Hefði kostað Keflavík eina milljón dollara Úkraínski miðjumaðurinn Ivan Kaliuzhnyi hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Keflavík í Bestu deildinni í fótbolta en lánssamningur hans rennur út í byrjun næsta mánaðar. Íslenski boltinn 28. júní 2022 17:01
United nálægt því að stela Malacia af Lyon Manchester United virðist vera búið að ranka við sér á félagaskiptamarkaðnum, allavega ef marka má heimildir fótboltavéfréttarinnar Fabrizio Romano. Enski boltinn 28. júní 2022 16:30
Alfreð gæti farið aftur til Svíþjóðar Alfreð Finnbogason gæti verið á leiðinni aftur til Svíþjóðar. Hammarby hefur boðið honum samning. Fótbolti 28. júní 2022 16:01
Stórstjarnan lék sér með strákum á ströndinni Það syttist óðum í það að Erling Haaland mæti í ensku úrvalsdeildina en þessa dagana nýtur hann síðustu daganna í sumarfríinu áður en hann mætir í vinnuna hjá Manchester City. Enski boltinn 28. júní 2022 15:30
Gögnin segja ólíklegt að Ísland nái upp úr sínum riðli á EM Það eru 29% líkur á að Ísland komist upp úr sínum riðli á EM kvenna í fótbolta en afar ólíklegt er að liðið komist lengra en það. Innan við 1% líkur eru á að Íslendingar fagni Evrópumeistaratitli um verslunarmannahelgina. Fótbolti 28. júní 2022 13:30
Sú besta í heimi að mati ESPN hækkaði sig um 22 sæti á milli ára Engin íslensk knattspyrnukona kemst á listann yfir fimmtíu bestu knattspyrnukonur heims en þennan lista tóku sérfræðingar ESPN saman í tilefni af Evrópumóti landsliða sem er fram undan í Englandi. Fótbolti 28. júní 2022 12:01
Tólf dagar í EM: Mjög hrædd við hunda og er of tapsár til að spila tölvuleiki Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Nú er komið að markadrottningunni Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Fótbolti 28. júní 2022 11:00
Sjúkraþjálfarinn fékk rauða spjaldið Það er ekkert nýtt að leikmönnum lendi saman inn á fótboltavellinum og oft endar það með gulum og jafnvel rauðum spjöldum. Það mór ekki alveg þannig í leik á dögunum. Fótbolti 28. júní 2022 10:46
ÍA fær danskan liðsstyrk ÍA hefur samið við danska leikmanninn Kristian Lindberg. Hann lék síðast með Nykøbing í heimalandinu. Íslenski boltinn 28. júní 2022 10:28
Chelsea gæti náð í tvo leikmenn Manchester City Raheem Sterling er ekki eini leikmaður Manchester City sem gæti verið á leiðinni til Chelsea ef marka má enska fjölmiðla. Enski boltinn 28. júní 2022 09:31
Glódís Perla stjarnan í nýju EM-auglýsingunni: Mikið í boði úti í heimi Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir viðurkennir að hún hafi ekki áttað sig á því hversu mikil vinna færi að gera auglýsingu. Glódís er í aðalhlutverki í nýrri EM-auglýsingu N1. Fótbolti 28. júní 2022 08:31
Sér fyrir endann á tæpum tveimur árum Arnars í tveimur störfum hjá KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir að í haust verði auglýst laus staða yfirmanns knattspyrnumála hjá sambandinu. Arnar Þór Viðarsson hefur gegnt starfinu samhliða því að þjálfa A-landslið karla frá því í lok árs 2020 en mun frá og með haustinu geta einbeitt sér alfarið að landsliðinu. Fótbolti 28. júní 2022 08:01
Hefur óþol fyrir kjaftæði, segir það sem honum finnst og er með einkar þétt handaband Grétar Rafn Steinsson var á dögunum ráðinn til enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham Hotspur þar sem hann mun hafa umsjón með frammistöðu leikmanna liðsins. Enski boltinn 28. júní 2022 07:01
Willum Þór á faraldsfæti um áramótin Það stefnir í að Willum Þór Willumsson skipti um lið er samningur hans við BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi rennur út um áramótin. Fótbolti 27. júní 2022 23:31
