Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Stabæk sveik líka Stjörnuna og KR um milljónir í sölunni á Veigari

Svindl Stabæk-manna í sölu félagsins á Veigari Páli Gunnarssyni til Vålerenga á dögunum mun ekki aðeins koma niður á franska félaginu Nancy því íslensk félög hafa einnig misst af milljónum vegna þessa. Stjarnan og KR eru meðal þeirra félaga sem Stabæk hefur svikið um háar fjárhæðir. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gunnar aðstoðar Zoran

Knattspyrnudeild Keflavíkur náði að setja saman draumaþjálfaraliðið sitt því Gunnar Oddsson hefur samþykkt að verða aðstoðarþjálfari Zorans Daníels Ljubicic.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jói Kalli: Ég er Skagamaður með gult og svart hjarta

Jóhannes Karl Guðjónsson gerir lítið annað þessa dagana en að mæta á æfingar hjá liði sínu, Huddersfield, í Englandi. Hann fær ekki að spila með liðinu og bíður þess nú að losna frá félaginu svo hann geti flutt aftur heim til Íslands með sinni fjölskyldu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Willum: Menn hafa stóra drauma í Breiðholtinu

„Þetta er spennandi verkefni. Starfið hefur verið gott hjá félaginu og mannvirkin hér eru til vitnis um að hér hafi menn byggt upp félag af þrautseigju og dugnaði. Menn hér eru metnaðarfullir og hafa stóra drauma,“ sagði Willum Þór Þórsson sem ráðinn var þjálfari Leiknis fyrr í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Willum ráðinn þjálfari Leiknis

Willum Þór Þórsson hefur verið ráðinn þjálfari Leiknis í 1. deildinni en það var staðfest á blaðamannafundi nú rétt í þessu. Willum þjálfaði síðast lið Keflavíkur í Pepsi-deild karla en hefur nú skrifað undir tveggja ára samning við Breiðhyltinga.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Keflvíkingar ráða kannski þjálfara í dag

„Við erum búnir að ræða bæði við Zoran Daníel Ljubicic og Gunnar Oddsson. Það er okkar von að þeir taki þetta að sér saman,“ sagði Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, en Keflvíkingar eru að leggja lokahönd á þjálfaramálin hjá sér.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Við Óli Þórðar erum ólíkar týpur

Ásmundur Arnarsson hætti í gær með 1. deildarlið Fjölnis og gerði þriggja ára samning um að taka við Pepsi-deildarliði Fylkis. Fjölnismenn stóðu ekki í vegi fyrir honum og réðu síðan strax í gær aðstoðarmann hans undanfarin þrjú ár, Ágúst Þór Gylfason, sem eftirmann hans.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur Örn skoðar sína möguleika

"Ég er bara samningslaus leikmaður að skoða mína möguleika. Þannig er staðan hjá mér í dag,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason, fráfarandi þjálfari Grindavíkur, en hann á enn eftir að ganga frá leikmannasamningi og ekki er víst að hann spili áfram með Grindavík.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ásmundur gerir þriggja ára samning við Fylki

Fylkismenn hafa staðfest það að Ásmundur Arnarsson, fyrrum þjálfari 1. deildarliðs Fjölnis, hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Fylkis. Ásmundur skrifaði undir þriggja ára samning við Árbæjarliðið og tekur þar við starfi Ólafs Þórðarsonar.

Íslenski boltinn