Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Langþráður sigur Vals

Lærisveinar Gunnlaugs Jónssonar hjá Val keyrðu glaðir heim úr Árbænum í gærkvöldi eftir að hafa unnið sinn fyrsta sigur í háa herrans tíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Haukur Páll. Vildum sigurinn meira

,,Ég er virkilega sáttur með þennan sigur. Við unnum leik síðast 14. júní og því var heldur betur komin tími á sigur,“sagði Haukur Páll, leikmaður Vals, ánægður eftir sigurinn gegn Fylki í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gunnlaugur: Áttum sigurinn skilinn

,,Þetta er gríðarlegur léttir fyrir okkur Valsara,“ sagði Gunnlaugur Jónsson , þjálfari Vals,eftir sigurinn í kvöld. Valsmenn unnu 0-1 sigur á Fylki í Árbænum í 16.umferð Pepsi-deildar karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þórarinn: Blikarnir náðu ekki að spila sinn leik

„Maður er nokkuð sáttur við stigið en það er samt svekkjandi að fá þetta mark á okkur. Það var misskilningur í vörninni. Annars náðu Blikarnir ekki að spila sinn leik, við lokuðum vel á þá,“ sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson sem átti virkilega góðan leik fyrir ÍBV í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir: Það ber að virða þetta stig

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, er býsna sáttur við að hafa náð stigi á Kópavogsvelli í kvöld. Toppslagur Breiðabliks og ÍBV endaði með jafntefli 1-1 og halda Eyjamenn tveggja stiga forystu á Blikana.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Stjarnan í fjórða sætið með stórsigri

Stjörnumenn komust upp í fjórða sætið í Pepsi-deild karla eftir 5-0 sigur á Haukum á Vodafone-vellinum í kvöld. Þetta var aðeins aðeins annars sigur Stjörnumanna á grasi í sumar en Haukar hafa nú leikið fyrstu sextán deildarleiki sína í sumar án þess að ná að vinna og sitja fyrir vikið einir á botninum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Landsliðshópur Sigurðar: Kristín Ýr valin

Kristín Ýr Bjarnadóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Frakklandi í úrslitaleik um laust sæti á HM á laugardaginn. Kristín hefur gagnrýnt landsliðsþjálfarann Sigurð Ragnar Eyjólfsson opinberlega fyrir að velja sig ekki í hópinn, síðast í gær.

Íslenski boltinn