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Breiðablik 2-3 | Gísli skaut Blikum í átta liða úrslit Það voru Blikar sem unnu dramatískan 3-2 sigur á Akranesi í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Fyrirfram mátti búast við sigri Blika, það hafðist að lokum þrátt fyrir erfiðan seinni hálfleik, þar sem Skagamenn sýndu mikinn vilja til að vinna leikinn. Íslenski boltinn 27. júní 2022 23:00
Grótta upp í annað sætið Grótta vann Þrótt Vogum 1-0 í eina leik kvöldsins í Lengjudeild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 27. júní 2022 22:31
Sverrir Páll skaut Kórdrengjum í átta liða úrslit Kórdrengir lagði Aftureldingu 2-1 í framlengdum leik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Íslenski boltinn 27. júní 2022 22:00
Newcastle að ganga frá kaupunum á Botman Það virðist nær klappað og klárt að hollenski miðvörðurinn Sven Botman verði leikmaður Newcastle United. Talið er að hann muni kosta félagið í kringum 37 milljónir evra. Enski boltinn 27. júní 2022 21:16
Sveinn Aron með frábæra innkomu í stórsigri Elfsborg Það var nóg um að vera í sænsku úrvalsdeild karla í fótbolta í kvöld. Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði í stórsigri Elfsborg, Davíð Kristján Ólafsson spilaði allan leikinn í sigri Kalmar og Aron Bjarnason spilaði allan leikinn í tapi Sirius. Fótbolti 27. júní 2022 19:15
Íslendingarnir byrjuðu allir er Sogndal vann mikilvægan sigur Hörður Ingi Gunnarsson, Jónatan Ingi Jónsson og Valdimar Þór Ingimundarson byrjuðu allir er Sogndal vann 1-0 sigur á Mjøndalen í norsku B-deildinni í fótbolta. Fótbolti 27. júní 2022 18:06
Fram hefur boðið í Brynjar Gauta Fram hefur boðið í Brynjar Gauta Guðjónsson, miðvörð Stjörnunnar. Frá þessu er greint á Fótbolti.net. Íslenski boltinn 27. júní 2022 17:30
Spurs ætlar að plokka skrautfjaðrirnar af Everton Þrátt fyrir að hafa náð í nokkra sterka leikmenn í sumar er Tottenham ekki hætt á félagaskiptamarkaðnum. Enski boltinn 27. júní 2022 15:30
Með mark á minna en sautján mínútna fresti í Mjólkurbikarnum í sumar HK-maðurinn Stefán Ingi Sigurðarson hefur verið óstöðvandi í Mjólkurbikarnum í sumar eins og hann sýndi og sannaði í gær. Íslenski boltinn 27. júní 2022 13:00
Gleðin við völd þegar EM-ferðalagið hófst Það var létt yfir mannskapnum þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hélt af landi brott í morgun vegna Evrópumótsins sem fram fer í Englandi 6.-31. júlí. Fótbolti 27. júní 2022 12:31
Cloé Eyja á leið á stórmót með kanadíska landsliðinu Kanadíska-íslenska knattspyrnukonan Cloé Eyja Lacasse er á leiðinni á stórmót eins og íslensku landsliðskonurnar en þó ekki með íslenska landsliðinu. Fótbolti 27. júní 2022 12:00
Þrettán dagar í EM: Lærði einna mest af bróður sínum en Eto'o átrúnaðargoðið Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hin eldfljóta Svava Rós Guðmundsdóttir er næst í röðinni. Fótbolti 27. júní 2022 11:00
Thibaut Courtois kominn með nýtt húðflúr tileinkað sigrinum á Liverpool Belgíski markvörðurinn Thibaut Courtois var öðrum fremur maðurinn á bak við fjórtánda sigur Real Madrid í Evrópukeppni meistaraliða en hann var stórkostlegur í 1-0 sigri Real Madrid á Liverpool í úrslitaleiknum í París í maílok. Fótbolti 27. júní 2022 09:30
Grátlegt: Meiddist nokkrum dögum fyrir EM og missir af mótinu Norska landsliðskonan Lisa Naalsund hefur spilað frábærlega með Brann undanfarin ár og var ætlað stórt hlutverk í norska kvennalandsliðinu á EM í fótbolta. Ekkert verður þó af því að Lisa fari með til Englands. Fótbolti 27. júní 2022 09:01
Petr Cech hættur hjá Chelsea Það eru umrótatímar hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea eftir að nýir eigendur tóku yfir félagið. Enski boltinn 27. júní 2022 08:46
Segja að Barcelona hafi viljað fá Harry Maguire sem hluta af sölunni á De Jong Manchester United leitar þessa dagana leiða til að fá hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong frá spænska félaginu Barcelona en félögin hafa enn ekki náð saman. Enski boltinn 27. júní 2022 08:01