Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Gunnleifur: Ekki leiðinlegt að syngja Rabbabara-Rúnu í klefanum á ný

Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði HK og markvörður íslenska landsliðsins, átti mikinn þátt í 2-1 sigri liðsins á toppliði Selfoss fyrir austan fjall í gær. Gunnleifur varði meðal annars vítaspyrnu frá markahæsta leikmanni deildarinnar og kom síðan í veg fyrir að Selfyssingar næðu í stig með frábærri markvörslu í uppbótartíma.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimildarmyndin Stelpurnar okkar frumsýnd í næstu viku

Heimildarmynd um íslenska kvennalandsliðið og leið þess inn á Evrópumótið í Finnlandi verður frumsýnd í Háskólabíói í næstu viku en síðustu tvö ár hafa þær Þóra Tómasdóttir og Hrafnhildur Gunnarsdóttir, fylgt íslenska kvennalandsliðinu eins og skugginn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Meistarataktar hjá FH og Stjörnuvígið féll

Íslandsmeistarar FH sýndu styrk sinn með 1-4 sigri gegn Stjörnunni í Pepsi-deild karla á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld. FH-ingar eru með sigrinum komnir með þrettán stiga forskot á toppi deildarinnar en Stjörnumenn voru að tapa sínum fyrsta leik á heimavelli í Pepsi-deildinni í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arnar: Vonandi höldum við Guðmundi

„Þessi þrjú stig voru allavega kærkomin til að koma okkur út úr þessum barningi á botninum. Þetta var skref í rétt," sagði Arnar Grétarsson sem skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri Breiðabliks á Fylki í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur Fannar: Áttum ekkert meira skilið

„Þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar sem við misnotum tækifæri til að komast í annað sætið," segir Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis, en Árbæjarliðið tapaði fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld 1-0.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Roksigur Grindavíkur gegn Val

Grindvíkingar unnu nokkuð sanngjarnan sigur á Valsmönnum í rokleik í Grindavík í kvöld. Þeir eru því komnir úr fallsæti Pepsi-deildarinnar og sitja með 15 stig í 9.sæti. Valsmenn hafa hinsvegar ekki unnið sigur síðan 11.júli og sitja í 6.sæti deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eyjólfur heldur að Stjörnumenn leggi FH-inga

Fjórir leikir eru í Pepsi-deild karla í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Vísir fékk Eyjólf Sverrisson, þjálfara U21 landsliðsins, til að spá fyrir um úrslit leikja kvöldsins. Hann spáir jafntefli allstaðar nema í Garðabænum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Basel - KR lýst beint í KR-útvarpinu

KR-ingar mæta svissneska liðinu Basel á St. Jakob Park í seinni leik liðanna í Evrópudeild UEFA klukkan 17:30. Fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli á KR-vellinum eftir að KR hafði komist í 2-0 eftir aðeins níu mínútna leik.

Íslenski boltinn