Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Sigurður Jónsson

Varð Íslandsmeistari með ÍA árið 1984, átján ára gamall, og gekk í kjölfarið til liðs við Sheffield Wednesday. Þar lék hann í fjögur ár og var svo keyptur til Englandsmeistara Arsenal þar sem hann var í tvö ár.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Viktor lánaður til Þróttar

Nýliðar Þróttar í Landsbankadeildinni hafa fengið framherjann Viktor Unnar Illugason að láni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Reading. Þetta kemur fram á fotbolti.net í kvöld. Viktor spilaði með Breiðablik sumarið 2006 og náði þar að skora mark í sínum fyrsta leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Atli Eðvaldsson

Er enn þekktur í Þýskalandi fyrir mörkin fimm sem hann skoraði fyrir Fortuna Düsseldorf gegn Eintracht Frankfurt í leik árið 1983. Það gerðist á laugardegi og sólarhring síðar var hann mættur á Laugardalsvöll þar sem hann tryggði Íslandi 1-0 sigur á Möltu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðni Bergsson

Valsari í húð og hár en hann hóf ferilinn þar árið 1983 og varð Íslandsmeistari með liðinu í tvígang, árin 1985 og 1987, áður en hann gekk til liðs við Tottenham í upphafi árs 1989.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR vann FH í Lengjubikarnum

Lokaleikur riðlakeppni A-deildar Lengjubikars karla fór fram í kvöld þegar KR og FH mættust á gervigrasvelli KR. Fyrir leikinn voru bæði liðin örugg áfram en hann skar úr um hvort liðið næði efsta sæti í riðli 2.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ásgeir Sigurvinsson

Varð á sínum tíma yngsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi er hann lék með landsliðinu árið 1972, sautján ára gamall. Lék í átta ár með Standard Liege í Belgíu, fór til Bayern München árið 1981 og ári síðar til Stuttgart þar sem hann lék þar til hann hætti árið 1990.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur burstaði NSÍ

Valsmenn unnu í dag sannfærandi 5-2 sigur á færeyska liðinu NSÍ í hinum árlega leik um Atlantic bikarinn í knattspyrnu. Valsmenn höfðu yfir 2-1 í hálfleik og komust í 5-1 í síðari hálfleik áður en gestirnir minnkuðu muninn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur mætir NSÍ á morgun

Á morgun mæta Íslandsmeistarar Vals færeysku meisturunum í NSÍ í árlegum leik um Atlantic bikarinn í knattspyrnu. Leikurinn fer fram í Kórnum í Kópavogi og hefst klukkan 14:30. Aðgangur verður ókeypis.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eiður Smári Guðjohnsen

Á sínum tíma yngsti landsliðsmaður Íslands (með yngri landsliðum), yngsti leikmaður efstu deildar á Íslandi og yngsti atvinnumaður Íslands er hann samdi við PSV Eindhoven sextán ára gamall og lék síðar með Ronaldo í framlínu liðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Albert Guðmundsson

Brautryðjandi í íslenskri knattspyrnu. Fyrsti atvinnumaður Íslands og lék í Skotlandi, Englandi, Frakklandi og Ítalíu í tíu keppnistímabil, frá 1946 til 1955. Var í fyrsta landsliði Íslands og var fyrirliði þess í öðrum landsleik Íslands, 4-2 tapleik gegn Norðmönnum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ríkharður Jónsson

Var í fyrsta landsliðshópi Íslands sem mætti Dönum árið 1946, þá sextán ára gamall. Hann kom ekki við sögu í leiknum en lék alla landsleiki Íslands næstu þrettán árin og skoraði í þeim sautján mörk.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pétur Pétursson

Átján ára gamall varð hann Íslandsmeistari með ÍA og um leið markakóngur deildarinnar með sextán mörk. Ári síðar bætti hann um betur, skoraði nítján mörk í deildinni en það met stendur enn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Margrét Lára með Val í sumar

Margrét Lára Viðarsdóttir mun leika með Val á komandi sumri í Landsbankadeild kvenna. Þetta kemur fram á Fótbolta.net en Margrét hafði sett stefnuna á að halda í atvinnumennsku erlendis.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arnór Guðjohnsen

Var atvinnumaður í tvo áratugi, frá 1978 til 1998. Með Anderlecht í Belgíu lék hann tvo úrslitaleiki í Evrópukeppnum, gegn Tottenham árið 1983 og Sampdoria árið 1990. Árið 1987 var hann útnefndur besti leikmaður deildarinnar, auk þess sem hann var markakóngur hennar og belgískur meistari með félaginu. Hann var einnig kjörinn íþróttamaður ársins það ár. Lauk ferlinum með Örebro í Svíþjóð þar sem hann var kjörinn besti útlendingur sem leikið hafði í Svíþjóð. Landsleikir/mörk: 73/14

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valsvöllur ekki tilbúinn

Nýr völlur Íslandsmeistarar Vals verður ekki tilbúinn þegar Landbankadeildin hefst en Þróttur spilar heimaleiki sína á Valbjarnarvelli. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

U17 landslið kvenna tapaði

Íslenska U17 kvennalandsliðið hefur tapað báðum leikjum sínum í undanriðli fyrir Evrópukeppnina. Riðillinn er leikinn á Jótlandi en í dag tapaði liðið fyrir Dönum 2-4.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Veldu 10 bestu leikmenn Íslands

Stöð 2 Sport 2 mun í samvinnu við KSÍ framleiða sjónvarpsþætti um 10 bestu knattspyrnumenn Íslands frá 1946-2008. Byrjað verður að sýna þættina, sem verða í umsjá Arnars Björnssonar, í maí og mun sýningum ljúka í lok júlí.

Íslenski boltinn