HM 2023 í handbolta

HM 2023 í handbolta

HM í handbolta fór fram í Póllandi og Svíþjóð dagana 11. til 29. janúar 2023. Danir stóðu uppi sem heimsmeistarar.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Forsetinn gat ekki lyft bikarnum

Niklas Landin, markvörður og fyrirliði Danmerkur í handbolta, var fljótur að hugsa þegar hann sá að Hassan Moustafa, forseti alþjóða handboltasambandsins, ætti ekki möguleika á að lofta heimsmeistarabikarnum til að rétta Landin hann.

Handbolti
Fréttamynd

Frakkar mæta Dönum í úr­slitum

Það verða Frakkland og Danmörk sem mætast í úrslitum HM í handbolta á sunnudaginn kemur. Frakkar unnu Svía með fimm marka mun nú í kvöld, lokatölur 31-26.

Handbolti
Fréttamynd

Á­fram tapa Ung­verjar

Það verða Norðmenn sem mæta Þjóðverjum í leiknum um 5. sætið á HM í handbolta. Noregur vann Ungverjaland með 8 marka mun nú rétt í þessu, lokatölur 33-25.

Handbolti
Fréttamynd

Alfreð í leik um fimmta sæti eftir æsispennu

Alfreð Gíslason stýrði Þýskalandi til sigurs í framlengdum leik gegn Egyptalandi á HM í handbolta í dag, 35-34. Þar með er ljóst að Þjóðverjar spila við sigurliðið úr leik Noregs og Ungverjalands um 5. sæti mótsins.

Handbolti
Fréttamynd

Franska liðið í sjokki eftir að upp komst um barna­níðinginn

Bruno Martini, fyrrverandi markvörður franska handboltalandsliðsins, hefur verið dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir barnaníð. Nikola Karabatic segir það vissulega hafa verið áfall fyrir leikmenn landsliðsins að heyra þær fréttir, á miðju heimsmeistaramóti.

Handbolti
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.