er 0-1. Íslendingar eru búnir að sækja allan leikinn og því kemur markið gegn gangi leiksins. Markið kom úr aukaspyrnu af löngu færi. Íslenski boltinn 22. ágúst 2007 17:30
Sjónvarpssamningur eyðileggur knattspyrnuveislu Nokkur óánægja hefur verið á meðal knattspyrnuáhugamanna á Íslandi vegna ákvörðunar KSÍ að raða niður leikjum landsliða Íslands sem fara fram í dag með svo stuttu millibili. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði í samtali við Vísi að þeir hafi verið í vandræðum með að raða niður leikjunum. Íslenski boltinn 22. ágúst 2007 15:26
Byrjunarlið Íslands gegn Kanada Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Kanada sem fram fer á Laugardalsvellinum í kvöld. Íslenski boltinn 22. ágúst 2007 14:23
Ísland í 117. sæti á FIFA-listanum Íslenska landsliðið í knattspyrnu heldur áfram frjálsu falli sínu á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins. Liðið er nú í 117. sæti listans ásamt Súdan og hefur aldrei verið eins lágt á listanum og nú. Liðið hefur fallið um átta sæti frá síðasta lista og 24 sæti frá áramótum. Íslenski boltinn 22. ágúst 2007 11:04
Nýtt leikkerfi prófað gegn Kanada Ísland og Kanada mætast annað kvöld í vináttulandsleik á Laugardalsvelli en þetta er í fyrsta sinn sem liðin munu mætast í knattspyrnuleik. Ísland er í 107. sæti á styrkleikalista FIFA en Kanada í 52. sæti. Íslenski boltinn 21. ágúst 2007 21:42
KR og Keflavík í úrslitaleikinn Það verða KR og Keflavík sem munu mætast í úrslitaleik VISA-bikars kvenna sem fram fer á Laugardalsvelli 22. september. Undanúrslitaleikirnir fóru fram í kvöld en þar vann KR 7-3 sigur á Breiðabliki á útivelli og Keflavík vann Fjölni 3-1 á heimavelli sínum. Íslenski boltinn 21. ágúst 2007 19:47
Olga komin með fjögur gegn Breiðabliki Nú er hálfleikur í undanúrslitaleikjunum tveimur í VISA-bikar kvenna en þeir hófust klukkan 18. Olga Færseth hefur farið hamförum með KR sem er 4-1 yfir gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli. Í Keflavík hafa heimastúlkur 2-0 yfir gegn Fjölni. Íslenski boltinn 21. ágúst 2007 18:47
Breyting á U21 landsliðshópnum Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert eina breytingu á hóp sínum fyrir leikinn gegn Kýpur sem fram fer á morgun. Hallgrímur Jónasson úr Keflavík kemur inn í hópinn í stað Eggerts Gunnþórs Jónssonar, leikmanns skoska liðsins Hearts, sem er meiddur. Íslenski boltinn 21. ágúst 2007 15:51
Undanúrslit VISA-bikars kvenna í kvöld Í kvöld fara fram undanúrslit VISA-bikars kvenna og hefjast báðir leikir kvöldsins kl. 18:00. Á Kópavogsvelli er stórleikur milli Breiðabliks og KR en í Keflavík taka heimastúlkur á móti Fjölni. Íslenski boltinn 21. ágúst 2007 14:30
Valsstúlkur mæta Everton Dregið hefur verið í milliriðla evrópukepppni félagsliða kvenna. Valsstúlkur voru í pottinum eftir frækilega frammistöðu þeirra í milliriðlum í Færeyjum fyrir skömmu. Milliriðlarnir verða leiknir í Belgíu en auk Vals eru Everton, Frankfurt og Rapide Wezemaal frá Belgíu í riðlinum. Leikið verður daganna 11. - 16. október. Íslenski boltinn 20. ágúst 2007 12:05
