Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Mist hetja Vals | Björk með þrennu

Valur tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í framlengdum leik í Egilshöll. Mist Edvardsdóttir, miðvörður Vals, skoraði bæði mörk Valskvenna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Engin tilboð borist í Gylfa

Markus Babbel, knattspyrnustjóri Hoffenheim í Þýskalandi, segir að engin tilboð hafi enn sem komið er borist í landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. Gylfi er nú í láni hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni en þar hefur hann slegið í gegn. Hann er hins vegar samningsbundinn Hoffenheim til 2014.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arnar Darri í Stjörnuna

Danski netmiðillinn bold.dk greinir frá því í dag að markvörður U-21 árs landsliðsins, Arnar Darri Pétursson, sé hættur hjá SönderjyskE og genginn í raðir Stjörnunnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Verður á brattann að sækja í upphafi móts

Ásmundur Arnarsson, nýr þjálfari Fylkis, hefur staðið í ströngu á sínu fyrsta undirbúningstímabili með liðið. Meiðsli í leikmannahópnum hafa plagað liðið og hefur Fylkismönnum ekki gengið nógu vel í undirbúningsmótunum nú eftir áramót.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fylkir samdi við írskan varnarmann

Írski varnarmaðurinn David Elebert gekk í dag til liðs við Fylki eftir að hafa staðist læknisskoðun nú síðdegis. Hann er 26 ára varnarmaður sem býr yfir talsverðri reynslu úr skosku úrvalsdeildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Nýtt og betra "teppi“ í Garðabæinn

Þessa dagana er verið að leggja nýtt og betra gervigras á Stjörnuvöll í Garðabæ og er áætlað að völlurinn verði tilbúinn fyrir fyrsta heimaleik liðsins í Pepsi-deildinni í vor. Grasið er sagt uppfylla ströngustu kröfur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Andri enn frá vegna meiðsla | Gunnar Már tæpur

Þó nokkuð er um forföll í leikmannahópi ÍBV þessa dagana en óvíst er hvenær fyrirliðinn Andri Ólafsson geti byrjað að spila á ný. Gunnar Már Guðmundsson meiddist nýlega en vonir eru bundnar við að hann geti náð fyrsta leik í Pepsi-deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðmundur Reynir missir af tveimur fyrstu leikjum KR

Guðmundur Reynir Gunnarsson, leikmaður KR, mun að óbreyttu missa af fyrstu tveimur leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í sumar. Guðmundur Reynir er í skiptinámi í Harvard í Bandaríkjunum og síðasta próf misserisins er 10. maí. Guðmundur á bókað flug heim daginn eftir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

19 ára stelpurnar úr leik - töpuðu naumt á móti Frökkum

Íslenska 19 ára landsliðinu í fótbolta tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitakeppnin EM en það var ljóst eftir 1-0 tap á móti Frökkum í lokaleik riðilsins í dag. Íslensku stelpurnar fengu eitt stig og enduðu í neðsta sæti í riðlinum. Rúmenar urðu efstir og tryggðu sér því sæti í úrslitakeppninni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stelpurnar komnar með bakið upp við vegg

Tap íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Belgíu í gærkvöldi breytti stöðu liðsins í undankeppninni til hins verra. Sigur hefði sett landsliðið í nokkuð afgerandi forystusæti en tapið þýðir að liðið má vart við að tapa stigum í þeim fjórum leikjum sem eftir eru.

Íslenski boltinn