Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Úrslitin í Lengjubikarnum í dag

FH og Breiðablik mætast í úrslitum Lengjubikarkeppni karla í Kórnum í dag klukkan 16. FH hefur oftast sigrað í keppninni eða fjórum sinnum en Breiðablik hefur aldrei hampað þessum bikar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Skemmtilegra að komast áfram svona

Íslenska 19 ára landslið kvenna tryggði sér sæti í lokakeppni EM í dag þegar liðið varð efst í sínum milliriðli sem fram fór í Póllandi. Íslenska liðið náði þá 2-2 jafntefli við heimastúlkur og stigið nægði til að vera ofar en Svíþjóð á markatölu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jafntefli hjá stelpunum

Ísland og Holland skildu jöfn, 1-1, í vináttulandsleik í Kórnum í dag. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir skoraði mark Íslands í fyrri hálfleik. Það var hennar fyrsta landsliðsmark.

Fótbolti
Fréttamynd

Þóra: Viljum vinna

Þóra B. Helgadóttir, markvörður íslenska landsliðsins, segir að hún og aðrir í kringum landsliðið vilji að sjálfsögðu vinna leikinn gegn Hollandi í dag þó svo að um vináttulandsleik sé að ræða.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ásta: Fínt að spila inni

Ásta Árnadóttir segist lítast vel á að spila inni í Kórnum þegar að Ísland mætir Hollandi í vináttulandsleik í dag klukkan 16.00.

Fótbolti
Fréttamynd

Ellefu dómarar stóðust ekki þolpróf

„Ég vil fá að sjá þoltölurnar hjá manninum," sagði Guðjón Þórðarson í eftirminnilegu viðtali síðasta sumar. Þjálfarar gátu skoðað líkamlegt ástand dómara í Laugardalnum í dag þegar dómarar landsins þreyttu þolpróf við erfiðar aðstæður.

Íslenski boltinn