Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Willum Þór: Gerðum barnaleg mistök í sigurmarkinu þeirra

Það gengur lítið hjá Willum Þór Þórssyni og lærisveinum hans í Keflavík þessa daganna og það breyttist ekkert við sextán daga frí. Keflavík tapaði sínum fjórða leik af síðustu fimm þegar liðið lá 1-2 á móti Fram í lokaleik 19. umferðar Pepsi-deildarinnar á Laugardalsvellinum í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Almarr tryggði Fram sigur á Keflavík

Framarar endurheimtu fimmta sætið í Pepsi-deild karla eftir 2-1 sigur á Keflavík í lokaleik 19. umferðar á Laugardalsvellinum í kvöld. Almarr Ormarsson tryggði Fram sigurinn með marki þrettán mínútum fyrir leikslok.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rúnar: Erlendur átti bara fínan leik

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður með sína menn eftir 4-2 sigur á ÍBV í Eyjum í kvöld og hann sagði einnig um að hinn umdeildi Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, hafi bara staðið sig ágætlega.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarni: Dapur titill að vera bestir í miðjunni

Bjarni Jóhannson þjálfari Stjörnumanna var skiljanlega ósáttur við útreiðina sem sínir menn fengu gegn frískum Valsmönnum. Vildi Bjarni kenna um sendingavandræðum sinna manna auk þess miðjumoð sinna manna gæti hafa sest í hausinn á strákunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur Örn: Menn voru ekki tilbúnir

„Stig er stig en mér fannst við ekkert eiga stig í þessum leik, það var talað um að liggja aftur og leyfa Haukunum að koma að okkur og spila út frá því," sagði Ólafur Örn Bjarnason spilandi þjálfari Grindavíkur eftir 1-1 jafnteflisleik við Hauka í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arnar: Ætlum að halda áfram að pressa á næstu lið

„Stig er stig og þetta var fínt stig, leikurinn var hægur og við fengum mikið að sjá boltann sem er óvanalegt á útivelli, Grindavík ógnaði ekki mikið í leiknum fyrir utan föst leikatriði og með smá heppni fram á við hefðum við getað klárað þetta" sagði Arnar Gunnlaugsson framherji Hauka eftir 1-1 jafntefli við Grindavík í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir Guðjóns: Styttist í toppinn

„Ég er mjög ánægður með að hafa náð að klára þennan leik eftir ágæta spilamennsku hjá mínu liði,“ sagði Heimir Guðjónsson ,þjálfari FH, sáttur eftir sigurinn gegn Selfyssingum í 19.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Leiknum lauk með 2-1 sigri FH-inga, en þeir færast æ nær efsta sætinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur: Fylkismenn voru okkur erfiðir

„Þetta sem Fylkismenn sýndu í dag var feykilega massífur leikur og þeir voru okkur erfiðir. En þegar maður lítur til baka hlýtur það að sitja eftir að við unnum 1-0," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: FH-ingar enn með í baráttunni

FH-ingar unnu góðan 2-1 sigur á Selfyssingum í 19.umferð Pepsi-deildar karla í gær en leikið var á Kaplakrikavelli. Björn Daníel Sverrisson og Matthías Vilhjálmsson skoruðu mörk FH-inga en Viðar Kjartansson skoraði eina mark gestanna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR-ingar unnu 4-2 sigur í Eyjum

KR-ingar skutu Eyjamenn af toppnum og bættu stöðu sína í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn með 4-2 sigri í Eyjum í kvöld. Guðjón Baldvinsson skoraði tvö mörk fyrir KR en Eyjamenn fóru illa með mörg góð færi í leiknum þar á meðal vítaspyrnu í stöðunni 2-1 fyrir KR.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarni Þór: Ég held að Skotarnir henti okkur bara mjög vel

Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði íslenska 21 árs landsliðsins var sáttur með dráttinn í umspilinu um sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins en íslenska liðið mætir þar Skotum í tveimur leikjum um sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Danmörku næsta sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Strákarnir mæta Skotum í umspilinu

Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta dróst á móti Skotlandi í umspilinu um sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Danmörku næsta sumar. Leikirnir fara fram 8 og 12. október næstkomandi.

Fótbolti
Fréttamynd

KR-ingar treysta ekki Erlendi

Það er áhugaverð grein á heimasíðu KR í dag, kr.is. Þar er verið að skrifa um þá staðreynd að Erlendur Eiríksson eigi að dæma stórleik ÍBV og KR um helgina.

Íslenski boltinn