Ekki með sína menn í hlaupum og leiðindum Fyrsta tímabil HK í úrvalsdeild er afar sérstakt þar sem HK-liðið er fórnarlamb aðstæðna því þátttaka mótherja þeirra í Evrópukeppni og bikarkeppni hefur þýtt að færa leiki þeirra til. Íslenski boltinn 19. ágúst 2007 15:30
Línur farnar að skýrast Fjölnir vann 4-0 sigur á KA í 1. deild karla í gær og náði með því sex stiga forskoti á Fjarðabyggð í baráttunni um þriðja sætið og það síðasta sem gefur sæti í Landsbankadeild. Íslenski boltinn 19. ágúst 2007 15:00
HK vann FH Lið HK/Víkings er komin með annan fótinn í úrslitakeppni deildarinnar eftir 4-0 sigur á FH í Kaplakrika í gær en karlalið félaganna mætast einmitt á Kópavogsvellinum í kvöld. Íslenski boltinn 19. ágúst 2007 00:01
Valskonur flugu á toppinn Valur skoraði sjö mörk á tuttugu mínútna kafla í lok fyrri hálfleiks í 9-0 sigri á Keflavík í Landsbankadeild kvenna og komst fyrir vikið upp fyrir KR í toppsæti deildarinnar. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sex mörk í leiknum. Íslenski boltinn 19. ágúst 2007 00:01
Fram er ekki versta liðið í deildinni Sænski miðjumaðurinn Alexander Steen átti mjög góðan leik á miðju Fram í leiknum gegn Íslandsmeisturum Fram í fyrradag og er leikmaður umferðarinnar að mati Fréttablaðsins. Hann segir Fram vera með alltof gott lið til að falla úr Landsbankadeildinni og hefur fulla trú á að liðið nái að rétta úr kútnum í lokaumferðunum. Íslenski boltinn 18. ágúst 2007 09:00
Voru á botninum í 80 daga KR-ingar komu sér af botni Landsbankadeildar karla með því að vinna 1-0 sigur á Víkingum í Víkinni í fyrrakvöld. Íslenski boltinn 18. ágúst 2007 08:00
Markaveisla í leikjum Sýnar Sjónvarpsstöðin Sýn hefur þegar sýnt 21 leik í beinni útsendingu úr Landsbankadeild karla í sumar og flestir þeirra hafa verið miklir markaleikir og mikil skemmtun fyrir áhorfendur. Íslenski boltinn 18. ágúst 2007 07:45
Skiptir gríðarlega miklu máli fyrir HK Jón Þorgrímur Stefánsson skoraði sigurmark HK í 2-1 sigri á Keflavík í 13. umferð Landsbankadeildar karla og þessi 32 ára sóknarmaður og einn af reynsluboltunum í liði nýliðanna hefur átt mikinn þátt í öllum fjórum sigurleikjum liðsins í sumar. Íslenski boltinn 18. ágúst 2007 07:30
Harpa með sigurmarkið í upphafi leiks Stjörnustúlkur unnu nauman 1-0 útisigur á Fjölnisstelpum í Landsbankadeild kvenna í Grafarvogi í gær en fyrir leikinn voru liðin jöfn í 5. sæti með tólf stig. Íslenski boltinn 18. ágúst 2007 06:15
Situr ÍA-leikurinn í Keflavík? Það gengur ekkert hjá Keflvíkingum í fótboltanum þessa dagana og eftir 1-2 tap fyrir HK í Kópavogi blasir sú kalda staðreynd við liðinu að Keflavíkurliðið er komið niður í neðri hluta Landsbankadeildarinnar. Íslenski boltinn 18. ágúst 2007 06:15
Átta lið keppa um fimm sæti Riðlakeppni 3. deildar karla í knattspyrnu lýkur í dag en það er ljóst hvaða félög leika í úrslitakeppninni sem hefst laugardaginn 25. ágúst. Fótbolti 18. ágúst 2007 06:00