Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Sigurvin kveður með jafntefli

Sigurvin Ólafsson, nýráðinn aðstoðarþjálfari FH, stýrði KV í sínum lokaleik með félagið í kvöld gegn Þrótti Vogum. Liðin gerðu 1-1 jafntefli en KV lék manni fleiri síðasta korterið.

Fótbolti
Fréttamynd

PSG ætlar að selja Neymar

Luis Campos, nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá Paris Saint-Germain, ætlar að taka til hendinni hjá félaginu í sumar. Campos hefur sett saman lista yfir þá sem munu yfirgefa félagið í sumar og Neymar er efstur á þeim lista.

Fótbolti
Fréttamynd

Stúkan um annað mark ÍBV: „Afdrifarík mistök“

Stúkan rýndi í annað mark ÍBV er liðið gerði 3-3 jafntefli við Fram í Úlfarsárdal í Grafarholti. Nýtt myndefni sýnir að „Andri Rúnar Bjarnason er klárlega fyrir innan“ í aðdraganda marksins en atburðarrásin fyrir markið var vægast sagt undarleg.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Staða Arnars ekkert breyst: „Ég sá greinilegar framfarir“

„Hann er þjálfarinn, við stöndum við bakið á þjálfaranum, við erum í uppbyggingarferli með ungt og reynsluminna lið, og horfum bara til framtíðar,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um stöðu Arnars Þórs Viðarssonar þjálfara A-landsliðs karla í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnór orðaður við endur­komu til Norr­köping

Staðarmiðlar í Norrköping halda því fram að landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson gæti verið að snúa aftur í raðir félagsins. Arnór gerði gott mót með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni áður en hann færði sig um set til Rússlands.

Fótbolti
Fréttamynd

Lið í Kenía leikur í búningum Stjörnunnar

Lið Garden Ego FC í Kenía leikur nú leiki sína í búningum Stjörnunnar. Geta leikmenn liðsins þakkað íslenska félaginu fyrir þessa veglegu gjöf en ekkert af þessu hefði gerst ef ekki væri fyrir Eric Ndayisaba.

Fótbolti
Fréttamynd

Vilja fleiri frá París og nágrenni í lið sitt á næstu árum

Forráðamenn Paris Saint-Germain hyggjast breyta um stefnu sína í leikmannakaupum á komandi keppnistímabilum en félagið þokast í átt að samkomulagi við Christophe Galtier, þjálfara Nice, um taka við liðinu af Mauricio Pohettino sem látinn var taka pokann sinn á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Arsenal spyrst fyrir um Raphinha

Það er nóg að gera á skrifstofunni hjá Arsenal þessa dagana en félagið tilkynnti fyrr í dag um kaup á portúgalska miðjumanninn Fabio Vieira.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnór þarf ekki að fara til Moskvu

Skagamanninum Arnóri Sigurðssyni, landsliðsmanni Íslands í fótbolta, er nú frjálst að semja við og spila fyrir hvaða lið sem honum þóknast á næstu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Vieira kominn til Arsenal

Arsenal kynnti í dag til leiks portúgalska miðjumanninn Fabio Vieira sem félagið keypti af Porto. Kaupverðið nemur 34 milljónum punda, jafnvirði 5,5 milljarða króna, að meðtöldum árangurstengdum greiðslum.

Enski boltinn