
Losuðu sig við þjálfarateymið eftir vonbrigðin á HM
Króatía olli vonbrigðum á HM karla í handbolta í janúar með því að enda í 9. sæti og nú hefur nýr landsliðsþjálfari verið kynntur til sögunnar.
HM í handbolta fór fram í Póllandi og Svíþjóð dagana 11. til 29. janúar 2023. Danir stóðu uppi sem heimsmeistarar.
Króatía olli vonbrigðum á HM karla í handbolta í janúar með því að enda í 9. sæti og nú hefur nýr landsliðsþjálfari verið kynntur til sögunnar.
Daninn Mathias Gidsel varð markakóngur og mikilvægasti leikmaður heimsmeistaramótsins í handbolta.
Niklas Landin, markvörður og fyrirliði Danmerkur í handbolta, var fljótur að hugsa þegar hann sá að Hassan Moustafa, forseti alþjóða handboltasambandsins, ætti ekki möguleika á að lofta heimsmeistarabikarnum til að rétta Landin hann.
Danir urðu heimsmeistarar þriðja sinn í röð eftir sigur á Frökkum, 29-34, í Tele 2 höllinni í Stokkhólmi í kvöld. Danmörk er fyrsta þjóðin sem verður heimsmeistari þrisvar sinnum í röð.
Spánn hafnar í þriðja sæti á heimsmeistaramótinu í handbolta eftir nokkuð öruggan sigur á Svíum í Stokkhólmi í dag.
Egyptar hafna í sjöunda sæti heimsmeistaramótsins í handbolta eftir að hafa lagt Ungverjaland að velli í dag í spennandi leik.
Þýskaland vann Noreg í leiknum um 5. sætið á HM í handbolta, lokatölur 28-24.
Það verða Frakkland og Danmörk sem mætast í úrslitum HM í handbolta á sunnudaginn kemur. Frakkar unnu Svía með fimm marka mun nú í kvöld, lokatölur 31-26.
Það verða Norðmenn sem mæta Þjóðverjum í leiknum um 5. sætið á HM í handbolta. Noregur vann Ungverjaland með 8 marka mun nú rétt í þessu, lokatölur 33-25.
Danmörk lagði Spán í undanúrslitum HM í handbolta. Danir, sem eru ríkjandi heimsmeistarar, geta þannig varið titil sinn þegar þeir mæta Frökkum eða Svíum í úrslitum á sunnudag.
Alfreð Gíslason stýrði Þýskalandi til sigurs í framlengdum leik gegn Egyptalandi á HM í handbolta í dag, 35-34. Þar með er ljóst að Þjóðverjar spila við sigurliðið úr leik Noregs og Ungverjalands um 5. sæti mótsins.
Sænski landsliðsþjálfarinn Glenn Solberg ætlar ekki að hafa fyrirliðann Jim Gottfridsson með sér á bekknum í undanúrslitaleiknum á móti Frökkum á HM í handbolta í kvöld.
Í kvöld fara fram undanúrslitin á heimsmeistaramótinu í handbolta þar sem bjartsýnustu spámenn spáðu að íslenska handboltalandsliðið myndi spila.
Bruno Martini, fyrrverandi markvörður franska handboltalandsliðsins, hefur verið dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir barnaníð. Nikola Karabatic segir það vissulega hafa verið áfall fyrir leikmenn landsliðsins að heyra þær fréttir, á miðju heimsmeistaramóti.