Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - FH 2-1 | Íslandsmeistararnir hefja titilvörnina á sigri

Besta deild karla í knattspyrnu hófst í dag með opnunarleik milli Íslands- og bikarmeistara Víkinga og FH-inga úr Hafnarfirði en liðin mættust á heimavelli Víkinga í Fossvogi. Leikurinn fór fjörlega af stað og átti eftir að vera frábær skemmtun allt til lokaflautu. Víkingar fóru með sigur af hólmi, 2-1, og halda þar með sigurgöngu sinni frá síðasta tímabili áfram.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Martin Hermannsson gagnrýnir liðsval FH-inga

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, setur stórt spurningarmerki við það að Eggert Gunnþór Jónsson sé í byrjunarliði FH-inga gegn Víkingum í opnunarleik Bestu-deildarinnar sem nú fer fram.

Fótbolti
Fréttamynd

Titilvonir Napoli dvína eftir jafntefli gegn Roma

Napoli og Roma áttust við í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld í mikilvægum leik fyrir bæði lið. Stephan El Shaarawy reyndist hetja Rómverja þegar hann tryggði liðinu 1-1 jafntefli í uppbótartíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Sonur Ronaldo lést í fæðingu

Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo greindi frá því nú rétt í þessu að sonur hans sem átti að koma í heiminn í dag hafi ekki lifað fæðinguna af.

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Daði skoraði tvö í öruggum sigri

Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson var á skotskónum er Bolton tók á móti Accrington Stanley í ensku C-deildinni í fótbolta í dag. Jón Daði skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Bolton.

Fótbolti