Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Kristján: Nýjar breytur í þessu Íslandsmóti

Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, byrjar frábærlega með Hlíðarendaliðið. Hann er þegar búinn að gera Valsmenn að Reykjavíkurmeisturum og í gær kom hann liðinu í úrslitaleik Lengjubikarsins eftir 2-1 sigur á FH í framlengdum undanúrslitaleik í Kórnum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Elfar, Arnór og Haukur framlengja við Blika

Þrír sterkir leikmenn Breiðabliks hafa gert nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2014. Þetta eru þeir Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Elfar Freyr Helgason og Haukur Baldvinsson. Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vona að Íslendingar fjölmenni

Íslenska U21 árs landsliðið í knattspyrnu tekur þátt í úrslitakeppni EM í fyrsta skipti í sumar. Mótið fer fram í Danmörku og er stærsta mót sem Danir hafa haldið. Þar á bæ vonast menn til að Íslendingar fjölmenni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Í hópi fjögurra bestu landsliða í Evrópu

U-17 landslið kvenna í knattspyrnu sneri aftur heim til Íslands í gær eftir frækna för til Póllands. Þar sigraði Ísland í sínum riðli í undankeppni Evrópumeistaramótsins og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni í Sviss í sumar. Aðeins fjögur lið taka þátt í henni og er árangur liðsins því stórglæsilegur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sautján ára kvennalandslið Íslands: Sex leikir, sex sigrar og 37 mörk

Íslenska 17 ára landsliðið í fótbolta hélt sigurgöngu sinni áfram í undankeppni EM með því að vinna 4-1 sigur á Svíum í lokaleik sínum í millirliði sínum í Póllandi í dag. Stelpurnar höfðu áður tryggt sér sæti úrslitakeppninni með sigri á Englandi og Póllandi í fyrstu tveimur leikjunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Bikarmeistararnir þurfa líka að byrja í fyrstu umferð

Það lið sem tryggir sér bikarmeistaratitilinn í fótboltanum í sumar fær ekki lengur farseðil í aðra umferðina í forkeppni Evrópudeildarinnar eins og áður. UEFA hefur ákveðið að breyta listanum sem segir á hvaða stigi keppninnar félög hefja leik í Evrópudeildinni fyrir keppnistímabilin 2012-2015. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR í undanúrslit Lengjubikarsins

KR vann í dag sinn sjötta sigur í jafn mörgum leikjum í Lengjubikar karla og er búið að tryggja sér sæti í undanúrslitum keppninnar. KR er í efsta sæti 1. riðils með átján stig.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lúðvík: Hannes er ákveðin fjárfesting

Lúðvík Arnarson, varaformaður knattspyrnudeildar FH, segir að FH hafi náð mjög góðum samningi við Hannes Sigurðsson en hann mun ekki hverfa á braut fyrir mót líkt og raunin varð með Eyjamanninn Gunnar Heiðar Þorvaldsson.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir: Væntum mikils af Hannesi

"Það er enginn spurning að Hannes kemur til með að styrkja FH-liðið. Hann hefur æft tölvuvert með okkur í vetur þannig að við vitum alveg hvað við erum að fá. Við væntum mikils af honum enda öflugur leikmaður," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, um nýjasta liðsstyrkinn en Hannes Þ. Sigurðsson skrifaði undir samning við FH í dag.

Íslenski boltinn