Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Gummi Steinars.:Hjartað fékk að ráða för

Keflvíkingar fengu góðar fréttir í gær þegar Guðmundur Steinarsson ákvað að framlengja samning sinn við Keflavík í eitt ár til viðbótar. Guðmundur hafði verið sterklega orðaður við önnur lið, svo sem Val og Breiðablik, en hann ákvað á endanum að halda sig við heimahagana.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þetta fá íslensku félögin í styrk frá UEFA og KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið það út hvað íslensku félögin fá í árlegan styrk frá sambandinu en peningarnir koma bæði frá UEFA í gegnum tekjur af Meistaradeild UEFA 2010/2011 sem og frá framlagi frá KSÍ til þeirra félaga sem áttu ekki rétt á styrknum frá UEFA. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá KSÍ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jafntefli gegn Noregi ekki nóg

Íslenska U-19 landslið karla er úr leik í undankeppni EM 2012 eftir 2-2 jafntefli gegn Noregi í dag. Ísland endaði í neðsta sæti riðilsins en samt hefði sigur dugað til að komast áfram.

Fótbolti
Fréttamynd

Edda veik og nokkrir lykilmenn tæpir

Afar ólíklegt er að Edda Garðarsdóttir geti spilað með íslenska landsliðinu gegn því norður-írska í undankeppni EM 2012 á morgun. Leikurinn fer fram í Belfast.

Fótbolti
Fréttamynd

Andri Steinn elti Willum í Leikni

Willum Þór Þórsson er búinn að landa sínum fyrsta leikmanni síðan hann tók við stjórnartaumunum hjá 1. deildarliði Leiknis. Miðjumaðurinn Andri Steinn Birgisson er búinn að semja við Leikni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jónas fyrirgefur Guðjóni gömul svik

Jónas Þórhallsson býður sig fram til formennsku hjá knattspyrnudeild Grindavíkur í stað Þorsteins Gunnarssonar sem ætlar að hætta vegna yfirvofandi ráðningar Guðjóns Þórðarsonar. Jónas fyrirgefur Guðjóni sjö ára gömul svik og stefnir á titilinn á næsta ári.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Dóra María: Það hefði verið leiðinlegt að klúðra þessu færi

Íslenska kvennalandsliðið þurfti að hafa fyrir sigri í Ungverjalandi á laugardaginn í undankeppni EM 2013 en sigurmark Dóru Maríu Lárusdóttur sá til þess að stelpurnar okkar eru enn á réttri leið í baráttu sinni fyrir að koma inn á sitt annað Evrópumót í röð. Ísland vann leikinn 1-0 og hefur þar með náð í 10 stig af 12 mögulegum í riðlinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fékk harðsperrur í magann

Íslenska kvennalandsliðið verður í eldlínunni í Pápa í Ungverjalandi í dag þegar liðið mætir heimamönnum í fjórða leik sínum í undankeppni EM 2013 en jafnframt þeim fyrsta á útivelli.

Íslenski boltinn