Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Erum svo þakklát þjóðinni“

„Þetta er risaskref,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um möguleikann á því að Ísland tryggi sér í kvöld farseðilinn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn. Til þess þarf liðið jafntefli eða sigur gegn Hollandi í Utrecht.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég treysti þeim í allt“

Samanlagður aldur vinstri vængsins í íslenska landsliðsinu í fótbolta síðastliðið föstudagskvöld var undir fertugu. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segist hins vegar treysta Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur og Amöndu Andradóttur fullkomlega til að spila úrslitaleikinn stóra gegn Hollandi í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Verð mjög hrærð yfir þessu öllu“

„Ég er full bjartsýni og hef ofurtrú á stelpunum okkar,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, fyrir úrslitaleikinn í Utrecht í kvöld þar sem það ræðst hvort Holland eða Ísland kemst beint á HM í Eyjaálfu næsta sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

KSÍ veitir áfengi ef vel fer í kvöld

Ef að tilefni verður til þess að opna kampavínsflösku í kvöld, til að fagna fyrsta farseðli íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á heimsmeistaramót, þá munu stelpurnar okkar mögulega gera það í boði Knattspyrnusambands Íslands.

Fótbolti
Fréttamynd

Kristófer Ingi aftur til Hollands

Kristófer Ingi Kristinsson er mættur aftur til Hollands eftir að hafa leikið með SönderjyskE á síðustu leiktíð. Hann hefur samið við B-deildarlið VVV-Venlo út yfirstandandi leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Pogba þarf að fara undir hnífinn: HM í hættu?

Knattspyrnumaðurinn Paul Pogba, leikmaður Juventus á Ítalíu, þarf að fara í aðgerð vegna meiðsla á hné. Talið er að Pogba verði frá í 40 til 60 daga en aðeins eru 78 dagar þangað til Frakkland hefur leik á HM í Katar.

Fótbolti
Fréttamynd

Ömurlegt víti á ögurstundu

Mexíkóinn Javier Hernández var bæði hetja og skúrkur Los Angeles Galaxy í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í nótt. Hann klúðraði vítaspyrnu í 2-2 jafntefli við Sporting Kansas City.

Fótbolti