Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Modric: Héldum að Mbappe myndi koma til Real Madrid

Luka Modric hélt að hann myndi fá rosalegan liðstyrk í sumar en eins og frægt er orðið þá voru líkur á því að Kylian Mbappe myndi ganga til liðs við Real Madrid þegar samningur hans við Paris St. Germain rann út. Mbappe hætti við að söðla um og samdi aftur við PSG til ársins 2025. 

Fótbolti
Fréttamynd

McLagan missir af leikjunum við Malmö

Stórt skarð hefur verið hoggið í lið Víkings fyrir viðureign þeirra við Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Varnarmaðurinn Kyle McLagan mun missa af leikjunum við Malmö sem og tveimur leikjum í Bestu deild karla. 

Fótbolti
Fréttamynd

Tarkowski semur við Everton

Miðvörðurinn enski James Tarkowski hefur komist að samkomulagi um að leika með Everton í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi tímabil. Leikmaðurinn var samningslaus og þarf Everton því ekki að greiða fyrir Burnley fyrir hann.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo vill fara frá United

Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hefur óskað eftir því að fá að yfirgefa herbúðir Manchester United í sumar þar sem hann telur liðið ekki geta keppt um stærstu bikara heims.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fólk gleymi þreytunni í gleðinni

Pollamót Samskipa fer fram á Akureyri um helgina en metþátttaka er á mótinu í ár. Einhverjir eru þreyttir eftir tónleika í gærkvöldi en að sögn knattspyrnustjóra mótsins eru menn fljótir að gleyma því í gleðinni.

Innlent
Fréttamynd

Óttar Magnús lék allan leikinn í tapi

Oakland Roots, sem Óttar Magnús Karlsson leikur með, heimsótti LA Galaxy II í USL deildinni í knattspyrnu í nótt. Roots laut í gras 3-1 og þurfti að leika seinni hálfleikinn manni færri.

Fótbolti
Fréttamynd

Ten Hag lætur til sín taka á æfingasvæðinu

Leikmenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United mættu hófu undirbúningstímabil sitt á mánudaginn. Þeir hafa nú fengið eina viku með nýjum þjálfara liðsins og virðist sem hann hugi að hverju smáatriði ásamt því að bjóða upp á virkilega þungar æfingar.

Enski boltinn