Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Þetta er búinn að vera smá rússíbani

Þeir gerast varla dramatískari sólarhringarnir en sá síðasti hjá Blikanum Kristni Jónssyni. Hann klúðraði víti og féll úr Evrópukeppni með Blikum á fimmtudagskvöldið en var síðan valinn í íslenska landsliðið aðeins fjórtán klukkutímum síðar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jóhann Laxdal og Kristinn Jónsson valdir í landsliðið

Lars Lagerbäck, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Færeyingum í æfingaleik á Laugardalsvelli miðvikudaginn 14. ágúst. Stjörnumaðurinn Jóhann Laxdal er eini nýliðinn í hópnum en Lars valdi einnig Kristinn Jónsson úr Breiðabliki í 22 manna hópinn sinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ætlar að rokka í Reykjavík

Fylkir var án sigurs í deildinni þegar Ásgeir Börkur Ásgeirsson sneri heim í júlí. 17 dögum síðar hafa Fylkismenn unnið þrjá leiki í röð og Börkur farið á kostum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 3-0 | Tíu stiga forskot

Stjörnukonur náðu tíu stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir 3-o sigur á Íslandsmeisturum Þór/KA á Samsung-vellinum í Garðabæ. Stjörnuliðið hafði mikla yfirburði en mörkin litu ekki dagsins ljós fyrr en á síðustu 22 mínútunum. Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður deildarinnar skoraði tvö mörk í leiknum.

Íslenski boltinn