Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Umfjöllun: Hjálmar tryggði Fram sigur

Hjálmar Þórarinsson skoraði eina markið þegar Fram vann Grindavík 1-0 í sextán liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit en Hjálmar skoraði strax á fyrstu mínútu hennar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Davíð Þór: Lélegur leikur hjá okkur

“Þetta var lélegur leikur hjá okkur í dag en á móti kemur að Eyjamenn spiluðu mjög vel í dag og voru alls ekkert lakari aðilinn í leiknum,” sagði Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH-inga eftir leikinn við ÍBV í dag. FH vann, 3-2, í framlengdum leik í bikarkeppninni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arnór Sveinn sá um Hött í framlengingu

Breiðablik vann sigur á 2. deildarliði Hattar frá Egilsstöðum 3-1 í VISA-bikarnum í dag. Staðan var jöfn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma en Arnór Sveinn Aðalsteinsson skoraði bæði mörkin í framlengingunni og skaut Blikum áfram.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH vann ÍBV í framlengingu

Alexander Söderlund skoraði sigurmark FH sem vann ÍBV í framlengdum bikarleik í Vestmannaeyjum í dag. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 2-2 en Söderlund skoraði sigurmarkið á 118. mínútu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tvær úrvalsdeildarviðureignir

Leikirnir í sextán liða úrslitum VISA-bikars karla fara fram í dag og á morgun. Margir athyglisverðir leikir eru á dagskrá en í dag fara fram tvær innbyrðis viðureignir milli úrvalsdeildarliða.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðmundur: Lít á þetta sem mikinn heiður

Atli Eðvaldsson var sem kunnugt er ráðinn þjálfari Vals í dag en Guðmundur Benediktsson, framherji KR, var hins vegar fyrsti kostur hjá Valsmönnum þegar þeir voru að leita að eftirmanni Willum Þórs en Vesturbæjarliðið vildi ekki sleppa hendi af honum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Atli orðinn þjálfari Vals

Valsmenn hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þeir staðfesta að Atli Eðvaldsson verði næsti þjálfari Vals. Valsmenn hafa náð munnlegu samkomulagi við Atla um að stýra liðinu út leiktíðina.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heil umferð í kvennaboltanum í kvöld

Spennan heldur áfram í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar heil umferð verður spiluð og nokkrir athyglisverðir leikir. Erkifjendurnir Valur og KR mætast á Vodafonevellinum en gengi liðanna í sumar hefur verið afar ólíkt því Íslandsmeistarar Vals eru á toppi deildarinnar en Bikarmeistarar KR um miðja deild.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gummi Ben efstur á blaði - Barry Smith þar á eftir

Samkvæmt heimildum Vísis mun Guðmundur Benediktsson vera efstur á blaði hjá forráðamönnum Vals sem arftaki Willum Þórs á Hlíðarenda. Leikmaðurinn hefur sjálfur ekki svarað símtölum í allan dag og veitti ekki viðtal eftir leik KR og Stjörnunnar í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur: Það var bara kattarþvottur í dag

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var allt annað en sáttur með sína menn eftir markalaust jafntefli gegn Fjölni á Kópavogsvelli í kvöld. „Ég er gríðarlega óánægður með hvað menn lögðu í þennann leik í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarni: Erum ekki að svekkja okkur á FH á þessarri stundu

Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var léttur og kátur í leikslok á Stjörnuvellinum eftir dramatískt 1-1 jafntefli gegn KR. „Ég er rosalega sáttur með að verja stigið því það var ekki úr miklu að moða þegar upp var staðið. Ég tel að við höfum sýnt mikinn karakter og barist grimmilega til þess að fá þetta stig og við gerðum vel úr því sem komið var.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Logi: Erfitt að kyngja þessu

Logi Ólafsson, þjálfari KR, var að vonum svekktur með að missa unninn leik niður í jafntefli gegn Stjörnumönnum í kvöld en var þó ágætlega sáttur með spilamennsku KR-inga í leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hannes: Erum betri en þetta lið

Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram, lék sinn fyrsta Evrópuleik í kvöld eins og flestir aðrir leikmenn Safamýrarliðsins. Hann var nokkuð sáttur við sigurinn en samt smá svekktur með að hann hafi ekki orðið stærri miðað við þróun leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Fram vann heimasigur á TNS

Framarar unnu í kvöld 2-1 sigur á TNS frá Wales í fyrri leik liðanna í Evrópukeppninni en leikið var á Laugardalsvelli. Safamýrarpiltar byrjuðu leikinn illa og það tók þá nokkurn tíma að finna taktinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Eyjólfur: Er fullbókaður eins og er

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U-21 árs landsliðs Íslands, er eitt af þeim nöfnum sem hafa verið nefnd í umræðunni um líklegan eftirmann Willum Þórs í þjálfarastarfi hjá Pepsi-deidarliði Vals.

Íslenski boltinn