Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Len­g­let á leið til Totten­ham

Franski miðvörðurinn Clément Lenglet, leikmaður Barcelona, virðist vera á leið til Tottenham Hotspur. Félögin eiga eftir að semja um kaupverðið en leikmaðurinn hefur samið um kaup og kjör við Lundúnaliðið.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Skemmtilegasta helgi ársins“ á troðfullri Akureyri

Metþátttaka er bæði á Pollamóti Þórs og Samskipa og N1 mótinu en samanlagt keppa vel á þriðja þúsund í knattspyrnu fyrir norðan um helgina. Akureyrarbær hefur gert ráðstafanir til að auka umferðaröryggi og fjölga bílastæðum til að rúma betur þann mikla fjölda sem sækir bæinn heim. Reimar Helgason, framkvæmdastjóri Þórs segir komandi helgi vera þá skemmtilegustu á árinu.

Innlent
Fréttamynd

Margrét Lára: Vildu ekki uppljóstra öllum sínum leyndarmálum

Stelpurnar okkar fara inn á Evrópumótið í fótbolta með flottan sigur í farteskinu eftir 3-1 sigur á Póllandi í generalprufu sinni fyrir EM í Englandi. Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum, segir að það geti verið vandasamt að mæta í svona æfingarleik rétt fyrir mót.

Fótbolti
Fréttamynd

Peningarnir á EM kvenna

Evrópumót kvenna í knattspyrnu verður haldið á Englandi nú í júlí. Íslenska landsliðið mætir til leiks með sterkari hóp en nokkru sinni fyrr og útlit er fyrir að um verði að ræða eitt umfangsmesta og glæsilegasta stórmót í knattspyrnu kvenna sem haldið hefur verið.

Skoðun
Fréttamynd

Aron Einar framlengir í Katar

Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við Al Arabi í Katar. Samningurinn gildir nú út tímabilið 2022/2023.

Fótbolti
Fréttamynd

Eng­land gekk frá Sviss í síðari hálf­leik

England mætti Sviss í síðasta leik liðsins áður en Evrópumót kvenna í knattspyrnu hefst þann 6. júlí næstkomandi. Eftir markalausan fyrri hálfleik setti enska liðið í fimmta gír og skoraði fjögur mörk í síðari hálfleik, lokatölur 4-0 Englandi í vil.

Fótbolti
Fréttamynd

Leikmaður Wolves lauk herskyldu

Hwang Hee-chan, leikmaður Wolves í ensku úrvalsdeildinni, nýtti sumarfríið sitt á annan hátt en flestir aðrir fótboltamenn. Hann lauk nefnilega herskyldu í heimalandinu, Suður-Kóreu.

Enski boltinn