Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Pepsi-mörkin: Markaregnið úr áttundu umferð

Áttunda umferðin í Pepsi-deild karla fór fram í kvöld. Mikil spenna var í leikjum kvöldsins og Hörður Magnússon fór yfir gang mála í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport með þeim Reyni Leóssyni og Tómasi Inga Tómassyni. Það var hljómsveitin Howler sem sá um tónlistana, og lagið heitir Back of your neck.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rúnar Már hetja Valsmanna - myndir

Rúnar Már Sigurjónsson tryggði Valsmönnum 2-1 sigur á Skagamönnum í 8. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Hann skoraði fyrra markið eftir glæsilegan einleik og seinna markið úr vítaspyrnu tveimur mínútum fyrir leikslok.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Stjarnan 2-2

FH og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í góðum fótboltaleik í Kaplakrika í kvöld. Stjarnan komst í 2-0 en staðan í hálfleik var 2-1. FH náði verðskuldað að jafna metin í seinni hálfleik en Stjarnan náði að hanga á góðri byrjun sinni og ná stigi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Færði landsliðsstelpunum rós á kvenréttindadaginn

Guðni Kjartansson, aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, sló í gegn í Búlgaríu í gær þegar hann færði öllum konum í liðinu rós í tilefni af kvenréttindadeginum. Íslenska landsliðið mætir heimastúlkum á morgun í undankeppni EM.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Belgísku stelpurnar tóku toppsætið af Íslandi

Belgía komst aftur í efsta sætið í riðli Íslands í undankeppni EM kvenna í fótbolta eftir 3-1 útisigur á Ungverjalandi í dag. Belgía er með einu stigi meira en Ísland en íslensku stelpurnar geta endurheimt toppsætið með sigri í Búlgaríu á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Heil umferð í Pepsi-deild karla í kvöld

Knattspyrnuáhugamenn fá nóg að gera í kvöld þótt enginn sé leikurinn á EM. Öll áttunda umferðin í Pepsi-deild karla fer þá fram. Eyjamaðurinn Christian Steen Olsen var valinn leikmaður 7. umferðar hjá Fréttablaðinu en hann skoraði þá þrennu gegn ÍA. Hann verður í eldlínunni með ÍBV í Grindavík í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Keflavík 0-2

Keflvíkingar unnu þægilegan og virkilega sanngjarnan sigur á hugmyndasnauðu liði Fram í kvöld í Pepsideild karla í fótbolta, 0-2. Frans Elvarsson og Guðmundur Steinarsson skoruðu mörk Keflvíkinga í fyrri hálfleik og voru gestirnir aldrei í teljandi vandræðum í þessum leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 2-1

Blikar stoppuðu fimm leikja sigurgöngu KR í kvöld með því að vinna Íslands- og bikarmeistarana 2-1 í leik liðanna í 8. umferð Pepsi-deildar karla en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli. KR-ingar voru búnir að vinna alla leiki sína síðan í byrjun maí en sigur heimamanna var verðskuldaður.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Norðurálsmót ÍA | myndasyrpa

Norðurálsmóti ÍA fyrir keppendur í 7. flokki í knattspyrnu lauk í dag á Akranesi. Rétt um 1200 keppendur sýndu fín tilþrif alla þrjá keppnisdagana og má gera ráð fyrir að á bilinu 5-7 þúsund manns hafi komið á Akranes um helgina vegna mótsins. Guðmundur Bjarki Halldórsson, áhugaljósmyndari á Akranesi tók þessar myndir um helgina og lýsa þær stemningunni betur en mörg orð.

Fótbolti
Fréttamynd

Stefnir allt í úrslitaleik Íslands og Noregs um efsta sætið

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er í efsta sæti 3. riðils í undankeppni Evrópumótsins eftir 3-0 sigur gegn Ungverjum í gær. Ísland er með 16 stig að loknum 7 leikjum en Norðmenn eru með 15 stig eftir 11-0 stórsigur í gær gegn liði Búlgaríu sem er í neðsta sæti án stiga eftir 8 leiki. Efsta liðið kemst beint í úrslitakeppnina sem fram fer í Svíþjóð sumarið 2013.

Fótbolti
Fréttamynd

Pepsi-mörkin: Markaregnið úr sjöundu umferð

Öll mörkin úr sjöundu umferð Pepsi-deildar karla voru sýnd í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport í gærkvöld. Bandaríska hljómsveitin The Black Keys skreytir markaregnið með laginu Dead and gone. Umfjöllun um alla leiki umferðarinnar er að finna á Vísi ásamt ítarlegri tölfræði sem birt er í rauntíma frá leikjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsi-mörkin: Er Gummi Torfa hinn eini sanni Michael Bolton?

Guðmundur Torfason fyrrum landsliðsmaður í fótbolta átti sviðið í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport í gær. Þar var sýnt gamalt myndband með upptökum frá árinu 1988 þar sem að markakóngurinn fyrrverandi sýndi tónlistarhæfileika sína með gítarspili og söng. Friðrik Karlsson, sem oftast er kenndur við stórhljómsveitina Mezzoforte, sagði í viðtali á þessum tíma að söngur Guðmundar minnti töluvert á hetjusöngvara á borð við Michael Bolton.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fyrsti leikur, fyrsta snerting, fyrsta markið | myndasyrpa

Ísland sigraði Ungverjaland 3-0 í undankeppni Evrópumeistaramótsins 2013. Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir skoruðu í fyrri hálfleik og nýliðinn Sandra María Jessen skoraði með sinni fyrstu snertingu þriðja mark Íslands skömmu fyrir leikslok. Hér má sjá myndasyrpu frá leiknum og þar á meðal er mynd frá því augnabliki þegar Sandra María skoraði sitt fyrsta landsliðsmark með sinni fyrstu snertingu í sínum fyrsta landsleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Pepsimörkin í beinni á Vísi

Sjöundu umferð í Pepsi-deild karla verður gerð skil í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport og verður hægt að sjá þáttinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Úrslit leikjanna má sjá hér fyrir neðan en útsendingn hefst um klukkan 20. Smelltu á hlekkinn hér fyrir ofan til að sjá þáttinn í beinni útsendingu. Þátturinn er einnig sýndur í ólæstri dagskrá.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Selfoss 3-1

Íslandsmeistarar KR þurftu að hafa mikið fyrir að leggja nýliða Selfoss í fjörugum leik á KR-vellinum í dag. 3 -1 sigur þeirra var ansi torstóttur en Selfyssingar klúðruðu vítaspyrnu þegar rúmlega 10 mínútur voru eftir af leiknum í stöðunni 2-1. Í staðinn gengu KR-ingar á lagið og gerðu útum leikinn með skallamarki Mývetningsins Baldurs Sigurðssonar.

Íslenski boltinn