Kristall Máni leikið sinn síðasta leik í Víkinni | Ekki með á morgun Greint var frá því á heimasíðu Víkings frá Reykjavík í dag að Kristall Máni Ingason hefði leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. Hann heldur út til Noregs þar sem hann hefur samið við Rosenborg. Íslenski boltinn 29. júlí 2022 16:00
Fyrrverandi fyrirliði og stjóri Arsenal látinn Terry Neill, fyrrverandi fyrirliði og knattspyrnustjóri Arsenal, er látinn, áttatíu ára að aldri. Enski boltinn 29. júlí 2022 15:31
Tveir sem spiluðu úrslitaleik HM 2014 gætu mætt á Kópavogsvöll Breiðablik fær heldur betur krefjandi verkefni í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Í liði andstæðinganna eru meðal annars tveir leikmenn sem byrjuðu inn á í úrslitaleik HM 2014. Fótbolti 29. júlí 2022 14:30
Katarliðið í furðulegum sex mánaða æfingabúðum fyrir HM Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í Katar seinna á þessu ári og þetta verður stórfurðuleg heimsmeistarakeppni sem klárast rétt fyrir jól. Fótbolti 29. júlí 2022 13:30
Milos rekinn frá Malmö Milos Milojevic hefur verið sagt upp störfum sem þjálfara sænska meistaraliðsins Malmö. Fótbolti 29. júlí 2022 12:55
„Þetta verður frábær fótboltaveisla“ England og Þýskaland mætast í úrslitaleik Evrópumótsins í Lundúnum á sunnudaginn og þjálfari Þjóðverja lofar veislu á Wembley leikvanginum. Fótbolti 29. júlí 2022 11:01
Klopp hefur áhyggjur og bætir við æfingaleik eftir að tímabilið er byrjað Tímabilið hjá Liverpool hefst formlega á morgun þegar liðið mætir Englandsmeisturum Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Knattspyrnustjóri Liverpool hefur einhverjar áhyggjur af undirbúningi liðsins. Enski boltinn 29. júlí 2022 10:30
Engin plön hjá FIFA um að færa HM kvenna í fótbolta Alþjóða knattspyrnusambandið segir ekkert til í þeim orðrómi að FIFA sé að kanna möguleikann á því að færa næsta heimsmeistaramót kvenna í fótbolta sem á að fara fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Fótbolti 29. júlí 2022 09:30
Valgeir skrifar undir hjá Örebro Sænska félagið Örebro greindi frá því í morgun að hinn efnilegi Valgeir Valgeirsson væri genginn í raðir félagsins frá HK. Fótbolti 29. júlí 2022 09:14
„Cristiano Ronaldo færi í Liverpool ef hann ætti möguleika á því“ Cristiano Ronaldo reynir nú allt til þess að komast frá Manchester United og í lið sem spilar í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Enski boltinn 29. júlí 2022 09:00
Brotist inn hjá enskri landsliðskonu á meðan hún var að spila á EM Þetta hefur verið vandamál hjá þekktustu fótboltakörlunum í Englandi en nú eru óprúttnir aðilar líka farnir að brjótast inn hjá ensku landsliðskonunum þegar þær eru að spila fyrir þjóð sína. Fótbolti 29. júlí 2022 08:00
Ein af þremur nauðgunarákærum úrvalsdeildarleikmannsins felld niður Lögreglan í Bretlandi hefur hætt rannsókn sinni á einni af meintum nauðgunum enska úrvalsdeildarleikmannsins sem var handtekinn fyrr í sumar. Enski boltinn 29. júlí 2022 07:31
Ísland endurheimtir fjögur sæti sumarið 2024 Góður árangur íslensku liðanna í Evrópukeppni á þessari leiktíð hefur nú þegar tryggt hérlendum félagsliðum fjögur sæti í Evrópukeppnum keppnistímabilið 2024. Fótbolti 29. júlí 2022 07:01
Störf æðstu ráðamanna Íslands á EM í knattspyrnu Íslenska landsliðið í knattspyrnu fékk mikinn stuðning á yfirstandandi EM kvenna í Englandi, bæði úr stúkunni og frá fólki heima í stofu. Ráðamenn þjóðarinnar lögðu sín lóð á vogarskálarnar en auk forseta Íslands fóru þrír ráðherrar út til Englands til að styðja við liðið. Innlent 29. júlí 2022 07:00
Ásmundur: Vorbragur þrátt fyrir það sé júlí Breiðablik vann í kvöld sannfærandi 5-0 sigur á KR í 11. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta en deildin hafði verið í pásu vegna Evrópumótsins síðan um miðjan júní. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með frammistöðuna þrátt fyrir að lið hans hafi verið lengi í gang. Fótbolti 28. júlí 2022 23:19
Mikil skemmtun í toppslagnum á Hlíðarenda | myndasyrpa Besta deild kvenna í fótbolta fór af stað eftir landsleikjahlé í kvöld en þar mætti Valur, sem er á toppi deildarinnar, Stjörnunni sem situr í þriðja sæti deildarinnar. Fótbolti 28. júlí 2022 23:05
