Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Zinchenko orðinn Skytta

Arsenal hefur staðfest komu Oleksandr Zinchenko. Hinn fjölhæfi Úkraínumaður kemur frá Englandsmeisturum Manchester City og kostar Skytturnar rúmlega 30 milljónir punda.

Enski boltinn
Fréttamynd

Jón Guðni spilar engan fótbolta á þessu ári

Fótboltalífið virtist ljúft hjá Jóni Guðna Fjólusyni í fyrrahaust og hann var á leið í leiki með íslenska landsliðinu en varð þá fyrir alvarlegum meiðslum þegar hann sleit krossband í hné. Vegna bakslags spilar hann engan fótbolta á þessu ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Segja að Guðlaugur Victor verði lærisveinn Rooney

Ef marka má heimildamenn Fótbolta.net er knattspyrnumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson á leið til DC United í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta. Wayne Rooney, markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi, tók nýverið við liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Óskar Hrafn segist aldrei hafa séð aðra eins reiði í boð­vangi and­stæðinganna

„Ég er auðvitað mjög ánægður með að við náðum að skora tvö mörk, fannst við eiga það skilið. Þetta var erfitt, tók tíma að brjóta þá á bak aftur. Varð ekkert léttara þegar þeir voru að fara af velli, urðu tíu og svo níu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks eftir 2-0 sigur sinna manna á Budućnost í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

HK enn á toppnum eftir hádramatík

HK og Fylkir sitja áfram í efstu sætum Lengjudeildar karla í fótbolta eftir leiki kvöldsins en óhætt er að segja að nóg hafi verið um að vera í 13. umferðinni í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Uwe Seeler látinn

Þýski framherjinn Uwe Seeler er látinn, 85 ára að aldri. Hans er minnst sem eins af allra merkustu íþróttamönnum í sögu þýsku þjóðarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Patrik hélt hreinu í Prag

Patrik Sigurður Gunnarsson og Samúel Kári Friðjónsson gerðu fína ferð til Tékklands og náðu markalausu jafntefli gegn Sparta Prag með norska liðinu Viking í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.

Fótbolti