Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Fyrsta tap Eyjamanna

Tveim leikjum er lokið í 1. deild karla í dag. ÍBV tapaði sínum fyrsta leik og sínum fyrstu stigum er þeir töpuðu fyrir Haukum á útivelli, 2-0.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Dagskrá hefst 12:30 á morgun

Laugardagurinn 21. júní er dagur kvennaknattspyrnunnar á Íslandi og verður hann haldinn hátíðlegur á Laugardalsvelli þar sem Ísland og Slóvenía mætast í undankeppni EM 2009.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarni á meiðslalistanum

Bjarni Guðjónsson snéri sig á ökkla í bikarleiknum gegn HK á miðvikudag. Ekki er vitað hve lengi hann verður frá en hann verður að öllum líkindum ekki með í næsta leik ÍA sem er gegn Þrótti á mánudag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fylkir vann Þrótt í vítaspyrnukeppni

Fylkir vann Þrótt eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1 og í framlengingunni skoruðu liðin sitthvort markið. Fylkir vann síðan vítaspyrnukeppnina og komst í sextán liða úrslit VISA bikarsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Katrín: Lærðum mikið af fyrri leiknum

Íslenska kvennalandsliðið æfði í kvöld á Laugardalsvelli fyrir leikinn gegn Slóveníu á laugardag. Þetta var fyrsta skrefið í undirbúningi fyrir þennan mikilvæga leik en stefnt er að því að fylla Laugardalsvöllinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tveir nýir A-dómarar

KSÍ hefur fært tvo dómara upp í flokk A-dómara en það eru þeir sem dæma í Landsbankadeild karla. Það eru þeir Valgeir Valgeirsson sem dæmir fyrir ÍA og Þorvaldur Árnason sem dæmir fyrir Fylki.

Íslenski boltinn