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 5-0 | Blikar kaffærðu KR á lokakafla leiksins Breiðablik tók á móti KR í 11. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í kvöld en leikið var að nýju eftir rúmlega mánaðar pásu á deildinni vegna Evrópumóts kvenna í knattspyrnu. Breiðablik komst yfir í fyrri hálfleik og á síðustu 20 mínútunum bættu þær fjórum mörkum við til viðbótar. Íslenski boltinn 28. júlí 2022 22:08
Klopp tekur af öll tvímæli um framtíð Firmino Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir ekkert til í því sem fram hefur komið í ítölskum fjölmiðlum síðustu daga að Roberto Firmino sé að nálgast vistaskipti til Juventus. Fótbolti 28. júlí 2022 22:03
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan | Jafnt á Hlíðarenda í fyrsta leik eftir landsleikjahlé Besta deild-kvenna fór aftur á stað eftir að hlé var gert á deildinni vegna þátttöku Íslands á EM. Stjarnan heimsótti topplið Vals. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik og voru keimlík. Íslenski boltinn 28. júlí 2022 21:59
„Við vorum nær því að taka sigurinn en Valur“ Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var nokkuð ánægður með eitt stig gegn toppliði Vals í fyrsta leik eftir landsleikjahlé. Sport 28. júlí 2022 21:30
Umfjöllun: Buducnost 1-2 Breiðablik | Breiðablik áfram í næstu umferð Breiðablik er komið áfram í næstu umferð Sambandsdeildar evrópu eftir 2-1 tap í Podgorica í Svartfjallalandi í kvöld. Samanlagt vann Breiðablik einvígið 3-2 og mætir Istanbul Basaksehir í þriðju umferðinni. Umfjöllun væntanleg. Fótbolti 28. júlí 2022 20:30
Neville heldur áfram að skjóta á Barcelona Gary Neville, sparkspekingur hjá Skysports, heldur áfram að lýsi yfir þeirri skoðun sinni að það skjóti skökku við að Barcelona sé jafn stórtækt á leikmannamarkaðnum og raun ber vitni í ljósi þess að leikmenn eigi inni vangoldnar greiðslur hjá félaginu. Fótbolti 28. júlí 2022 20:02
Hólmbert Aron funheitur fyrir Lillestrøm Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði þrennu þegar lið hans, Lillestrøm, vann sannfærandi 5-2 sigur í seinni leik sínum við finnska liðið SJK í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Fótbolti 28. júlí 2022 19:18
Kounde færist ansi nálægt Katalóníufélaginu Barcelona greinir frá því síðdegis í dag að félagið náð samkomulagi við Sevilla um kaupverð á franska landsliðsmanninum Jules Olivier Kounde. Fótbolti 28. júlí 2022 17:42
Enn pattstaða hjá Ronaldo og Manchester United Fundarhöld Cristiano Ronaldo og teymisins í kringum hann og forráðamönnum Manchester United skilaði engri niðurstöðu að sögn Skysports. Fótbolti 28. júlí 2022 17:37
Rúnar Alex gæti verið á leið í Íslendinganýlenduna Rúnar Alex Rúnarsson er orðaður við ríkjandi meistara í Danmörku, FC Københaven í frétt sem birtist á Tipsbladet í dag. Fótbolti 28. júlí 2022 17:27
Liverpool neyðist líklega til að nota þriðja markvörðinn í leiknum um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn rúllar af stað um helgina þegar keppni í ensku B-deildinni hefst annað kvöld. Á sunnudaginn munu svo Liverpool og Manchester City keppa um fyrsta titil tímabilsins, Samfélagsskjöldinn. Enski boltinn 28. júlí 2022 16:31
Þjálfarinn lenti næstum því í slag við íþróttastjórann Litlu munaði að það kæmi til handalögmála þegar Ivan Juric, þjálfari Torino, og Davide Vagnati, íþróttastjóri félagsins, rifust í æfingaferð í Austurríki. Fótbolti 28. júlí 2022 16:00
Leikmenn Villa sektaðir fyrir að koma ekki með afmælisköku Leikmenn Aston Villa þurfa að hegða sér reglum samkvæmt, annars bíða þeirra háar sektir. Þetta má glöggt sjá á lista yfir sektir sem þeir þurfa að greiða sem hefur ratað á veraldarvefinn. Enski boltinn 28. júlí 2022 15:00
„Erum vanar því að vera í toppbaráttu og það er forréttindastaða“ Keppni í Bestu deild kvenna hefst aftur í kvöld með tveimur leikjum. Elísa Viðarsdóttir, sem er nýkomin af Evrópumótinu í Englandi, og stöllur hennar í Val taka á móti Stjörnunni. Íslenski boltinn 28. júlí 2022 14:31